Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Grindavík
2
1
Fylkir
0-1 Hákon Ingi Jónsson '5
Björn Berg Bryde '62 , víti 1-1
Will Daniels '88 2-1
04.06.2018  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða 12 stiga hiti og allt í toppstandi
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 728
Maður leiksins: Gunnar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic ('59)
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
17. Sito ('80)
18. Jón Ingason
22. René Joensen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f) ('86)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
7. Will Daniels ('59)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Juanma Ortiz
13. Jóhann Helgi Hannesson ('80)
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('86)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Grindavíkur sem tyllir sér á topp Pepsi deildarinnar.
94. mín
Fyrirgjöf inní fjölmennan teig Grindavíkur sem Jajalo handsamar
94. mín
Lítið að gerast er Grindavík að fara á toppinn?
91. mín
Ái þetta hefur verið vont. Ari Leifsson rennur þegar hann spyrnir boltanum fram. Jóhann Helgi reynir að komast fyrir sendinguna og lendir á lærinu á honum með takkanna. óviljaverk
90. mín
Það eru +4 í uppbót
88. mín MARK!
Will Daniels (Grindavík)
Frábært mark!!!!

Will fær boltann úti á hægri væng leikur aðeins inn á völlinn og á fast vinstri fótar skot með jörðinni. Gunnar Þ hoppar yfir boltann og hann steinliggur í fjærhorninu.
87. mín
Will Daniels!!!!!

Fær Gullsendingu frá Gunnari af vinstri vængnum og rís hæst í teignum. Nær góðum skalla en boltinn svífur rétt framhjá stönginni
86. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
Síðasta skipting Grindavíkur
84. mín
Grindavík með öll völd á vellinum núna en engin færi
82. mín
Grindvíkingar brotlegir í teignum eftir hornið. Aukaspyrna
81. mín
Helgi Valur skallar afturfyrir. annað horn
81. mín
Grindavík fær horn.
80. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
79. mín
Dauðafæri hjá Fylki. Hákon fær 2 dauðafæri í röð. Fyrst fær hann boltann óvænt á markteig en skotið er laust og Jajalo slær frá. Kemst svo aftur í boltann en Grindavík bjargar í horn.
77. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Síðasta skipting Fylkis
74. mín
Sito hættulegur í teignum. Nær skotinu en Aron slær það frá
73. mín
Helgi Valur brýtur á Rodrigo sem ýtir aðeins við honum þegar hann stendur upp. Helgi brosir
71. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Helgi Valur er mættur til leiks hjá Fylki. Bjóðum hann velkominn í boltann aftur
70. mín
Uppúr aukaspyrnunni fær Grindavík horn. Björn Berg leggst bókstaflega á Aron í markinu og togar hann niður og er dæmdur brotlegur.
69. mín
Albert brýtur illa á Aroni við inná miðjum vallarhelmingi Fylkis en sleppur við spjaldið.
69. mín
Davíð Þór með skot af 25 metrum fyrir Fylki. Auðvelt fyrir Jajalo í markinu
66. mín
Grindvíkingar eru klaufar. Komast í snögga sókn en geta ekki ákveðið sig hvað þeir ætla að gera og Fylkismenn komast á milli og vinna boltann.
64. mín
Grindavík sækir hratt. Sito með boltann við vinstra vítateigshorn og á skotið en beint á Aron sem grípur boltann.
62. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi meiddur
62. mín Mark úr víti!
Björn Berg Bryde (Grindavík)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Setur hann öruggt niður í hægra hornið og Aron fer í vitlaust horn.
61. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
fyrir brotið
61. mín
Grindavík fær víti eftir að Fylkir bjargar á línu. Brotið á Aroni Jóhannssyni.
59. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
Grindavík gerir breytingu á sínu liði
58. mín
Emil finnur Ragnar Braga í hlaupinu og hann er sloppinn í gegn Jón Ingason nær honum og nær að trufla hann nóg til að skotið verði slakt og Jajalo ver í horn
56. mín
BBB með brot á Emil við miðjubogann og bregst við með tilþrifum. Sleppur við spjaldið. Eftir aukaspyrnuna kemst Andri Þór í hálffæri en setur boltann himinhátt yfir
55. mín
Klafs í teignum og boltinn dansar milli manna í markteignum en Fylkir kemur boltanum frá að lokum. Pressan að þyngjast frá Grindavík og spilið að batna
54. mín
Fylkismenn komast fyrir skotið og boltinn aftur í horn
54. mín
Grindavík fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað.
53. mín
Samstuð í teignum eftir fyrra hornið og Mateo og Andri Þór liggja báðir.
51. mín
Þvílík markvarsla hjá Aroni!!!!!!!! Gunnar Þ með skotið úr teignum vinstra meginn sem stefnir beint niður í hægra hornið en Aron slæmir tá í boltann og í horn. Eftir hornið skapast hætta en boltinn fer framhjá. Annað horn
49. mín
Þetta er dapurt hjá Grindavík lélegar sendingar eru að kosta þá mikið því ekki vantar svæðin fyrir þá á vængjunum. Gera þetta vel núna og ná boltanum inná teig þar sem Sito á skotið en beint á Aron
47. mín
Ragnar Bragi þræðir boltann á Hákon sem á í kapphlaupi við Brynjar um boltann og er á undan og nær skotinu en rennur og Jajalo á ekki í vandræðum með það.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á ný. Fylkimenn hefja leik hér í síðari hálfleik. Bæði lið óbreytt
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við þennan fyrri hálfleik og Þóroddur flautar til hálfleiks.

Fylkismenn leiða eftir mark snemma leiks frá Hákoni Inga og líklega er það bara sanngjörn staða. Grindavík talsvert meira með boltann en vantar uppá gæði á síðusta þriðjungi vallarins.
42. mín
Fylkismenn í basli. Koma boltanum ekki frá eftir tiltölulega slaka fyrirgjöf frá Gunnari og Sam nær boltanum en skýtur yfir úr prýðisfæri
41. mín
Völlurinn hefur verið vel vökvaður hér fyrir leik því stór hluti leikmanna á vellinum hefur runnið á rassinn í það minnsta einu sinni í leiknum
40. mín
Hornspyrnan er ágæt en skölluð frá. Þó ekki lengra en fyrir fætur Sam Hewson sem leikur á Fylkismann og reynir skotið en það er slakt og fer talsvert framhjá
39. mín
Grindavík fær horn
34. mín
Aukaspyrna frá miðju er skölluð beint uppí loftið. Ragnar Bragi fljótur að hugsa og reynir skotið á lofti en í varnarmann og horn. Uppúr horninu á Hákon laust skot framhjá markinu
33. mín
Þóroddur með góða varnarvinnu Aron að reyna koma boltanum út á Gunnar sem er í góðri stöðu úti á væng en Þóroddur varð fyrir og sóknin rennur út í sandinn.
31. mín
Brynjar Ásgeir með frábæra tæklingu. Tæklar boltann frá Hákoni sem er við það að sleppa í gegn til baka á Jajalo sem hreinsar
29. mín
Grindavík að auka pressuna smátt og smátt og Fylkisliðið bakkar. Gunnar Þ fær boltann aleinn úti á vinstri væng og á góða fyrirgjöf sem Aron Jó nær að reka tærnar í en í varnarmann
27. mín
Sito aðgangsharður. Fær langa sendingu inn í teiginn frá Lationvic tekur boltann vel niður kemst með hann að markteigshorni og á fast skot beint á Aron Snær sem slær boltann frá
23. mín
Stúkan hlær. Þóroddur reynir 180 gráðu stefnubreytingu til að fylgja leiknum en rennur á rassinn. Gaman að því
22. mín
Albert Brynjar brýst upp hægri vænginn og reynir fyrirgjöf með menn í boxinu en boltinn fer afturfyrir
21. mín
Sito í færi! Fær boltann vinstra meginn í teignum, missir hann aðeins of langt frá sér en á fast skot/fyrirgjöf úr talsvert þröngri stöðu með þéttann pakka í teignum en boltinn siglir framhjá öllum.
18. mín
Mikið hnoð hjá Grindavík eru töluvert meira með boltann en eru mikið að reyna háa bolta inní svæði við teiginn sem varnarmenn Fylkis ráða vel við
15. mín
Leikur Grindavíkur í hnotskurn hér í upphafi. Latinovic finnur René á hægri kantinum í góðri stöðu en hann rennur og boltinn rennur afturfyrir.
14. mín
Mikið af feilsendingum hjá Grindavík hér í upphafi. Skiptingar milli kanta sem ná ekki til manna og fleira í þeim dúr.
12. mín
Gunnar og Björn Berg rekast hér saman og Hákon Ingi fær boltann rétt fyrir utan teig með Jajalo af línunni. Hákon reynir að lyfta boltanum yfir Jajalo en yfir markið
5. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Varnarmenn Grindavíkur steinsofa á verðinum boltinn berst á Ragnar á vinstri kantinum sem fær nóg pláss inná teiginn. Grindvíkingar fjölmenna í kringum hann og færið virðist ætla að renna út í sandinn en Ragnar nær að senda boltann á Hákon sem stendur meter frá marki með mann í sér en kemur boltanum í netið. Mjög slakur varnarleikur hjá Grindavík
3. mín
Fer rólega af stað liðinn að þreifa fyrir sér
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað
Fyrir leik
Fer að styttast í þetta og liðin að klára upphitun. Eitthvað af fólki að týnast í stúkuna og vonandi að hún verði vel setin í kvöld enda aðstæður allar til fyrirmyndar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt hér til hliðar eins og lesendur sjá. Stærstu fréttirnar úr uppstillingum liðanna eru þó líklega þær að reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson er mættur á bekkinn hjá Fylki
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa mæst alls 38 sinnum frá aldamótum og hafa heimamenn haft sigur í 8 leikjum, 6 hefur lokið með jafntefli en Fylkir hefur sigrað 24 sinnum.

Síðasti alvöru mótsleikur þessara félaga var í Bikarnum 2016 hér í Grindavík en þeim leik lauk með 0-2 sigri Fylkis með mörkum frá Víði Þorvarðarsyni og Jose Enrique Seoane Vergara betur þekktum sem Sito en hann er eins og flestir vita í Grindavíkurliðinu í dag.
Fyrir leik
Get ekki annað en verið sammála landsliðsbakverðinum í því að mæla með því að fólk fari á völlinn. Sólin skín í heiði og vindur úr norðri uppá heila 4 m/s sem er auðvitað ekki neitt og kallast ekki vindur í Grindavík
Fyrir leik
Hörður Björgvin spáir fjörugum leik:

Bæði þessi lið hafa staðið sig vel í byrjun og þetta er basic jafntefli. Þetta verður fjörugur leikur og ég mæli með að fólk fari á þennan leik.
Fyrir leik
Heimamenn úr Grindavík eru í öllu betri málum og eru að margra mati spútniklið deildarinnar hingað til. Þeir sitja í 2.sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Blika og gætu því lyft sér uppí toppsætið með sigri hér í kvöld. Þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ í síðustu umferð eftir að hafa lagt Íslandsmeistara Vals þar á undan. Þeir léku svo í bikarnum í síðustu viku en féllu þar úr leik gegn Inkassoliði ÍA.
Fyrir leik
Gestirnir úr Árbæ sitja í 10.sæti deildarinnar með átta stig og myndu eflaust þiggja að þau væru fleiri. Fylkisliðið hefur átt góða leiki og hefur sýnt að þeir eiga fullt erindi í þessa deild en úrslitin hafa því miður fyrir þá ekki verið að falla með þeim. Þeir gerðu þó 1-1 jafntefli við FH í síðustu umferð eftir erfitt tap gegn Stjörnunni þar á undan.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Fylkis
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('62)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('77)
16. Emil Ásmundsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('71)
23. Ari Leifsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
11. Arnar Már Björgvinsson
18. Jonathan Glenn
24. Elís Rafn Björnsson ('77)
28. Helgi Valur Daníelsson ('71)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('61)

Rauð spjöld: