Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   fös 10. júní 2022 13:31
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 lið Íslands er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

„Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Árangur U21 landsliðsins er ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir hversu margir í A-landsliðshópnum eru á U21 aldri.

„Ég hef séð það mörgum sinnum að Ísland á alltaf mjög efnilega fótboltamenn. Þeir sem eru í A-landsliðinu líka. Það eru margir leikmenn sem eru að flakka á milli liða."

Ýmsir sérfræðingar hafa kallað eftir því að fleiri leikmenn verði færðir úr A-landsliðinu yfir í U21 landsliðið.

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki endilega. A-landsliðið á fyrsta rétt. Svo bara vinnum við úr því. Ég er ofboðslega ánægður með þann hóp sem ég hef unnið með. Það hafa verið miklar breytingar í öllum gluggum hjá okkur. Við höfum þurft að takast á við það, ég vil bara hrósa leikmönnum að taka því hlutverki sem þeim er rétt og gera það vel. Vonandi klárum við þennan riðil á þeim nótum á morgun."

Í viðtalinu ræðir Davíð einnig um mótherja morgundagsins en hann býst við jöfnum leik annað kvöld.
Athugasemdir
banner