Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 10. júní 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær: Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir
Icelandair
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kýpur á morgun.

Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.

Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. „Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."

„Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."

Ísak kallar eftir góðri stemningu í stúkunni á morgun og biðlar til tveggja ungra drengja - sem voru hressir á leiknum gegn Hvíta-Rússlandi - að mæta aftur.

„Það var góð stemning í síðasta leik. Litlu tveir strákarnir voru geggjaðir. Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir - þeir stjórnuðu stúkunni og voru eins og alvöru 'hooligans'."

Allt viðtalið er hér að ofan.


Athugasemdir
banner