Grindavík
3
0
Þróttur V.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '45 1-0
Kairo Edwards-John '64 2-0
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '90 3-0
12.05.2022  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7° smá gola en almennt topp fótboltaveður
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 473 manns
Maður leiksins: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Byrjunarlið:
Vladimir Dimitrovski
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic ('78)
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Thiago Dylan Ceijas ('70)
10. Kairo Edwards-John ('83)
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('78)
12. Örvar Logi Örvarsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Kenan Turudija ('83)

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane ('70)
9. Josip Zeba
11. Símon Logi Thasaphong ('78)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('78)
15. Freyr Jónsson ('83)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Leifur Guðjónsson

Gul spjöld:
Kairo Edwards-John ('27)
Thiago Dylan Ceijas ('31)
Kenan Turudija ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leik lokið og þrátt fyrir 3 mörk var þetta ekki mikið fyrir augað. Grindavík átti slæman dag en Þróttararnir bara enn verri.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
90. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Þá er þetta alveg búið!

Varnarmaður Þróttara Andri Már leyfir Degi að stela boltanum af sér rétt fyrir utan teig og Dagur þakkar fyrir sig með góðri afrgreiðslu niðri í hægra hornið.

Virkilega klaufalegt hjá Andra.
89. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á vallarhelmin Þróttara en sendingun inn í teig er skölluð frá.
85. mín
Þróttarar ná góðu skoti á markið núna sem kemur alveg upp úr þurru en Aron gerir rosalega vel og ver þetta og hendir sér síðan á boltann.
83. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Kenan Turudija (Grindavík)
83. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Kairo Edwards-John (Grindavík)
81. mín
Þróttarar fá horn og nú fer hver að vera síðastur.

Spyrnan er rosa há og ekki erftirr fyrir heimamenn að hreinsa frá.
78. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
78. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
76. mín
Þróttarar með sitt fyrsta skot í langan tím en þetta var beint á Aron í markinu.
72. mín
Inn:Jón Kristinn Ingason (Þróttur V. ) Út:Shkelzen Veseli (Þróttur V. )
72. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Þróttur V. ) Út:Michael Kedman (Þróttur V. )
72. mín
Inn:Oliver Kelaart (Þróttur V. ) Út:Pablo Gállego Lardiés (Þróttur V. )
71. mín
Lúðrasveit Þróttara virðist hafa ákveðið að kíkja á leikinn en ég hef heyrt í einhverjum þremur mismunandi pípum og blástri frá þeim í kvöld.
70. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Thiago Dylan Ceijas (Grindavík)
69. mín
ÞVÍLÍKT KLÚÐUR!

Kairo er sloppinn alveg einn í gegn og á bara eftir markmanninn. Hann ætlar að fara framhjá honum en setur boltann of utarlega og ætlar þá að setja boltann inn í teig en það er enginn Grindvíkingur þar.
64. mín MARK!
Kairo Edwards-John (Grindavík)
FRÁBÆRT EINSTAKLINGSFRAMTAK!!

Kairo geysist upp völlinn hægra megin og inn á teig gestanna, fer framhjá einum manni og setur hann svo snyrtilega framhjá Rafal

Þetta kom alveg upp úr engu en það hafði svo lítið sem ekkert gerst fram að þessu.
62. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Grindavík)
59. mín
Heimamenn að skapa smá hættu en vörn Þróttara heldur vel. Grindavík fær hinsvegar aukaspyrnu í fínni fyrirgjafastöðu.

Sendingin frá Degi inn í teig er skalllað frá
53. mín
Dómarinn virðist vera eitthvað utan við sig þessa stundina því Grindavík átti alveg klárlega að fá hornspyrnu, það gat ekki verið ljósara. En það er dæmt markspyrna.
52. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Þróttur V. ) Út:James William Dale (Þróttur V. )
51. mín
Seinni hálfleikurinn fer hægt af stað eins og sá fyrri. Það hafa verið einhver 5 innköst í röð hérna en dómarinn ætlar ekkert að dæma horn eins og var gert í grunnskóla þegar maður var lítill.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn farinn af stað og þá eru það Þróttarar sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Töluvert langur uppbótartími er búinn en það verður seint sagt að þessi fyrri hálfleikur hafi verið skemmtilegur.

Netið datt út hjá mér á versta tíma eða þegar Dagur skorar markið því kemur þetta aðeins seint inn en vonumst eftir fleiri mörkum og áframhaldandi nettengingu í seinni hálfleik.
45. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Kairo Edwards-John
DAGUR SETUR HANN FYRIR UTAN TEIG

Kairo fær boltann fyrir utan teig og rennur honum út á Dag sem setur hann snyrtilega framhjá Rafa í markinu.
44. mín
Inn:Nikola Dejan Djuric (Þróttur V. ) Út:Jón Jökull Hjaltason (Þróttur V. )
Jón heldur ekki áfram leik.
41. mín
Jón Jökull liggur í grasinu eftir að Thiago tæklaði hann. Tæklingin var mjög góð og því ekkert dæmt en Jón virðist frekar þjáður.
39. mín Gult spjald: James William Dale (Þróttur V. )
Stoppar skyndisókn.
35. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu einhverjum 30 metrum frá marki og Thiago tekur þrumuskot sem fer rétt yfir!
32. mín
Heimamenn fá horn og Tómas Leó tekur.

Rafal í marki gestana missir af boltanum og hann berst út á Thiago sem tekur skotið en það fer í Sigurjón samherja hans og framhjá.

Óheppilegt.
31. mín Gult spjald: Thiago Dylan Ceijas (Grindavík)
27. mín
Svakalegur anti-climax þar sem hornspyrnan er loksins tekin eftir einhverja 3 mínútna bið en ekkert verður úr henni.
27. mín Gult spjald: Kairo Edwards-John (Grindavík)
Eftir langt spjall við aðstoðardómarann.
24. mín
Dagur Ingi með stórhættulegan bolta inn í teig sem fer beint á Tómas Leó en hann er of lengi að hugsa og Arnór Gauti nær að sparka boltanum útaf í horn.

Þá fellur einn Þróttarinn við á meðan það er verið að undirbúa hornið og gestirnir verða alveg vitlausir. Vilja meina að það hafi verið slegið til hans.
19. mín
Kairo setur boltann í netið fyrir heimamenn en hann var augljóslega rangstæður.
17. mín
Pablo kemur upp vinstri kantinn fyrir Þróttara og tekur skotið fyrir utan teig en það er hátt yfir.
13. mín
Kairo hristir af sér Dag Guðjóns og ætlar að keyra á markið en þá er brotið á honum og heimamenn fá aukaspyrnu frá u.þ.b. 30 metra færi.

Tómas Leó tekur en skotið hans er frekar laust og beint í vegginn.
11. mín
Thiago og Andri fara í 50/50 tæklingu hérna en Thiago er aðeins seinn. Andri liggur eftir í góða mínútu og þarfnast aðhlynningu. Hann er reyndar kominn aftur inn á núna en virðist haltra örlítið.
7. mín
Kedman fær boltann hérna tvívegis inn í teignum vinstra megin í stórhættulegri sröðu. Í bæði skipti ákveður hann að setja boltann fyrir en heimamenn ná að hreinsa.

Sóknin endar í skoti frá Veseli fyrir utan teig sem fer yfir.
5. mín
Stúkan byrjuð að taka við sér og stuðningsmenn beggja liða reyna að syngja ofan í hvort annað.
1. mín
Kairo vinnur hornpyrnu strax í byrjun.

Tómas Leó tekur og boltinn er heillengi inn í teig Þróttara en heimamönnum tekst engan vegin að ná skoti á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það er Grindavík sem byrjar með boltann.
Fyrir leik
Milan Jankovic og Diana eiginkona hans eru heiðruð hérna fyrir leik en Milan var leikmaður Grindavíkur lengi og Diana unnið hjá félaginu í ýmsum störfum. Það eru heil 30 ár síðan þau komu til landsins og þá til Grindavíkur.

Milan Jankovic til hægri
Fyrir leik
Leikmennirnir labba inn á völlinn og leikurinn fer að byrja. Það er ekki beint þétt setið hérna en vonandi fara stuðningsmenn að hrannast inn.
Fyrir leik
Aðstæðurnar hér í Grindavík eru mjög góðar. Það blæs örlítið og er pínu kalt en annars frábært fótboltaveður.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarðliðin komin og Grindavík gerir eina breytingu frá 1-1 jafnteflinu gegn Aftureldingu en Aron Jóhannsson fyrirliði er ekki í hóp en Kenan Turudija kemur inn fyrir hann. Nýji maðurinn Kristófer Páll er á bekknum.

Þróttarar gera 2 breytingar á sínu liði frá 0-3 tapi sínu gegn Fjölni en Freþór Hrafn Harðarson og Oliver Kelaart fara úr byrjunarðliðinu og inn koma Andri Már Hermannsson og Shkelzen Veseli.
Fyrir leik
Sjaldséður grannaslagur

Þetta er fyrsta skipti sem þessir grannar mætast í KSÍ viðurkenndum leik síðan 18. maí 2015 þar sem Grindavík tók 1-0 sigur í Borgunarbikarnum (sem nú heitir Mjólkurbikarinn). Það var Óli Baldur Bjarnarson sem var hetja Grindavíkur í þeim leik.

Alls hafa liðin bara mættst tvisvar samkvæmt KSÍ en hitt skiptið var árið 2010 í Reykjaneshallarmótinu þar sem Grindavík vann 7-1.
Fyrir leik
Þróttarar byrjuðu á tapi

Nýliðarnir í deildinni byrjuðu tímabilið á erfiðum leik á heimavelli gegn Fjölni. Þeim tókst þó að halda hreinu í fyrri hálfleik og fóru 0-0 inn í hálfleik.

Gamanið endist þó ekki lengi því fyrsta mark Fjölnis kom á 53. mínútu þar sem Freyþór Hrafn Harðarson skoraði sjálfsmark og 9 mínútum síðar voru Fjölnismenn komnir í 3-0. Þannig enduðu leikar og Eiður Ben þjálfari vonast eftir betri úrslitum í dag.
Eiður Ben Þjálfari Þróttara
Fyrir leik
Grindavík byrjuðu með 1 stig

Grindavík mætti Aftureldingu í fyrstu umferðinni síðastliðinn föstudag og gerðu þar 1-1 jafntefli þar sem Aron Jóhannsson fyrirliði gerði eina mark liðsins.

Grindavík byrjaði leikinn illa en komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik. Þar voru það helst nýji maðurinn Kairo Edwards-John og sá fyrrnefndi Aron Jóhannsson sem fengu að skýna.
Aron Jóhannsson
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Grindarvíkurvelli. Þetta er umferð nr.2 í Lengjudeild karla og leikurinn hefst kl. 19:15
Byrjunarlið:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Andri Már Hermannsson
2. Arnór Gauti Úlfarsson
4. James William Dale ('52)
9. Pablo Gállego Lardiés ('72)
11. Jón Jökull Hjaltason ('44)
11. Shkelzen Veseli ('72)
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Unnar Ari Hansson (f)
26. Michael Kedman ('72)
27. Dagur Guðjónsson

Varamenn:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
5. Freyþór Hrafn Harðarson
9. Oliver Kelaart ('72)
17. Agnar Guðjónsson ('72)
18. Davíð Júlían Jónsson ('52)
19. Jón Kristinn Ingason ('72)
22. Nikola Dejan Djuric ('44)
44. Andy Pew

Liðsstjórn:
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Gunnar Júlíus Helgason
Margrét Ársælsdóttir
Piotr Wasala
Sigurður Rafn Margrétarson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
James William Dale ('39)

Rauð spjöld: