

Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Hellirigning og völlurinn lítur ekki vel út.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Oliver Sigurjónsson
('79)
('79)
Stefnir í fimmta tap KR í röð og fimmta leikinn án marks!
MARK!Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Frábær sprettur úti hægra megin og inn á miðjuna hjá Jasoni Daða. Hann svo finnur Höskuld sem á sendingu inn á Klæmint sem finnur Gísla sem sendir á Höskuld sem færir boltann aftur á Gísla í hlaupinu, Gísli á svo frábært skot í fjærhornið með vinstri. Geðveikt skot og geggjuð sókn.
Smá spurningarmerki á varnarleik KR í þessu marki, kannski aðallega á Jóhannes Kristinn sem fer ekki alla leið í návígið við Gísla þegar hann lét vaða.
,,Hann kom frá Bologna, og hann hatar Val" syngja KRingar.
10-2 í hornspyrnum talið.
Spyrnan tekin stutt, Höskuldur á Jason sem gefur á Oliver sem lætur vaða. Skotið hátt yfir.
Mikið rétt. Menn verða að taka þetta á kassann. Það dugar ekki að væla endalaust. Það bara skemmir. Að öðru leyti bara sáttur.
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) May 13, 2023
Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Finnst Erlendur hafa dæmt þetta vel til þessa!
Oliver tekur spyrnuna en boltinn fer beint í hendurnar á Simen. Ekki góð spyrna.
Er það minn eða þinn sjóhattur? Vatnsveður í Vesturbænum. pic.twitter.com/G5q1wReASs
— Henry Birgir (@henrybirgir) May 13, 2023
Finnur Tómas skallar fyrirgjöfina frá Oliver í burtu.
Bö eflaust að gera sitt besta, en hvað er að sjá völlinn ?!
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 13, 2023
Væri móðgun við kartöflugarða að kalla þetta kartöflugarð#bestadeildin#fotboltinet
Breyta þessu nafni í Drulluvellir!#fotboltinet
— asgeirhg (@asgeirhg) May 13, 2023
Mýrarboltinn í Vesturbænum leikur KR og Breiðablik í fullum gangi. @BreidablikFC @KRreykjavik @bestadeildin @bestaeng #fotboltinet pic.twitter.com/JDXvs9Cw48
— Kristinn Steinn Traustason (@Kidditr) May 13, 2023
Maggi Bö right now pic.twitter.com/JLpRa8LWx1
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 13, 2023
Gult spjald: Olav Öby (KR)
Áttunda hornspyrna Breiðabliks staðreynd.
Blikar fá aðra hornspyrnu.
Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Öby með spyrnuna, fínt bolti og sýndist það vera Ægir sem átti skallann.
Boltinn framhjá, KR-ingar vildu fá annað horn en fengu ekki.
Föstu leikatriðin ekki verið að gefa í byrjun.
Margir sem það hafa það verra en ég , verður bara nóg að gera í vinnunni í næstu viku
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) May 13, 2023
Alvöru sprettur hjá Ágústi samt.
Vorkenni engum manni meira í dag en Magga Bö vallarstjóra á Meistaravöllum. #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) May 13, 2023
Breiðablik hélt sókninni áfram og fær hornspyrnu.
Arnór - Damir - Viktor
Höskuldur - Oliver - Andri
Gísli
Jason - Stefán - Ágúst
Kennie - Jakob - Finnur
Jóhannes - Olav - Kristinn
Ægir
Atli - Flóki - Sigurður
Arnór Sveinn er uppalinn Bliki en var leikmaður KR síðustu tímabil. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019 og bar einnig fyrirliðabandið á tímabili. Hann söðlaði um í vetur og gekk í raðir Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu byrjunarliði. Davíð Ingvarsson og Klæmint Olsen taka sér sæti á bekknum. Inn koma Andri Rafn, Ágúst Eðvald, Arnór Sveinn og Oliver Sigurjónsson.
Erlendur Eiríksson er með flautuna í leiknum, Kristján Már Ólafs og Eðvarð Eðvarsson eru aðstoðardómarar, Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ og Einar Ingi Jóhannsson er fjórði dómari.
KR 0 - 3 Breiðablik (í dag 16:00)
Við í Keflavík höfum aldrei verið neitt voðalega hrifnir af KR-ingum og því get ég ekki annað en spáð því að Breiðablik taki þá í kennslustund í þessum leik. Sorrí Starki, lovjú samt.
Sorrí Starki
Patrik Johannesen með slitið krossband
Patrik um meiðslin alvarlegu: Auðvitað eru þetta hræðilegar fréttir
Dagsetning komin á aðgerð Patriks
Breiðablik er í 3. sæti deildarinnar eftir sex umferðir með fjóra sigra og tveir leikir hafa tapast.
Óskar Hrafn ósáttur: Veldu einn þátt leiksins og við vorum ekki góðir í honum https://t.co/8oJl8QTG3i
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 8, 2023
Af Vísi:
Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út.
„Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“
Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið.
„Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við.
Ég ræddi við Magnús Val Böðvarsson, vallarstjóra KR, í vikunni. Athyglisvert viðtal sem nálgast má hér að neðan.
Meistaravellir frumsýndir á laugardag - „Gjörsamlega hörmulegur vetur" https://t.co/jGeK1BhJmP
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 10, 2023
Formaðurinn vill ekki tjá sig um stöðu Rúnars
Mikael Nikulásson: Væri búið að reka alla aðra þjálfara
KR-ingar segjast hafa „setið algjörlega eftir" hjá Reykjavíkurborg
Kjartan feginn að vera ekki í veseninu hjá KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, var spurður út í sína stöðu eftir leikinn.
Rúnar Kristinsson var spurður út í stöðu sína í viðtali við #Fotboltinet eftir leik í gær https://t.co/3EymjsJnfM
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 8, 2023
('88)
('71)
('61)
('61)
('88)
('71)
