Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 31. maí 2024 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafði aldrei tekið víti í leik - „Er búin að sjá þetta fyrir mér oft"
Icelandair
Glódís fagnar marki.
Glódís fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var hetja Íslands í 1-1 jafntefli gegn Austurríki í undankeppni EM 2025 í dag. Hún jafnaði af vítapunktinum í seinni hálfleik. „Ég hef aldrei tekið víti í leik og þetta var smá stressandi. Ég hef æft þetta smá og er búin að sjá þetta fyrir mér oft," sagði Glódís eftir leikinn.

Glódís virtist ekkert of viss um að hún ætti að taka vítið. „Það var búið að ákveða það fyrir Þýskalandsleikinn fyrir löngu. Ég var bara búin að gleyma því og hugsaði að Karó væri að fara að taka. Þá heyri ég Steina öskra og fatta að ég ætti að taka vítið."

„Ég held ég hafi spurt Karólínu hvort hún vildi taka. Ég segi svo bara að ég ætli að taka og hún svaraði bara 'ókei' og rétti mér boltann."

„Ég var búin að ákveða hvert ég ætlaði að skjóta. Ég dró andann djúpt. Mig langaði ótrúlega mikið að skora. Þetta var gríðarlega mikilvægt stig fyrir okkur og gaman að geta hjálpa liðinu á þennan hátt. Ég sá bara netið hreyfast og hugsaði 'Jess!'. Það var ótrúlega gaman."

Íslenska liðið fékk ótrúlega mörg færi í leiknum og svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. „Þetta var svekkjandi. Þær spiluðu svolítið öðruvísi en við bjuggumst við. Við bjuggumst við þeim í bullandi hápressu, en þær eru hræddar við svæðið á bak við sig... Það er svekkjandi að fara ekki heim með sigur. Við förum í heimaleikinn með sjálfstraust og góða tilfinningu," sagði Glódís en liðin mættast aftur á þriðjudag á Laugardalsvelli.
Athugasemdir