
Ísak Snær Þorvaldsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kýpur á morgun.
Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.
Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.
„Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.
Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. „Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."
„Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."
Ísak kallar eftir góðri stemningu í stúkunni á morgun og biðlar til tveggja ungra drengja - sem voru hressir á leiknum gegn Hvíta-Rússlandi - að mæta aftur.
„Það var góð stemning í síðasta leik. Litlu tveir strákarnir voru geggjaðir. Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir - þeir stjórnuðu stúkunni og voru eins og alvöru 'hooligans'."
Allt viðtalið er hér að ofan.
Menn leiksins í dag, geggjaðir! pic.twitter.com/jAsEftsAtG
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) June 8, 2022
Athugasemdir