Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   fös 10. júní 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær: Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir
Icelandair
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kýpur á morgun.

Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.

Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. „Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."

„Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."

Ísak kallar eftir góðri stemningu í stúkunni á morgun og biðlar til tveggja ungra drengja - sem voru hressir á leiknum gegn Hvíta-Rússlandi - að mæta aftur.

„Það var góð stemning í síðasta leik. Litlu tveir strákarnir voru geggjaðir. Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir - þeir stjórnuðu stúkunni og voru eins og alvöru 'hooligans'."

Allt viðtalið er hér að ofan.


Athugasemdir
banner