Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Breiðablik
4
0
Víkingur R.
Samantha Rose Smith '8 1-0
Samantha Rose Smith '33 2-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '55 3-0
Agla María Albertsdóttir '64 4-0
30.08.2024  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Rigningarlegt og mikill vindur
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 107
Maður leiksins: Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith ('82)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('82)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('63)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('70)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('70)

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('70)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('63)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('70)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('82)
33. Margrét Lea Gísladóttir ('82)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afskaplega sannfærandi sigur hjá Breiðabliki, aftur fara þær létt með Víking.

Frekari umfjöllun væntanleg.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við
88. mín
Það eru 107 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.
87. mín
Inn:Arna Ísold Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
87. mín
Inn:Anika Jóna Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
86. mín
Virkilega flott sókn hjá Blikum endar næstum því með sjálfsmarki frá Gígju Valgerði. En Katla er vel á verði í markinu.
84. mín
Loksins eru gestirnir að fara að gera skiptingar.
83. mín
Katrín og Samantha báðar stórkostlegar í þessum leik.
82. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Samantha Rose Smith (Breiðablik)
82. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
81. mín
DAUÐAFÆRI! Samantha setur boltann á Katrín og hún er í algjöru dauðafæri, en afgreiðslan ekki upp á marga fiska. Setur boltann beint í varnarmann Víkings.
81. mín
Agla María með skot langt utan af velli sem fer yfir markið.
80. mín
Agla María með hættulega aukaspyrnu inn á teiginn og Hrafnhildur Ása nær skotinu en það fer af varnarmanni og fram hjá. Blikar fá sína tólftu hornspyrnu en Víkingar hafa ekki fengið neina til þessa. Segir svolítið mikið um þennan leik.
76. mín
Agla María með frábæra takta og á svo fyrirgjöf, en hún er aðeins of föst fyrir Samönthu sem var að mæta á fjærstöngina.
74. mín
Bergdís komin í fínt færi en skot hennar fer beint í Ástu. Boltinn fellur svo fyrir Bergþóru og hún á ágætis skot, en Telma er mætt og grípur.
73. mín
Þjálfarar eru oft spurðir að því hvort þeir geti tekið eitthvað jákvætt frá tapleikjum. John og Kristó þurfa að grafa ansi djúpt til að finna eitthvað jákvætt úr þessum leik. Bara arfaslakt hjá liðinu í fjórða sæti.
70. mín
Áhugavert! Þróttur var að jafna gegn Val, þannig að Breiðablik er á leið á toppinn eins og staðan er núna.
70. mín
Inn:Jakobína Hjörvarsdóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
70. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
69. mín Gult spjald: Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
69. mín
Shaina fær boltann inn á teignum en Heiða Ragney er að sjálfsögðu mætt til að stöðva hana.
66. mín
Það er eins og leikmenn Víkings séu búnar að missa allan vilja til að gera eitthvað hérna. Lítið hungur í því sem þær eru að gera.
64. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
MARK!!!! Hún er ekki lengi að þessu!

Var búin að vera inn á í svona sjö sekúndur áður en hún skorar. Ekki flókið.

Barbára Sól með flotta fyrirgjöf og Agla María klárar snyrtilega.
63. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Mjög jákvætt fyrir Blika að Agla María sé mætt aftur fyrir lokasprettinn.
59. mín
Vigdís Lilja þræðir Samönthu í gegn, en hún er rangstæð.
57. mín
Ég ætlaði að fara að skrifa að það væri lítið að gerast og mikil stöðubaráttu áður en markið kom, en svo töfra Blikar upp flott mark.
56. mín
Þetta er bara sama sagan og fyrir nokkrum dögum, Breiðablik mun stekari en Víkingar.
55. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
MARK!!! Staðan orðin 3-0!

Katrín gerir vel að vinna baráttuna úti hægra megin, Samantha kemur á ferðinni og tekur boltann með sér, en svo á hún frábæra fyrirgjöf sem Andrea nær að taka niður og kemur hún boltanum í netið.

Virkilega laglegt mark.
49. mín
Barbára Sól keyrir í átt að vörn Víkings. Hún er svo sjálf mætt inn á teiginn til að skalla fyrirgjöf Samönthu að marki en hún nær ekki nægilega miklum krafti í skallann.
48. mín
Shaina reynir að finna Lindu Líf í gegn en Ásta Eir verst þessu vel. Víkingur fær innkast og þær tapa svo boltanum.
47. mín
Kristín Dís með fasta fyrirgjöf en Katla í marki Víkings kemur út og grípur boltann.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við, flautað til hálfleiks.
43. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
Fyrsta spjaldið í þessum leik.
41. mín
Íslenska sumarið... það er alveg ömurlegt veður, rigning og rok.
38. mín
Linda Líf með skot fyrir utan teig en hún nær ekki miklum krafti í það.
37. mín
VARSLA!?? Elín Helena með frábæra skottilraun! Mér sýndist Katla ná að slá boltann yfir á alveg stórkostlegan hátt en dómarinn var ekki á sama máli og dæmir markspyrnu.
34. mín
Víkingar ekki langt frá því að minnka muninn! Bergþóra Sól með skot sem fer í slána og yfir!
33. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
HÚN SKORAR BARA AFTUR! Katrín Ásbjörns með sturlaða sendingu!!!

Katrín með frábæra sendingu út til hægri, reiknar vindinn vel og Samantha sleppur í gegn. Hún á mikið eftir að gera en gerir það bara frábærlega og klárar vel í fjærhornið.

Ekki mikill strúktúr í varnarleik Víkinga þarna.
31. mín
Fanndís Friðriksdóttir var að koma Val yfir gegn Þrótti. Eins og staðan er núna, þá er Valur að fara að halda í toppsætið með einu stigi meira en Breiðablik.
29. mín
Samantha með góða tæklingu og Blikar komnar tvær á tvær í gegn, en Vigdís Lilja er of lengi að ákveða sig og á svo sendingu sem er fyrir aftan Katrínu Ásbjörns.
28. mín
Mjög rólegt þessar síðustu mínútur, lítið að frétta.
22. mín
VARSLA!! Heiða Ragney með frábæra skottilraun fyrir utan teig og þessi bolti virðist bara ætla að syngja í netinu, en Sigurborg Katla ver frábærlega í markinu. Alvöru varsla!
21. mín
Aukaspyrna Víkinga skapar hættu. Boltinn fellur fyrir Bergdísi en hún hittir hann ekki.
20. mín
Hvorki Erna Guðrún né Selma Dögg eru með Víkingum í dag. Það er svo sannarlega mikið högg.
17. mín
Samantha núna með mun betri bolta fyrir og hún finnur Barbáru í teignum. Hún er í mjög góðri stöðu en hittir boltann ekki nægilega vel. Fram hjá markinu.
16. mín
Blikar með hættulegan bolta fyrir sem Sigurborg Katla nær að slá í hornspyrnu.
15. mín
Samantha með hornspyrnu sem vindurinn tekur. Hann fer alla leið í innkast hinum megin.
11. mín
Svona eru Víkingar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
8. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MARK!!! Blikar taka forystuna!!

Eftir markspyrnuna vinna Blikar boltann, Andrea á sendingu í gegn á Samönthu sem skorar og kemur heimakonum yfir.

Vel klárað hjá Samönthu sem hefur farið frábærlega af stað með Breiðabliki.
8. mín
Það er alveg gríðarlega mikill vindur og hann kemur til með að hafa áhrif á leikinn.
7. mín
Kristín Dís í skotfæri eftir hornspyrnu en skotið fer beint í varnarmann. Svo fær Víkingur markspyrnu.
4. mín
Svona eru Blikar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin eru að fara að ganga inn á völlinn og það eru um 50 manns í stúkunni. Afskaplega dapur mæting á Kópavogsvöll enn sem komið er.
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson er aðaldómari og honum til aðstoðar eru Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Magnús Garðarsson. Varadómari er Ásmundur Þór Sveinsson og eftirlitsmaður er Jón Sigurjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkinga er svona: 1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
13. Linda Líf Boama
16. Rachel Diodati
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
26. Bergdís Sveinsdóttir (f)
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks er svona: 12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
Fyrir leik
Staðan 1-1 í sumar Þessi lið mættust síðasta sunnudag og þá vann Breiðablik afskaplega þægilegan 4-0 sigur. Kristín Dís Árnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir gerðu mörk Blika.

Víkingar unnu þó fyrri leikinn á heimavelli, 2-1. Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkings áður en Katrín Ásbjörns minnkaði muninn í uppbótartíma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gylfi Tryggva spáir í spilin Gylfi Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Breiðablik 3 - 0 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Víkingsstelpur voru að sjálfsögðu mættar í Víkina í hádeginu áðan að skála í kampavíni á meðan dregið var í Sambandsdeildina og það mun draga dilk á eftir sér í kvöld. Þær hafa reyndar haft ágætis tök á Blikum síðustu tvö ár en munurinn í þetta sinn er að besti leikmaður á landinu, Samantha Smith, spilar nú í grænu. Ég mun aldrei skilja hvað í andskotanum gerði að verkum að hún spilaði í Lengjudeildinni í ár en ég verð henni ævinlega óþakklátur fyrir það. Nik gerir það eina rétta í stöðunni eftir þrennuna hennar í kvöld og heyrir í vinum sínum í Chelsea og fær aðstoð við að setja upp 8 ára samning sem hann hendir í grillið á henni beint eftir leik. Það kemur henni á kortið hjá Chelsea og hún endar þar á næstu tveimur árum.

Fyrir leik
Leikdagurinn - Katrín Ásbjörnsdóttir Leikdagurinn er þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.

Í þessum þætti fáum við að fylgjast með Katrínu Ásbjörnsdóttir leikmanni Breiðabliks undirbúa sig fyrir leik gegn Víkingi sem fram fór síðastliðinn sunnudag.

Í þættinum fá áhorfendur meðal annars að heyra hvernig Katrín nær að tvinna það að vera í krefjandi vinnu með fótboltanum. Þá fáum við að heyra söguna af því hvernig Katrín og Damir kærastinn hennar kynntust og hvernig þau ná að halda úti heimili með þremur börnum ásamt því að vera í lykilhlutverkum í sínum liðum í Bestu deildinni.

Fyrir leik
Það er þungt yfir á Kópavogsvelli, rigningarlegt og vindur. Svona bara eins og veðrið hefur verið í allt sumar.
Fyrir leik
Staðan? Breiðablik er í öðru sæti á meðan Víkingar sitja í fjórða sætinu fyrir þennan leik.

Staðan fyrir skiptingu
1. Valur - 49 stig
2. Breiðablik - 48 stig
3. Þór/KA - 30 stig
4. Víkingur R. - 29 stig
5. FH - 25 stig
6. Þróttur R. - 23 stig
-------
7. Stjarnan - 21 stig
8. Tindastóll - 13 stig
9. Fylkir - 10 stig
10. Keflavík - 10 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn! Búið er að skipta Bestu deild kvenna í tvennt. Í 1. umferð efri hluta deildarinnar mætast Breiðablik og Víkingur á Kópavogsvelli en hér verður bein textalýsing frá þeim leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
13. Linda Líf Boama
16. Rachel Diodati
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('87)
21. Shaina Faiena Ashouri
26. Bergdís Sveinsdóttir ('87)

Varamenn:
31. Mist Elíasdóttir (m)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
28. Rakel Sigurðardóttir
29. Halla Hrund Ólafsdóttir
33. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir
34. Anika Jóna Jónsdóttir ('87)
35. Arna Ísold Stefánsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Mikael Uni Karlsson Brune
Númi Már Atlason
Lisbeth Borg
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('43)
Emma Steinsen Jónsdóttir ('69)

Rauð spjöld: