Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Mjólkurbikar karla
Kári
LL 3
6
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 2
1
Þróttur R.
KR
2
4
ÍBV
Atli Sigurjónsson '29 1-0
1-1 Oliver Heiðarsson '32
1-2 Hermann Þór Ragnarsson '64
Guðmundur Andri Tryggvason '72 2-2
2-3 Omar Sowe '81
2-4 Oliver Heiðarsson '90
14.05.2025  -  18:00
AVIS völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 10° létt gola en sólin skýn
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('61)
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('82)
16. Matthias Præst
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Atli Sigurjónsson ('61)
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('34)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
10. Guðmundur Andri Tryggvason ('61)
11. Aron Sigurðarson ('61)
14. Alexander Rafn Pálmason ('46)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('34)
18. Óliver Dagur Thorlacius
24. Kristófer Orri Pétursson ('82)
27. Róbert Elís Hlynsson
30. Sigurður Breki Kárason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Til hamingju ÍBV, komnir áfram í 8-liða úrslit bikarsins. Verðskuldaður sigur hjá gestunum.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.

96. mín Gult spjald: Omar Sowe (ÍBV)
Kemur inná án þess að Helgi gefur honum leyfi.
94. mín
Omar haltrar af velli eftir þennan sprett. Spurning hvort hann hafi eitthvað tognað við þetta.

Ekki gott fyrir Eyjamenn.
94. mín
Næstum fimm! Eyjamenn vinna boltann og gefa boltann á Omar sem keyrir upp hálfan völlinn. Hann gefur svo á Oliver sem er kominn í dauðafæri en Halldór ver mjög vel frá honum.
91. mín
Fimm mínútur í uppbót.
90. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Stoðsending: Nökkvi Már Nökkvason
Oliver er að ganga frá þessu!!! Flott pressa hjá Omar Sowe þegar Gyrðir er að reyna að hreinsa frá marki. Nökkvi nær þá að skalla boltann inn í teiginn þar sem Oliver er dauðafrír. Hann fer þá einn gegn markmanni og klárar vel framhjá Halldóri.
88. mín
Inn:Jovan Mitrovic (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
87. mín
KR-ingar ekki að ná að skapa nægilega hættuleg færi þessar síðustu mínútur. Lítið eftir þannig þeir verða að fara drífa í að jafna leikinn.
82. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (KR) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR)
81. mín MARK!
Omar Sowe (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Hann leeeeeeekur inn!!! Eyjamenn vinna boltann og koma honum út til hægri á Oliver. Hann kemur svo með fastan bolta inn í teig á Sowe sem tekur skotið í fyrsta. Halldór er í boltanum og er svo nálægt því að verja þetta. Boltinn hinsvegar lekur inn.

Eru Eyjamenn að henda KR úr bikarnum?
77. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
77. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
72. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Stoðsending: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
KR-ingar jafna!! KR var nýbúið að eiga algjört dauðafæri þar sem Ástbjörn skaut í varnarmann og fengu svo horn. Úr horninu. Þeir tóku hornið stutt og Aron gefur boltann fyrir markið. Mér sýnist það svo vera Gyrðir sem skallar boltann aftur fyrir markið þar sem Guðmundur fær boltann eiginlega bara í sig og hann lekur inn.
70. mín
Flott sókn hjá Eyjamönnum Oliver fær langan bolta til sín. Hann leggur svo boltan til hliðar þar sem Jorgen hleypur bara yfir boltann þannig hann rúllar til Arnórs. Hann tekur skotið en það er ekki nógu gott og framhjá markinu.
69. mín
Lúmskt skot Aron er með boltann vinstra meginn við teiginn en hann lætur bara vaða. Hjörvar er svo í smá vandræðum með boltann en nær á endanum að halda í hann.
68. mín
Við fáum fleiri mörk í þennan leik ég held að það sé alveg víst. KR-ingar eru alltaf með marga menn frammi og Eyjamenn ennþá stórhættulegir þegar þeir sækja hratt.
65. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
65. mín
Inn:Jorgen Pettersen (ÍBV) Út:Birgir Ómar Hlynsson (ÍBV)
64. mín MARK!
Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Omar Sowe
Eyjamenn komast yfir! Sama uppskriftin og hefur gengið vel allan leikinn! Langur bolti fram á Omar Sowe sem á frábæra fyrstu snertingu. Hann kemur svo með enn betri sendingu fyrir markið þar sem Hermann mætir boltanum og klárar þetta vel!

Eyjamenn leiða!
61. mín
Inn:Aron Sigurðarson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
61. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (KR)
Alexander virtist meiðast aftan í læri rétt áðan.
59. mín
Præst með fast skot fyrir utan teig en þessi var alltaf á leiðinni yfir markið.
55. mín
Gestirnir með sendingu inn í teig en Finnur kemur með slakan skalla frá markinu. Boltinn dettur beint fyrir Birgi sem tekur skotið en það fer svo langt framhjá að þetta fór næstum því í innkast.
52. mín
Frábær tækling! Aftur er Omar Sowe sloppinn í gegn eftir langan bolta fram. Hann er kominn í frábært færi þegar hann tekur skotið en Gyrðir rennir sér fyrir skotið. Omar nær svo að standa aftur upp og taka annað skot en hann er aldrei í góðu jafnvægi við það þannig beint á Halldór.
51. mín
Langur bolti fram og Omar Sowe er sloppinn í gegn. Hann er fljótur að taka skotið en þessi fer beint á Halldór.
47. mín
Eiður í færi Matthias Præst geysist upp völlinn en endar á því að missa boltann. Eyjamenn ná ekki lausa boltanum heldur er það Atli. Hann nær ekki að koma boltanum almennilega frá sér og þá missir hann boltann, en aftur er það KR-ingur sem nær til hans. Eiður tekur flottan snúning inn í teig og tekur skotið en framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Ein skipting í hálfleik. Ungstirnið kemur inná fyrir Jóa Bjarna.
46. mín
Inn:Alexander Rafn Pálmason (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
45. mín
Hálfleikur
Bráðskemmtilegum fyrri hálfleik lokið hér í Laugardalnum. KR-ingar verið meira með boltann og skapað fleiri færi, en Eyjamenn hafa verið stórhættulegir þegar þeir sækja hratt.

Ég myndi segja nokkuð sanngjarnt að það sé jafnt í hálfleik, og ég held að þetta verður æsispennandi fram að lokamínútu. Mögulega framlenging?
45. mín
+5
Flott sending inn í teig hjá Eyjamönnum og þar er Sigurður Arnar mættur. Hann tekur skallann en nokkuð vel framhjá markinu.
45. mín
+3
KR fær hornspyrnu og boltinn fær að skoppa svolítið inn í teig án þess að nokkur nær til hans. Ástbjörn nær á endanum að taka skotið, fast, en framhjá.
45. mín
+7 Það verða að minnsta kosti sjö mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Dauðafæri!! Flottur bolti inn fyrir og Oliver er einfaldlea miklu fljótari en varnarmenn KR. Hann er þá sloppinn í gegn, einn gegn markmanni. Halldór gerir hinsvegar frábærlega, kemur vel út á móti og ver skotið frá honum.
41. mín
Bjarki kominn með nóg af umbúðum um hausinn og búið að þrífa allt blóð. Þetta tók rúmlega fjórar mínútur, en góðu fréttirnar eru að það virðist í lagi með Bjarka og hann heldur áfram leik.
37. mín
Svaka skurður á hausnum. Bjarki Björn liggur nú í grasinu og þarf aðhlynningu. Hann heldur um hausinn og er alblóðugur. Finnur Tómas og hann voru í skallaeinvígi og Finnur virðist hafa misst af boltanum og farið bara beint í hausinn á Bjarka.
34. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
Aron meiddist eitthvað í markinu. Hann var þar í baráttunni við Þorlák.
32. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Stoðsending: Þorlákur Breki Þ. Baxter
Gestirnir jafna! Þorlákur keyrir upp völlinn með menn í sér en hann gerir þetta af miklu harðfylgi. Hann finnur svo Oliver hægra megin í teignum sem á alveg frábært skot upp í nærhornið. 1-1!
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Sláin! Atli reynir skotið fyrir utan teig. Fast skot sem Hjörvar nær rétt svo að ýta boltanum upp í slánna!
29. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Aron Þórður Albertsson
Frábærlega klárað KR-ingar spila mjög hratt upp völlinn og Aron kemur með frábæran bolta bakvið vinstri bakvörð Eyjamanna. Atli er þá kominn einn gegn markmanni og hann klárar snyrtilega framhjá honum!
25. mín
Skot frá miðju Oliver með boltann á miðjum vellinum og sér að Halldór stendur frekar ofarlega. Hann reynir bara skotið en þessi fer rosalega langt framhjá.
24. mín
Vel varið! Matthias Præst kemur með frábæran bolta inn í teig á Atla sem er kominn í dauðafæri. Það er mögulega svolítið þröngt en hann reynir að skjóta upp í nærhornið, en Hjörvar sér við honum.
20. mín
Svaaakalega klaufalegt Frábær bolti inn fyrir vörn KR og Omar Sowe er sloppinn einn gegn markmanni. Hann fer hinsvegar hrikalega með þetta færi og dettur bara um sjálfan sig!

Hann var líkast til rangstæður líka, en flaggið fór ekki á loft.
19. mín
Aron með góðan bolta inn í teig og Jóhannes nær skallanum, en þessi var alltaf á leiðinni framhjá markinu.
14. mín
KR-ingar með skot sem fer í varnarmann en lausi boltinn skoppar mjög þægilega fyrir Aron sem lúrir fyrir utan teiginn. Hann tekur skotið í fyrsta, fast en framhjá markinu.
12. mín
Bjarki í færi Þá vinna Eyjamenn boltann ofarlega á vellinum og ná að koma honum á Bjarka inn í teig. Hann tekur lúmskt skot en það rennur rétt framhjá markinu!
12. mín
Langur bolti fram á Omar Sowe sem sér að Halldór er kominn töluvert út úr marki sínu. Hann reynir að lyfta boltanum yfir Halldór en þessi fer alltof hátt og yfir markið.
10. mín
Gestirnir fá hornspyrnu eftir að Omar Sowe var kominn í ágætt pláss inn í teig. Hann tók skotið en það fór í varnarmann og afturfyrir.

Það kemur svo ekkert úr þessari hornspyrnu.
8. mín
Aftur vinna KR-ingar boltann á vallarhelmingi ÍBV og Jóhannes keyrir í átt að marki, tekur svo skotið en Hjörvar ver frá honum.
7. mín
Þeir taka spyrnuna stutt og Jóhannes gefur svo boltann fyrir, flottur bolti en er bara einhverja örfáa sentimetra of hár fyrir Eið.
6. mín
Gabríel vinnu boltann mjög ofarlega á vellinum af miklu harðfylgi. Hann fer svo bara sjálfur inn í teig og lætur vaða úr þröngu færi en Hjörvar ver í hornspyrnu.
5. mín
Uppstilling KR 4-3-3
Halldór (markmaður)
Ástbjörn - Hjalti - Finnur - Gabríel
Jóhannes - Aron - Alexander
Atli - Eiður - Præst

Uppstilling ÍBV 4-2-3-1
Hjörvar (markmaður)
Birgir - Sigurður - Mattias - Felix
Þorlákur - Tomic
Oliver - Bjarki - Hermann
Sowe
4. mín
Rétt yfir! Laus bolti rétt fyrir utan vítateig Eyjamanna og Præst hleypur á boltann og lætur vaða. Boltinn svífur rétt yfir slánna en fínt skot.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi flautar og við erum farin af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR gerir þrjár breytingar frá því að þessi lið mættust um helgina og KR vann 4-1. Júlíus Mar Júlíusson og Luke Rae eru frá vegna meiðsla og Alexander Rafn Pálmason fær sér sæti á bekknum. Inn fyrir þá koma Alexander Helgi Sigurðarson, Ástbjörn Þórðarson og Atli Sigurjónsson.

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV gerir fjórar breytingar á sínu liði. Hjörvar Daði Arnarsson, Mattias Edeland, Birgir Ómar Hlynsson og Hermann Þór Ragnarsson. Marcel Zapytowski og Arnór Ingi Kristinsson fá sér sæti á bekknum en Alex Freyr Hilmarsson og Vicente Valor eru ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bikar Baddi spáir Baldvin Már Borgarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í bikarnum og hann spáir í leikina.

KR 3 - 4 ÍBV
Eyjamenn mæta og hefna fyrir deildartapið um helgina, KR skorar sín klassísku 3+ mörk en Omar Sowe nýtir sér 30 metrana milli varnarlínu KR og Halldórs Snæs markmanns og klárar þennan leik fyrir Eyjamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Varadómari er Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust um helgina Það eru aðeins fjórir dagar síðan liðin mættust á sama velli og verður spilað á í kvöld. KR vann leikinn 4-1 en leikurinn var nokkuð jafn í hálfeik þar sem staðan var 2-1. KR skoraði svo tvö mörk seint í leiknum þannig niðurstaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir KR, Alexander Rafn Pálmason og Ástbjörn Þórðarson skoruðu hin tvö. Sigurður Arnar Magnússon skoraði mark Eyjamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Deildin KR-ingar hafa verið skemmtikraftar deildarinnar hingað til en stigalega hafa þeir náð að safna sér 10 stigum úr fyrstu 6 leikjunum. Markatala þeirra eru 19 mörk skoruð og 11 mörk fengin á sig, sem gerir slétt fimm mörk skoruð í leik hjá liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur náð í sjö stig í fyrstu sex leikjunum en þeir hafa fengið á sig jafn mörg mörk og KR hingað til eða 11 talsins. Hinsvegar hefur markaskorunin ekki varið jafn góð þar sem þeir hafa skorað sjö mörk. ÍBV eru búnir að tapa síðustu tveimur leikjum, og vonast til að bikarinn getur komið þeim aftur á sigurbrautina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leiðin KR vann mjög öruggan 11-0 sigur gegn KÁ í 32-liða úrslitum bikarsins. Þar gerði hinn kornungi Alexander Rafn Pálmason þrennu, en síðan þá sló hann met í að verða sá yngsti til þess að skora mark í efstu deild.
ÍBV sló út stórlið Víkings, sannfærandi 3-0 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingar hafa verið frábærir í bikarnum síðustu ár, þar sem þeir töpuðu í úrslitum í fyrra, en fyrir það höfðu þeir unnið bikarinn fjórum sinnum í röð.

Omar Sowe skoraði tvívegis í leiknum gegn Víking og Alex Freyr Hilmarsson skoraði hitt markið. Gríðarlega sterkur sigur hjá Eyjamönnum og spurning hvort þeir geta haldið áfram að henda út stórliðunum.
Mynd: ÍBV
Fyrir leik
16-liða úrslitin! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Leikurinn verður spilaður á Avis vellinum og hefst klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('88)
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson ('65)
21. Birgir Ómar Hlynsson ('65)
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('77)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('77)
67. Omar Sowe
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Marcel Zapytowski (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('77)
7. Jorgen Pettersen ('65)
10. Sverrir Páll Hjaltested
11. Víðir Þorvarðarson ('77)
19. Jovan Mitrovic ('88)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('65)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Jón Ingason
Elías J Friðriksson
Arnar Gauti Grettisson
Elías Árni Jónsson
Kristian Barbuscak

Gul spjöld:
Omar Sowe ('96)

Rauð spjöld: