Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fös 28. apríl 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.

Tónlistamaðurinn Valdimar Guðmundsson er einn af leikurunum og með honum eru þeir Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Viktoría Blöndal er leikstjóri.

Sýningin er Tjarnarbíói og er sýnd á fimmtudögum. ATH: Einungis þrjár sýningar eru eftir. Smelltu hér til að kaupa miða

Sýningin er hörku skemmtileg, létt og gaman að sjá þennan vinkil á fótboltann.

Um sýninguna:
Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins er fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg.

Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýji kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt við hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.
Athugasemdir
banner