þri 09. maí 2023 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR-ingar segjast hafa „setið algjörlega eftir" hjá Reykjavíkurborg
Frá Meistaravöllum.
Frá Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Vals og KR á dögunum.
Úr leik Vals og KR á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR er núna í mikilli lægð í öllum þeim íþróttum sem félagið tekur þátt. Karlalið félagsins í fótbolta er það eina sem er í efstu deild en liðið hefur byrjað afskaplega illa í Bestu deildinni í sumar.

Þórhildur Garðarsdóttir, sem var kjörin sem formaður KR á dögunum, segir í samtali við RÚV skýringarnar fyrir þessum mikla öldudal séu margar en helsta skýringin sé aðstöðuleysi.

„Helsta skýringin er aðstöðuleysið okkar. Við erum með einn gervigrasvöll og við erum með 800 krakka á æfingu hérna dagsdagslega, plús meistaraflokkana. Það sér það hver maður að þetta gengur ekki upp. Við höfum setið algjörlega eftir í aðstöðunni í Reykjavík," segir Þórhildur og bætir við að málin gangi hægt hjá borginni.

„Reykjavíkurborg hefur stutt öll önnur Reykjavíkurfélögin, annað hvort í enduruppbyggingu eða með nýju svæði. Nema KR. Þetta er orðið að stóru vandamáli hérna."

Það hafa núna í nokkurn tíma verið áform um að betrumbæta svæðið hjá KR en þær framkvæmdir eru ekki hafnar. Skoða má þau áform með því að smella hérna.

Sindri Snær Jensson, fyrrum markvörður KR, gagnrýndi Reykjavíkurborg harðlega á Twitter í dag. „Það er pólitískt ákvörðun borgaryfirvalda að aðstöðumál KR sitji á hakanum. Ekkert annað. KR er með allt tilbúið; skipulag, fjármögnun osfrv. Væri hægt að mæta með gröfur og hefjast handa á nýju knatthúsi á morgun ef borgin hefði vilja til þess," skrifaði Sindri ósáttur.

Aðstaðan er ekki góð hjá KR-ingum og það hefur sitt að segja, en það er alveg ljóst að það ýmislegt annað sem betur mætti fara hjá félaginu. Rætt var um vandræði KR í Bestu deildinni í Innkastinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan.


Innkastið - Haltrandi í humátt
Athugasemdir
banner
banner
banner