Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 10. júní 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær: Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir
Icelandair
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kýpur á morgun.

Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.

Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. „Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."

„Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."

Ísak kallar eftir góðri stemningu í stúkunni á morgun og biðlar til tveggja ungra drengja - sem voru hressir á leiknum gegn Hvíta-Rússlandi - að mæta aftur.

„Það var góð stemning í síðasta leik. Litlu tveir strákarnir voru geggjaðir. Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir - þeir stjórnuðu stúkunni og voru eins og alvöru 'hooligans'."

Allt viðtalið er hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner