„Tilfinningin er mjög góð. Mjög glaður með þennan leik og með mig sjálfan,'' sagði Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 4-1 sigur gegn ÍBV í 6. umferð bestu deild karla.
Lestu um leikinn: KR 4 - 1 ÍBV
Alexander skrifaði blað í sögunni með því að vera sá yngsti sem hefur byrjað leik í efstu deild og sá yngsti sem hefur skorað mark í efstu deild (15 ára og 33 daga gamall). Þar með sló hann met Eiðs Smára.
Bjóstu við því að byrja leikinn í dag?
„Nei eiginlega ekki en maður veit aldrei hvað Óskar gerir. Þetta var mjög gaman. Ég var í skýjunum, ég fór beint heim og hringdi í alla og lét þau vita.''
„Í markinu datt boltinn bara fyrir mig og ég sá bara þetta horn. Þetta var geðveikt, ég er ekkert eðlilega glaður með þetta. Markmiðið er að fá enn fleiri mínútur og berjast fyrir mínu.'
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.