Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 10. júní 2022 13:31
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 lið Íslands er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

„Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Árangur U21 landsliðsins er ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir hversu margir í A-landsliðshópnum eru á U21 aldri.

„Ég hef séð það mörgum sinnum að Ísland á alltaf mjög efnilega fótboltamenn. Þeir sem eru í A-landsliðinu líka. Það eru margir leikmenn sem eru að flakka á milli liða."

Ýmsir sérfræðingar hafa kallað eftir því að fleiri leikmenn verði færðir úr A-landsliðinu yfir í U21 landsliðið.

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki endilega. A-landsliðið á fyrsta rétt. Svo bara vinnum við úr því. Ég er ofboðslega ánægður með þann hóp sem ég hef unnið með. Það hafa verið miklar breytingar í öllum gluggum hjá okkur. Við höfum þurft að takast á við það, ég vil bara hrósa leikmönnum að taka því hlutverki sem þeim er rétt og gera það vel. Vonandi klárum við þennan riðil á þeim nótum á morgun."

Í viðtalinu ræðir Davíð einnig um mótherja morgundagsins en hann býst við jöfnum leik annað kvöld.
Athugasemdir