Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 10. júní 2022 13:31
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 lið Íslands er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

„Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Árangur U21 landsliðsins er ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir hversu margir í A-landsliðshópnum eru á U21 aldri.

„Ég hef séð það mörgum sinnum að Ísland á alltaf mjög efnilega fótboltamenn. Þeir sem eru í A-landsliðinu líka. Það eru margir leikmenn sem eru að flakka á milli liða."

Ýmsir sérfræðingar hafa kallað eftir því að fleiri leikmenn verði færðir úr A-landsliðinu yfir í U21 landsliðið.

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki endilega. A-landsliðið á fyrsta rétt. Svo bara vinnum við úr því. Ég er ofboðslega ánægður með þann hóp sem ég hef unnið með. Það hafa verið miklar breytingar í öllum gluggum hjá okkur. Við höfum þurft að takast á við það, ég vil bara hrósa leikmönnum að taka því hlutverki sem þeim er rétt og gera það vel. Vonandi klárum við þennan riðil á þeim nótum á morgun."

Í viðtalinu ræðir Davíð einnig um mótherja morgundagsins en hann býst við jöfnum leik annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner