Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   fös 10. júní 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ísak Snær: Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir
Icelandair
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Ísak Snær á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kýpur á morgun.

Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.

„Þetta er stór leikur og maður vill fá sem flesta svo það verði sturluð stemning hérna. Ég býst við að allir leikmennirnir vilji spila þennan leik og ég er einn af þeim. Að sjálfsögðu vil ég spila," sagði Ísak.

Ísak segir að verkefnið sé búið að vera skemmtilegt. „Liðsheildin, góð, leikirnir flottir og ég er spenntur að klára þetta með stæl."

„Við verðum bara að stjórna því sem við getum stjórnað og hitt er í höndum Portúgal. Það er bara eins og það er. Við pælum bara í okkar leik... við gefum okkur alla í hann."

Ísak kallar eftir góðri stemningu í stúkunni á morgun og biðlar til tveggja ungra drengja - sem voru hressir á leiknum gegn Hvíta-Rússlandi - að mæta aftur.

„Það var góð stemning í síðasta leik. Litlu tveir strákarnir voru geggjaðir. Ég vil fá að sjá þá aftur, þeir voru geggjaðir - þeir stjórnuðu stúkunni og voru eins og alvöru 'hooligans'."

Allt viðtalið er hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner