Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Selfoss
1
3
Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson '29
Guðmundur Tyrfingsson '55 , víti 1-1
1-2 Aron Elí Sævarsson '80 , víti
1-3 Sævar Atli Hugason '90
05.05.2023  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Fínar aðstæður á vellinum en smá gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Arnór Gauti Ragnarson
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
4. Oskar Wasilewski
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Adrian Sanchez
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('87)
9. Aron Fannar Birgisson ('81)
10. Gary Martin
20. Guðmundur Tyrfingsson (f) ('64)
22. Þorsteinn Aron Antonsson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('87)

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
7. Aron Darri Auðunsson
15. Alexander Clive Vokes ('87)
17. Valdimar Jóhannsson ('64)
19. Gonzalo Zamorano
21. Aron Einarsson ('81)
23. Þór Llorens Þórðarson ('87)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Stefán Logi Magnússon
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Albert Hatilov

Gul spjöld:
Jón Vignir Pétursson ('11)
Oskar Wasilewski ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjar sigur fyrir Aftureldingu í skemmtilegum leik
90. mín
Spyrnan frá Þór er of nálægt Yvegenn sem kýlir í burtu
90. mín
Aron setur boltann í horn
90. mín
Selfoss fær aukaspyrnu við hliðarlínunna
90. mín MARK!
Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Stoðsending: Ásgeir Frank Ásgeirsson
Afturelding skorar! Skot úr aukaspyrnunni í varnarmann og eftir smá klafs hælar Ásgeir boltann fyrir Sævar sem klárar framhjá Stefáni
90. mín Gult spjald: Oskar Wasilewski (Selfoss)
Aukaspyrna á góðum stað fyrir Aftureldingu
88. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
87. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
87. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
87. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss)
87. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
87. mín
Sævar í skotfæri en setur boltann hátt yfir
84. mín
Stefán að halda Selfoss inn í leiknum Arn+or sleppur einn í gegn á móti Stefáni en Seefán ver meistaralega
81. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
80. mín Mark úr víti!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Aron skorar! Aron setur boltann vinstramegin og Stefán í vitlausuhorni
79. mín
VÍTI AFTURELDING!!! Hrafn tekinn niður í teignum og ekki hægt að sjá hver sökudólgurinn er
77. mín
Gary nálægt því! Gary kominn einn á einn á Georg og kemur sér hálfpartinn framhjá honum og nær góðu skoti en Yevgen ver.

Þvílíkar mínútur sem við erum að fá
76. mín
Adrian á skalla beint á Yevgen og strax hinu megin ver Stefán vel
75. mín
Afturelding í góður færi Eftir góðan sprett upp kantinn kemur sending með fram jörðinni sem ratar being á Arnór sem á þrumuskot beint í varnarmann Selfoss
74. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
74. mín
Inn:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding) Út:Ásgeir Marteinsson (Afturelding)
73. mín Gult spjald: Magnús Már Einarsson (Afturelding)
Magnús alls ekki sáttur við dómgæsluna
73. mín
Afturelding biður um víti en fá ekkert
71. mín
Jón setur boltann aðeins of utarlega í teiginn og Þorsteinn nær ekki til hans
69. mín
Selfoss fær auka á góðum stað
67. mín
Selfoss nær að hreinsa
67. mín
Aftureling fær horn
64. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
63. mín
Selfoss hreinsar
63. mín
Skalli frá Selfossi rétt yfir og Afturelding fær annað horn
62. mín
Oskar með flotta tæklingu og boltinn í horn
61. mín
Horn hjá Aftueldingu er skallað út í teiginn og á Oliver sem tekur hann í fyrsta en skotið yfir
59. mín
Aron fær boltann eftir hreinsun Þorsteins og skýtur en það er yfir
58. mín
Afturelding fær horn
55. mín Gult spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
Er útaf en gult fyrir að rífa kjaft
55. mín Mark úr víti!
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Gummi skorar Gummi setur boltann aðeins til vinstri en Yevgen er farinn til hægri
54. mín
VÍTI!!! Breki vinnur víti fyrir Selfoss!!!

Lítið hægt að sjá hvað gerist fyrir öllum varamönnum Aftureldingar sem standa fyrir
50. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (Afturelding) Út:Rasmus Christiansen (Afturelding)
50. mín
Smá klafs inní teig Afturledingu en ekkert færi
47. mín
FÆRI! Aron í góðu færi en góð tækling kemur í veg fyrir mark
45. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Aðalbjörn flautar til hálfleiks
45. mín
Skot frá Bjarti yfir og framhjá
41. mín
Ingvi á fyrirgjöf inn á Gary en skallinn beint í hendur Yevgen
38. mín
Aron Fannar hreinsar
38. mín
Afturelding fær horn
37. mín
Gary í góðu færi en er en og aftur fyrir innan vörn Afturledingu
37. mín
Stefán grípur
36. mín
Arnór á góðan sprett en er ekki heppnari en bara horn
35. mín
Horn hinumegin
34. mín
Leikurinn aðeins róast eftir markið
29. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Stoðsending: Bjartur Bjarmi Barkarson
MARRRKKKK!!! Bjartur fær boltann á miðjum velli og labbar framhjá Oskari og lyftir boltanum á Arnór sem setur boltannn yfir Stefán í fyrsta.
28. mín
Selfoss í góðu færi en Gary rangstæður
27. mín
Spyrnan á fjær en enginn mættur þar
26. mín
Selfoss annað horn hinu megin
26. mín
Selfoss fær hornspyrnu
22. mín
Aukaspyrna sem Selfoss fær á miðjum velli er vel framfærð en skalli Þorsteins er yfir og hefði ekki talið þar sem hann var rangur
20. mín
Dauðafæri!!! Reynir kemur með innkast frá sínum eigin vallarhelming og fer yfir alla vörn Aftureldingar og beint í hlaup Arons Fannars en Yevgen ver frábærlega og bjargar Aftureldingu frá því að lenda undir
16. mín
Færi Afturelding tengir nokkrar sendingar saman og kemst í gott færi en Selfyssingar verjast vel og koma boltanum í burtu eftir slæmt úthlaup hjá Stefáni
13. mín
Aðstæður í dag svipaðar og á kvenna leiknum í gær, ekki mjög góðar til að skrifa.
11. mín Gult spjald: Jón Vignir Pétursson (Selfoss)
Gult á Jón
10. mín
Spyrnan frá Ásgeiri á nær en skalli Arons framhjá
9. mín
Oskar skallar boltann í horn eftir fyrirgjöf
7. mín
Eftir nokkrar hriensar hjá Aftureldingu endar boltinn í höndum Yevgen eftir fyrirgjöf frá Gumma T
7. mín
Selfoss fær annað horn
5. mín
Boltinn í markspyrnu eftir lélegan skalla frá Gary
4. mín
Selfoss fær horn eftir langt innkast frá Oskari
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Selfoss byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin að ganga inná völlinn
Fyrir leik
Það er að styttast í þetta Liðin farin inn eftir upphitun
Fyrir leik
Í beinni á Youtube
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Fylgist með: Stefán Þór Ágústsson

Ungur og gríðarlega spennandi markvörður sem hefur fengið traustið hjá Selfossi síðustu ár og fer sífellt vaxandi. Það hefur vantað stöðugleika en gæti orðið algjör lykilmaður hjá Selfossi í sumar ef hann helst meiðslalaus, en meiðsli hafa verið að plaga hann í vetur. Lið úr efstu deild hafa verið að fylgjast með honum að undanförnu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rasmus kemur inn með reynslu og karakter

Varnarmaðurinn Rasmus Christiansen ákvað að ganga í raðir Aftureldingar frá Val í Mosfellsbæ.

„Rasmus hefur reynst okkur frábærlega innan sem utan vallar. Hann kemur með mikla reynslu og gríðarlegan karakter og það gefur okkur mikið. Auk hans þá höfum við fengið marga öfluga karaktera inn í hópinn frá síðasta tímabili. Það hefur lyft fagmennskunni hjá okkur ennþá meira upp og mun hjálpa okkur í baráttunni í sumar," segir Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dean Martin, þjálfari Selfyssinga:

Mér finnst tímabilið sem framundan er vera mjög spennandi," segir Dean Martin, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net en liðinu hans er spáð tíunda sæti í Lengjudeildinni í sumar.

„Síðasta tímabil byrjaði mjög vel hjá okkur. Sjálfstraustið var mjög gott í hópnum. Við vorum á toppnum eftir fyrstu níu leikina. Svo lentum við í meiðslum og leikmenn fóru í bann. Við þurftum að fá unga leikmenn í liðið sem voru með litla sem enga reynslu í þessari deild. Það var erfitt en við lærðum af því. Við spiluðum mörgum ungum leikmönnum sem eru núna orðnir reynslunni ríkari. Það mun hjálpa okkur á þessu tímabili."

Gary Martin var fyrirliði Selfoss á síðustu leiktíð en Guðmundur Tyrfingsson verður fyrirliði í ár.

„Við breyttum um fyrirliða. Við erum alltaf að tala um að ungu leikmennirnir þurfi að taka ábyrgð. Þetta er góður tími til að gefa einum af þessum ungu leikmönnum tækifæri til að leiða félagið okkar. Guðmundur er mikilsvirtur innan félagsins, hann leggur mikið á sig og er alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Hann er vel liðinn í klefanum líka."

Lestu viðtalið við Dean Martin í heild sinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar:
„Það er mikil spenna fyrir tímabilinu, bæði hjá strákunum í liðinu og öllum þeim sem standa í kringum liðið," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Fótbolta.net.

„Afturelding hefur náð að festa sig í sessi í Lengjudeildinni undanfarin ár og bæta árangurinn jafnt og þétt. Síðasta tímabil var mjög kaflaskipt. Það gekk illa að ná í stig til að byrja með en um mitt sumar var liðið á mjög miklu flugi og við sýndum að við getum staðist öllum liðum í deildinni snúning."

„Ég býst við gríðarlegra jafnri deild. Nýliðarnir sem eru að koma upp eru öflugri en oft áður og það eru mörg lið sem ætla sér stóra hluti í sumar. Ég reikna með mjög spennandi og skemmtilegri deild í sumar og vonandi verður boðið upp á góðan fótbolta fyrir áhorfendur. Í fyrra var spennan í deildinni lítil undir lok móts en ég er viss um það að hún verði miklu meiri í ár."

Lestu viðtalið við Magnús Má í heild sinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spáin Spáin fyrir Lengjudeildina var opinberuð í útvarpsþætti Fótbolta.net snemma fyrir mót og þar er ÍA spáð titlinum en í umspilssætunum eru Grindavík, Leiknir, Fjölnir og Vestri. Selfossi er spáð 10. sæti rétt fyrir ofan fall sætin en Aftureldingu er spáð 6. sæti og rétt missa af umspilssætunum á eftir Vestri. Ægi og Þrótt eru spáð fallinu þar sem Ægir er í neðsta sæti og Þróttur þar fyrir ofan í 11. sæti.
Fyrir leik
Afturelding Afturelding lenti í 8. sæti á síðasta tímabili með jafnmörg stig og Selfoss en voru ofar með betri markatölu



Smelltu hér til að lesa umfjöllun um Aftureldingarliðið
Fyrir leik
Selfoss Selfoss lenti í 9 sæti á síðasta tímabili en eftir að hafa fengið nokkra leikmenn til sín vonast þeir eftir betra tímabili í ár



Smelltu hér til að lesa umfjöllun um Selfoss
Fyrir leik
Fyrsta umferð Lengjudeild karla! Fyrsta umferð Lengjudeild karla hefst með nokkrum leikjum meðal annars Selfoss-Aftureldingu þar sem verður spilað á gervigrasinu á Selfossi.
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson ('74)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('87)
13. Rasmus Christiansen ('50)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('74)
19. Sævar Atli Hugason
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen ('87)
25. Georg Bjarnason

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('87)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('50)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('74)
26. Hrafn Guðmundsson ('74)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('87)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('55)
Magnús Már Einarsson ('73)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('88)

Rauð spjöld: