Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Ísland U21
5
0
Kýpur U21
Kristall Máni Ingason '11 1-0
2-0 Antreas Karamanolis '32 , sjálfsmark
Kristall Máni Ingason '57 3-0
Sævar Atli Magnússon '64 4-0
Kristian Nökkvi Hlynsson '90 5-0
11.06.2022  -  19:15
Víkingsvöllur
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Dómari: Damian Sylwestrzak (Pólland)
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Óli Valur Ómarsson
8. Kolbeinn Þórðarson ('76)
8. Andri Fannar Baldursson ('88)
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('76)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
10. Kristall Máni Ingason ('88)
11. Bjarki Steinn Bjarkason
23. Sævar Atli Magnússon ('84)

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Logi Hrafn Róbertsson ('88)
6. Dagur Dan Þórhallsson ('88)
16. Ísak Snær Þorvaldsson
17. Logi Tómasson
18. Viktor Örlygur Andrason ('76)
19. Orri Steinn Óskarsson ('76)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('84)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Kristian Nökkvi Hlynsson ('25)
Kolbeinn Þórðarson ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
PORTÚGAL VANN!!!!!!
ÍSLAND ER AÐ FARA Í UMSPIL!!!!!!!!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni seinna í kvöld.
Leik lokið!
ÍSLAND VINNUR 5-0!!!!

Við bíðum enn eftir lokaflauti í Portúgal en þar er staðan 2-1 fyrir heimamönnum.

91. mín
Grikkir að minnka muninn í Portúgal!

Í guðs lifandi bænum Portúgal! Þá haldið þessu!!!!
90. mín MARK!
Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!

Varamaðurinn Dagur Dan gerir frábærlega og á geðveika sendingu fyrir markið þar sem Kristian Nökkvi mætir á fjærstöng og skorar!
88. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21) Út:Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
88. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (Ísland U21) Út:Andri Fannar Baldursson (Ísland U21)
85. mín
Bjarki Steinn með flottan sprett og á skot sem Michalis Kyriakou ver vel. Hefði sennilega getað lagt boltann til hliðar og skapað gott færi en skiljanlega kannski lét hann reyna á skotið sjálfur.
84. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Ísland U21) Út:Sævar Atli Magnússon (Ísland U21)
84. mín
Kýpur í sjalfséðri sókn. Láta sig falla í teignum og eiga fyrirgjöf sem endar með lélegum skalla yfir.
82. mín
Michalis Kyriakou með stórhættulegan leik og Orri Steinn vinnur af honum boltann en varnarmenn Kýpur bjarga.
78. mín
Inn:Michalis Kyriakou (Kýpur U21) Út:Stefanos Kittos (Kýpur U21)
Athyglisverð skipting. Gat ekki séð nein meiðsli eða neitt slíkt.
76. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)

76. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland U21) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
74. mín
Stavros Gavriel reiner skot að marki en það er mjög slappt og framhjá markinu.
72. mín
Inn:Konstantinos Ilia (Kýpur U21) Út:Christos Shelis (f) (Kýpur U21)
70. mín
Fyrirliði gestana Christos Shelis liggur eftir og fær aðhlyningu.
67. mín
Bjarki Steinn með skot sem Stefanos Kittos lendir í smá brasi meo en heldur boltanum.
64. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Ísland U21)
Stoðsending: Kristall Máni Ingason
VIÐ ERUM AÐ KLÁRA OKKAR MEÐ STÆL!

Kristian Nökkvi sendir Kristal Mana innfyrir sem er kominn í þröngt færi og chippar boltanum fyrir markið þar sem Sævar Atli mætir á fjærstöng og klárar!

59. mín
Inn:Alexandros Michail (Kýpur U21) Út:Giannis Satsias (Kýpur U21)
59. mín
Inn:Stavros Gavriel (Kýpur U21) Út:Evagoras Antoniou (Kýpur U21)
59. mín
Inn:Giorgos Naoum (Kýpur U21) Út:Paris Polikarpou (Kýpur U21)
58. mín
Brynjólfur í flottu færi en flaggið á loft!
57. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
JÁÁÁÁ!!!

ÍSLAND ER Á LEIÐ Í UMSPIL!!!!
Aftur er það hægri vængurinn sem er að gefa okkur vel en það er Kristall Máni sem setur boltann í netið!

56. mín
PORTÚGAL ER BÚIÐ AÐ TVÖFALDA!!!!!
PORTÚGAL 2-0 GRIKKLAND!!!
GONCALO RAMOS!
51. mín
Eins og staðan er núna lítur þetta svona út:

1. Portúgal 28 stig
2. Ísland 18 stig
3. Grikkland 17 stig
48. mín
PORTÚGAL ER KOMIÐ YFIR!!!!!!
PAULO BERNARDO!
46. mín
Við erum farinn af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
+2

Ísland leiðir í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.
Erum í frábærri stöðu.

Portúgal og Grikkland eru markalaus í hálfleik en vonandi stíga heimamenn þar upp og klára þetta.
45. mín
Fáum tvær mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Daniil Paroutis keyrir að marki Íslands og á skot en það er hættulaust og fer framhjá markinu.
42. mín
Kýpur haldið svolítið í boltann án þess þó að ógna síðustu mínútur.
38. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
Brot á Christoforos Frantzis.
36. mín
Við fáum víkingaklapp í Víkinni.
Það er flott mæting í dag og ánægjulegt að sjá!
32. mín SJÁLFSMARK!
Antreas Karamanolis (Kýpur U21)
JÁÁÁ!!!!

Ísland tvöfaldar forystuna!!
Fastur bolti fyrir markið sem lekur inn! Fer af Antreas Karamanolis og í netið!


30. mín
Það er enn markalaust í Portúgal þar sem við treystum á heimamenn í baráttu sinni gegn Grikklandi.
Sá leikur hófst á sama tíma og okkar.
27. mín
Kýpur ekki langt frá því að komast í frábært færi! Sending fyrir markið sem flýtur í gegnum pakkann.
26. mín
Róbert Orri hefur betur í baráttu við Konstantinos Sergiou sem var að komast á ferðina.
25. mín Gult spjald: Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland U21)
Ekki viss fyrir hvað endilega en virkilega ódýrt.
20. mín
Íslensku strákarnir að komast í frábæra stöðu en Kristian Nökkvi setur of mikinn kraft í sendinguna fyrir og hún fer yfir.
19. mín
Kýpur fá hornspyrnu en hún er slök og dettur ofan á markið.
17. mín
VIð erum að spila virkilega vel og erum að ýta Kýpur aftar á völlinn.
11. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Stoðsending: Kolbeinn Þórðarson
JÁJÁJÁ!!!

KRISTALL MÁNI INGASON!!
Skorar með skalla yfir nafna minn Stefanos Kittos!
Virkaði eins og gott flikk sem fór svona skemmtilega í netið!

DRAUMURINN LIFIR!!

7. mín
Kýpur með þokkalegustu sókn en Íslensku strákarnir eru vel á verði.
6. mín
Virðumst vera í 4-3-3.
Hákon Rafn
Óli Valur-Ísak Óli-Róbert Orri-Bjarki Steinn
Kolbeinn
Kristian Nökkvi-Andri Fannar
Kristall Máni-Brynjólfur-Sævar Atli
5. mín
Óli Valur með fastan bolta fyrir en Kittos í marki Kýpur grípur það vel.
4. mín
Ísak Óli er mættur aftur út á völl sem er ánægjulegt.
Gamla góða vont en það venst.
3. mín
Ísak Óli er staðinn upp en haltrar af velli. Heldur meira um mjöðmina en það er ljóst að hann fann fyrir þessu.
1. mín Gult spjald: Daniil Paroutis (Kýpur U21)

1. mín
Ísak Óli og Daniil Paraoutis skella samann og Ísak Óli steinliggur eftir það!
Skella saman virðist hné í hné.
1. mín
Það eru Íslendingarnir sem byrja þennan leik, Kristian Nökkvi á upphafssparkið.

Eins og röddin myndi segja..
Þetta er okkar staður! Þetta er okkar stund!
ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
Þjóðsöngvar þjóðana óma og það styttist í að flautað verði til leiks!

Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar frá 3-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi en Óli Valur Ómarsson og Sævar Atli Magnússon koma inn fyrir þá Birki Heimisson og Ísak Snæ Þorvaldsson.

Ísland þarf sigur í þessum leik til að eiga möguleika á að komast í umspil en þá þarf liðið einnig að treysta á að Portúgal vinni Grikkland.
Fyrir leik
Allir á völlinn að styðja strákana okkar!

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is og er fólk hvatt til að fjölmenna og hvetja þetta unga og efnilega íslenska lið til dáða. Ísland mætir liði Kýpur á Víkingsvelli.
Miðasöluna má finna hér

Leikurinn er í beinni útsendingu á Viaplay. Á forsíðu Viaplay á Íslandi eru upplýsingar um hvernig fólk horfir á leikina.


Fyrir leik
Hvað þarf að gerast til að eiga möguleika á lokakeppninni?

Alls eru níu riðlar í undankeppninni og fara liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í umspil um hvaða lið fara að lokum í lokakeppnina. Öll liðin í 2. sæti, nema eitt, fara í þetta umspil. Það er þannig að liðið með besta árangurinn í 2. sæti í riðlunum níu fer beint á lokamótið.

Þar sem Grikkland er með tveggja stiga forskot þá þarf að treysta á að Grikkir tapi í sínum lokaleik. Lokaleikur Grikklands fer fram á sama tíma og Ísland mætir Kýpur og eru andstæðingar Grikkja topplið riðilsins, Portúgal. Portúgal er öruggt með toppsætið í riðlinum og þar með sæti á EM. Liðið hefur unnið alla sína leiki nema einn (jafntefli gegn Íslandi) til þessa í keppninni.

Grikkland er með betri árangur innbyrðis gegn Íslandi (sigur og jafntefli) sem þýðir að ef Grikkland fær eitt stig gegn Portúgal mun liðið enda fyrir ofan Ísland í riðlinum. Það er árangur úr innbyrðisviðureignum sem horft er í ef lið enda með jafnmörg stig.


Fyrir leik
Alls hefur Íslenska liðið skorað 20 mörk í undankeppninni og hafa mörkin dreifst svona:

Kristian Nökkvi Hlynsson - 5 Mörk
Brynjólfur Andersen Willumsson - 4 Mörk
Ísak Snær Þorvaldsson - 2 Mörk
Kristall Máni Ingason - 2 Mörk
Hákon Arnar Haraldsson - 2 Mörk
Atli Barkarson - 2 Mörk
Ágúst Eðvald Hlynsson - 1 Mark
Kolbeinn Þórðarson - 1 Mark
Viktor Örlygur Andrason - 1 Mark


Fyrir leik
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur komið inn í U21 árs landsliðið með gríðarlegur krafti.

Það er hægt að segja að Kristian sé að spila upp fyrir sig því hann er fæddur árið 2004 og því bara 18 ára gamall.

Þessi gífurlega efnilegi miðjumaður er búinn að spila átta af níu leikjum fyrir U21 liðið í undankeppninni og hefur skorað í þeim fimm mörk. Hann er þá búinn að leggja upp fimm mörk ofan á það.


Fyrir leik
Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.

Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."

Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."

Ísak Snær: Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir


Fyrir leik
Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt


Fyrir leik
Umspilsæti í boði!
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Kýpur í lokaleik riðilsins í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvelli í kvöld.

Liðið er sem stendur í 3. sæti riðilsins með 15 stig, tveimur stigum á eftir Grikklandi.

Grikkland mætir Portúgal á sama tíma og Ísland leikur við Kýpur en Portúgal er í efsta sæti riðilsins með 25 stig og búið að tryggja sig inn á EM.

Ef Grikkland tapar og Ísland vinnur þá fer íslenska liðið í umspil.



Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Íslands og Kýpur í undankeppni EM U21 árs.


Byrjunarlið:
1. Stefanos Kittos (m) ('78)
2. Konstantinos Sergiou
3. Thomas Nikolaou
4. Christos Shelis (f) ('72)
5. Paris Polikarpou ('59)
10. Daniil Paroutis
14. Evagoras Antoniou ('59)
15. Giannis Satsias ('59)
17. Christoforos Frantzis
18. Antreas Karamanolis

Varamenn:
12. Michalis Kyriakou (m) ('78)
6. Giannis Gerolemou
7. Ioannis Costi
9. Andreas Katsantonis
11. Giorgos Naoum ('59)
16. Konstantinos Ilia ('72)
19. Iasonas Pikis
20. Stavros Gavriel ('59)
21. Filippos Eftychides
22. Alexandros Michail ('59)

Liðsstjórn:
Ioannis Okkas (Þ)

Gul spjöld:
Daniil Paroutis ('1)

Rauð spjöld: