Origo völlurinn
sunnudagur 08. september 2019  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínt eins og er, smá vindur og frekar svalt. Komin blússandi sól núna
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Hallbera Guðný Gísladóttir
Valur 4 - 0 ÍBV
1-0 Hlín Eiríksdóttir ('30)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('33)
3-0 Elín Metta Jensen ('44)
4-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('48)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir ('76)
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('82)
14. Hlín Eiríksdóttir ('76)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('82)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('76)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('76)

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('50)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
93. mín Leik lokið!
Viðtöl og skýrsla sem fyrst
Eyða Breyta
92. mín
Aftur tekur Fanndís skot en það er hátt yfir
Eyða Breyta
90. mín
Fanndís tekur skot/sendingu inn í teig sem Guðný ver, þá berst boltinn á Margréti sem skýtur hátt yfir markið
Eyða Breyta
89. mín
Elín fær stungusendingu en hún ákveður að vippa boltanum yfir Guðnýju í markinu, það endar þó með því að hún vippar hátt yfir markið
Eyða Breyta
87. mín
Valur fær horn. Málfríður Anna fær boltann og vippar honum inn í teig á Ásgerði sem skallar framhjá markinu
Eyða Breyta
85. mín
Málfríður Anna reynir skot en það er vel yfir markið
Eyða Breyta
84. mín
Sandra í smá veseni, fær boltann til baka og í staðinn fyrir að hreinsa reynir hún að sóla og lendir í smá vandræðum en leysir þetta að lokum
Eyða Breyta
82. mín Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)

Eyða Breyta
80. mín
Fanndís tekur skot í teig gestanna en Guðný ver.
Eyða Breyta
79. mín
Valur fær aukaspyrnu sem Dóra María tekur
Eyða Breyta
77. mín
Elísa með frábært sko sem endar í slánni
Eyða Breyta
76. mín Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Guðný Árnadóttir (Valur)

Eyða Breyta
76. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Og systraskipting
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
75. mín
Hlín með flottan sprett upp hægri kantinn og gefur boltann fyrir en Elín tapar kapphlaupinu um boltann og ÍBV hreinsa
Eyða Breyta
73. mín
Emma með flott skot sem Sandra þarf að hafa fyrir að verja. ÍBV fær horn
Eyða Breyta
71. mín Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Brenna Lovera (ÍBV)

Eyða Breyta
70. mín
Fanndís á skalla sem er varinn
Eyða Breyta
68. mín
Elín Metta gerir vel með að halda boltanum, er komin að endanlínunni og sendir til baka á Fanndísi sem stendur rétt fyrir innan vítateigslínuna og tekur skotið sem fer rétt framhjá
Eyða Breyta
67. mín Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Anna Young (ÍBV)
Fyrsta skiptingin í leiknum
Eyða Breyta
65. mín
Hlín kemur með sendingu af hægri kantinum inn í teig og þar reynir Margrét skallann en hoppið er illa tímasett og fer skallinn hátt yfir
Eyða Breyta
62. mín
Brenna liggur hér eftir. Guðný ætlar að senda fyrir en Brenna kemst inn í sendinguna og fær fastan boltann beint í bringuna. Þetta hefur verið vont, ég myndi allavega ekki vilja lenda í skoti frá Guðnýju
Eyða Breyta
60. mín
Boltinn dettur fyrir Fanndísi í teignum en skotið er hátt hátt yfir markið
Eyða Breyta
59. mín
ÍBV í dauðafæri hérna. Clara með frábæra sendingu inn fyrir vörn Vals á Ingibjörgu sem nær á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta framhjá markinu. Mér finnst nú lágmarkið að hitta á markið úr svona færi
Eyða Breyta
55. mín
ÍBV fær horn. Þær voru ekki einu sinni nálægt því að ógna
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Fyrir brot
Eyða Breyta
48. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
Jahá þetta tók ekki langan tíma.
Dóra María fær allan tímann í heiminum til að vanda sig við fyrirgjöfina sem fer beint á kollinn á Marka Láru sem skilar boltanum í netið
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn! Nú byrjar ÍBV með boltann

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
3:0 fyrir Val í hálfleik. Verðskuldað

Ég spái því að við fáum fleiri mörk í þeim seinni
Eyða Breyta
45. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á ágætis stað. Emma tekur. Hún skýtur bara en boltinn fer rétt yfir markið
Eyða Breyta
44. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
3:0
Hallbera með geggjaða sendingu fyrir frá vinstri kantinum og Elín skallar boltanum í markið af stuttu færi
Eyða Breyta
41. mín
Og hinum megin kemur Hlín með fyrirgjöf og Margrét skallar boltann rétt yfir markið
Eyða Breyta
41. mín
Clara að komast ein í gegn eftir sendingu frá Emmu en hún er réttilega dæmd rangstæð
Eyða Breyta
38. mín
Clara gerir vel, vinnur boltan af Elínu á miðsvæðinu, klobbar svo Hallberu en er svo felld niður og fær réttilega aukaspyrnu. Emma tekur.
Spyrnan er ekkert sérstök en boltinn berst nú samt á Brennu sem tekur skotið en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
36. mín
Fanndís er með boltann vinstra megin og sendir út á Ásgerði sem stendur rétt fyrir utan teig og kemur hún með frábært utanfótar skot en Guðný ver vel í markinu
Eyða Breyta
33. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
ÞAÐ TÓK EKKI LANGAN TÍMA FYRIR ÞÆR AÐ TVÖFALDA FORYSTUNA.
Hlín fær boltann hægra megin og kemur með boltann fyrir sem Guðný ver vel, hann berst svo á Marka Láru sem skýtur í stöngina og þaðan inn. Frábært mark
Eyða Breyta
30. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ
Hallbera með flotta spyrnu frá hægri kantinum inn í teig og þar er Hlín ákveðnust og skallar boltann í netið
Eyða Breyta
29. mín
Og aftur fær Valur horn
Eyða Breyta
27. mín
Aftur fær Valur horn.
Mikill darraðardans í teignum, Elín fær svo boltann einum metra frá markinu en Guðný kemur höndunum yfir boltann áður en Elín nær skotinu
Eyða Breyta
26. mín
Fanndís stelur boltanum á miðjunni og sendir á Hlín hægra megin sem kemur með sendingu fyrir. Elín nær ekki til boltans og ÍBV hreinsa í horn
Eyða Breyta
24. mín
Ásgerður hljóp útaf vellinum til að fá aðhlynningu. Mér sýnist blæða einhversstaðar í kringum eyrað hjá henni. Sjúkraþjálfarinn vinnur í því að hreinsa þetta.
Hún er nú tilbúin að koma aftur inn
Eyða Breyta
22. mín
ÍBV komast í álitlegt fær hérna þar sem Clara er eiginlega komin ein í gegn en hún er dæmd rangstæð
Eyða Breyta
18. mín
Valur fær horn. Spyrnan er fín en ÍBV hreinsar. Elín stelur svo boltanum af Önnu Yong og kemst í flott færi og á frábært skot sem Guðný ver frábærlega í horn
Eyða Breyta
17. mín
ÍBV fær aukaspyrnu eiginlega á sama stað og áðan nema aðeins nær. Emma tekur.
Valur kemur boltanum frá
Eyða Breyta
16. mín
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað. Hallbera tekur og spyrnan er góð. Lillý stekkur hæst upp og nær skallanum sem fer rétt yfir og strýkur netið
Eyða Breyta
15. mín
Nú er það Fanndís sem á skotið rétt fyrir utan teig en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
14. mín
FÆRI! Hallbera kemur með frábæra sendingu fyrir og Hlín á skalla í þverslánna
Eyða Breyta
13. mín
Þá er komið að heimakonum. Margrét fær boltann inni í teig og gefur á Elínu sem rétt nær að halda boltanum inná vellinum og kemur svo með slaka sendingu fyrir sem endar í innkasti
Eyða Breyta
12. mín
ÍBV fær hér aukaspyrnu mitt á milli miðjulínunnar og vítateigs. Emma tekur.
Ágætis spyrna og nær Sísí skallanum e Sandra er örugg sem fyrr í markinu
Eyða Breyta
7. mín
FÆRI! Anna kemur með sendingu fyrir markið og þar nær Emma til boltans en skotið er rétt framhjá! Þarna munaði litlu fyrir gestana
Eyða Breyta
6. mín
ÍBV ná að komast yfir miðju með boltann og reynir Anna sendingu inn í teig en Lillý skallar boltann í burtu og Valur endurheimtir boltann
Eyða Breyta
4. mín
Nú reynir Elín Metta skot vel fyrir utan teig en það er laust og fer framhjá markinu
Eyða Breyta
3. mín
Elín Metta reynir nú sendingu inn í teig en það er engin rauðklæddur til þess að taka við boltanum
Eyða Breyta
3. mín
Margrét Lára var í þessu að skora mark en það var löngu búið að flagga hana rangstæða.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Valur byrjar með boltann og sækir í átt að gömlu keiluhöllinni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Og nú ganga liðin út á völlinn - þetta er alveg að hefjast.

Áður en leikurinn hefst verður mínútuþögn til þess að heiðra minningu Atla Eðvaldssonar
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa nú gengið til búningsklefa þar sem þjálfararnir geta sagt sín síðustu hvatningarorð fyrir leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru nú að hita upp - 10 mín í leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja byrjunarliðin eru komin inn og þið getið séð þau hérna til hliðanna.

Pétur gerir enga breytingu á sínu liði en algjör óþarfi að breyta sigurliði!

Jón gerir tvær breytingar á sínu liði Anna og Helena koma inn í byrjunarliðið og Caroline og McKenzie fara út.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur á þrjár af fimm markahæstu konum deildarinnar. Elín Metta og Hlín Eiríks eru báðar komnar með 15 mörk og þá er Margrét Lára komin með 12 stykki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram 23. júní og þar sigraði Valur 1:3 á Hásteinsvelli.
Emma Rose Kelly kom ÍBV yfir í leiknum á 4 mínútu. Þá tók Valur við og jafnaði Hlín Eiríks eftir 40 mínútna leik og Sísí lenti svo í því óláni að skora sjálfsmark og koma Valsliðinu í 1:2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Margrét Lára innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 85. mínútu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gengi ÍBV hefur ekki verið eins gott í sumar og menn héldu. Þær sitja í 8. sæti, 2 stigum fyrir ofan Keflavík sem er í fallsæti. Þær gætu því endað í fallsæti eftir daginn ef þær tapa og Keflavík vinnur sinn leik. Þeirra besti leikmaður síðustu sumur er náttúrulega farinn í mennskuna og er mikill missir af henni Chloé.
Síðasti leikur þeirra fór fram 15. ágúst þar sem þær töpuðu 2:1 gegn Stjörnunni en þær hafa tapað síðustu 4 leikjum í röð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur situr í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, einu stigi minni en Breiðablik sem er í toppsætinu. Valur hefur þó spilað einum leik minna svo með sigri komast Valsstúlkur aftur á toppinn þar sem þær hafa verið næstum allt tímabilið.
Síðasti leikur Vals fór fram 25. ágúst þar sem þær unnu Fylki örugglega með 5 mörkum gegn einu.
Síðustu vikuna hafa stelpurnar verið í landsliðsverkefni þar sem kvennalandsliðið okkar tók á móti Ungverjalandi og Slóvakíu og voru 7 Valsstelpur í hópnum. Þar átti Elín Metta frábæra leiki og skoraði 3 mörk í leikjunum tveimur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum. Klukkan 14:00 tekur Valur á móti ÍBV í 16. umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Emma Rose Kelly
10. Clara Sigurðardóttir
14. Anna Young ('67)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
24. Helena Jónsdóttir
33. Brenna Lovera ('71)

Varamenn:
5. Mckenzie Grossman
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('67)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('71)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir
23. Shaneka Jodian Gordon

Liðstjórn:
Sigþóra Guðmundsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Helgi Þór Arason
Andri Ólafsson (Þ)
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Júlíana Sveinsdóttir ('75)

Rauð spjöld: