Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar
Náði báðum markmiðum sínum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Rafn Pálmason, 15 ára gamall leikmaður KR, er í byrjunarliði liðsins gegn ÍBV en leikurinn er í fullum gangi á AVIS vellinum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Hann er sá yngsti til að byrja í efstu deild og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins.

Hann er yngsti markaskorari í sögu efstu deildar en hann sló met Eiðs Smára Guðjohnsen, um rúmlega 200 daga, sem skoraði sitt fyrsta mark árið 1994. Hann varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild þegar hann þreytti frumraun sína síðasta sumar.

Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að það væri markmið hjá honum að byrja og skora í Bestu deildinini. Stórkostleg frumraun hjá honum í byrjunarliðinu.

„KR-ingar voru að pressa mikið að marki ÍBV og Alexander fær boltann inn í teignum, tekur eina snertingu og lætur svo vaða beint á markið. Djöfulsins draumabyrjun hjá þessum dreng!" Skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í textalýsingu Fótbolta.net.
Athugasemdir