Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   fös 10. júní 2022 13:31
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Hrósa leikmönnum fyrir að taka því hlutverki sem þeim er rétt
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 lið Íslands er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er frábær staða, gæti verið betri ef við þyrftum ekki að treysta á Portúgalana. En frábær staða fyrir okkur og mikið undir í þessum leik. Við ætlum að elska þetta móment sem við höfum unnið okkur fyrir. Við vinnum nú hörðum höndum að því að vera klárir á morgun," segir Davíð Snorri.

„Það er mikil orka, menn eru spenntir og það er fiðringur í maganum á mönnum. Allir vilja nýta þetta móment til að verða betri. Við ætlum að mæta og sækja þetta."

Árangur U21 landsliðsins er ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir hversu margir í A-landsliðshópnum eru á U21 aldri.

„Ég hef séð það mörgum sinnum að Ísland á alltaf mjög efnilega fótboltamenn. Þeir sem eru í A-landsliðinu líka. Það eru margir leikmenn sem eru að flakka á milli liða."

Ýmsir sérfræðingar hafa kallað eftir því að fleiri leikmenn verði færðir úr A-landsliðinu yfir í U21 landsliðið.

„Það er eitthvað sem við stjórnum ekki endilega. A-landsliðið á fyrsta rétt. Svo bara vinnum við úr því. Ég er ofboðslega ánægður með þann hóp sem ég hef unnið með. Það hafa verið miklar breytingar í öllum gluggum hjá okkur. Við höfum þurft að takast á við það, ég vil bara hrósa leikmönnum að taka því hlutverki sem þeim er rétt og gera það vel. Vonandi klárum við þennan riðil á þeim nótum á morgun."

Í viðtalinu ræðir Davíð einnig um mótherja morgundagsins en hann býst við jöfnum leik annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner