Leik lokið!
Danska stórveldið niðurlægt!
Víkingar vinna stórsigur á Bröndby hér á Víkingsvelli. Einn fræknasti Evrópusigur Íslandssögunnar staðreynd.
94. mín
Pálmi Rafn búinn að vera frábær í dag, étur enn einn bolta.
92. mín
Bröndby þjarmar að Víkingum þessa stundina, en stórsókn þeirra lýkur með skoti Jacob Ambæk sem endar í Kærleiksskóginum.
91. mín
Pálmi Rafn!
Nicolai Vallys með þrumuskot úr teignum en Pálmi Rafn ver meistaralega!
90. mín
Fimm mínútum bætt við!
88. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.)
Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
88. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.)
Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
88. mín
Gestirnir fá hornspyrnu, en Tarik skallar frá!
84. mín
Gult spjald: Marko Divkovic (Bröndby)
84. mín
Stuðningsmenn Bröndby vægast sagt ósáttir
83. mín
Inn:Jacob Ambæk (Bröndby)
Út:Clement Bischoff (Bröndby)
82. mín
MARK!Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
VÍKINGAR ERU AÐ VALTA YFIR BRÖNDBY!
Víkingar keyra upp í skyndisókn, Erlingur Agnarsson kemur boltanum fyrir á Viktor sem leggur boltann fyrir sig og setur hann snyrtilega í netið!
Staðan 3-0, eins ótrúlega og það kann að hljóma.
79. mín
Þeir dönsku með skalla af stuttu færi en Pálmi Rafn ver örugglega.
79. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
78. mín
Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Stöðvar skyndisókn.
77. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Gylfi smellir boltanum á Ekroth sem nær ekki að koma boltanum á markið.
75. mín
Valdimar í færi!
Óskar Borgþórs sker boltann út í teiginn á Valdimar sem tekur skotið sem hafnar í varnarmanni.
73. mín
Inn:Benjamin Tahirovic (Bröndby)
Út:Oliver Villadsen (Bröndby)
73. mín
Inn:Jordi Vanlerberghe (Bröndby)
Út:Luis Binks (Bröndby)
72. mín
Gestirnir fá hornspyrnu, boltinn dettur fyrir Divkovic sem á skot í varnarmann.
70. mín
Ekroth í góðu færi
Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum velli, boltinn beint á Ekroth sem tekur viðstöðulaust skot sem fer rétt framhjá marki gestanna.
68. mín
Þeir dönsku í stúkunni láta það ekki stöðva sig að vera tveimur mörkum undir, syngja tralla og sprengja konfettísprengjur.
68. mín
Daninn vægast sagt ósáttur
67. mín
Inn:Marko Divkovic (Bröndby)
Út:Mats Köhlert (Bröndby)
66. mín
Gult spjald: Noah Nartey (Bröndby)
Fyrsta gula spjald kvöldsins.
63. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Nikolaj Hansen búinn að vera magnaður í dag.
62. mín
GYLFI MEÐ SKOT Í STÖNGINA
Gylfi fær boltann við vítateig, nær að leggja boltann fyrir sig og krullar boltanum í stöngina!
Þarna munaði engu enda Gylfi gert þetta nokkrum sinnum áður.
60. mín
Pálmi sestur niður
Pálmi Rafn, markvörður Víkings, er sestur niður og þarfnast aðhlynningar. Sýnist þetta vera aftanvert lærið.
59. mín
Varamaðurinn Filip Bundgaard með góðan sprett og fer í skotið, en Pálmi ver örugglega í marki Víkings.
56. mín
Luis Binks með skot af löngu færi sem fer hátt yfir mark Víkings.
54. mín
Myndaveisla

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
50. mín
Bundgaard með góðan skalla í teig Víkinga, en Pálmi Rafn ver vel!
47. mín
MARK!Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
VÍKINGAR TVÖFALDA FORYSTUNA!
Gylfi með frábæra hornspyrnu á nærsvæðið beint á Ekroth sem stangar boltann í nærhornið og boltinn syngur í netinu. Víkingur leiðir 2-0 gegn danska stórveldinu Bröndby.
Dönsku gestirnir eiga erfitt með að verjast góðu hornspyrnum Gylfa, hvað þá gegn stóru Víkingunum inn í teignum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
46. mín
GESTIRNIR BJARGA Á LÍNU
Valdimar Þór með frábæra sendingu í gegn á Helga, sem finnur Nikolaj Hansen í teignum. Hansen skallar boltann í jörðina en þeir dönsku bjarga á síðustu stundu.
46. mín
Seinni hálfleikur
Gylfi Þór sparkar þessu af stað.
46. mín
Inn:Filip Bundgaard (Bröndby)
Út:Kotaro Uchino (Bröndby)
Uchino, framherji Bröndby fer af velli.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik gegn Bröndby!
+2
Magnaður fyrri hálfleikur Víkings að baki, héldu vel í boltann framan af og skoruðu frábært mark. Gestirnir þó nálægt því að skora er Nikolaj Hansen bjargaði á línu. Gestirnir labba súrir inn til búningsklefanna í hálfleik.
45. mín
+1
Gestirnir fá hornspyrnu en Hansen skallar frá.
44. mín
MARK!Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
EVRÓPU-HANSEN BRÝTUR ÍSINN!
Gylfi Þór tekur hornspyrnu á nærsvæðið, Nikolaj umkringdur Dönum, en nær einhvernveginn að koma boltanum í slánna og þaðan í netið!
Hann skorar með bakið í markið, nær að setja hnakkann í þetta. Jahérna hér, þetta er ótrúlegt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
43. mín
Gylfi tekur spyrnuna, en boltinn í varnarvegginn og aftur fyrir endalínu, Víkingar fá hornspyrnu.
42. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í skotfæri, jæja Gylfi!
39. mín
Kotaro Uchino með skalla sem fer langt framhjá marki Víkings.
37. mín
Aftur er boltavesen hér í Víkinni, nú er verið að skipta í þriðja sinn um bolta.
34. mín
Frábært uppspil Víkinga, Erlingur Agnars fær boltann utarlega í teignum og á fyrirgjöf sem hittir ekki á samherja.
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á
Dominos.is
33. mín
Víkingar ógna!
Gylfi með frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Nikolaj Hansen sem stangar boltann rétt yfir mark gestanna. Víkingar ekki fjarri því að komast yfir þarna.
26. mín
VÍKINGAR BJARGA Á LÍNU
Boltinn úr aukaspyrnunni kemur á fjærsvæðið, Danirnir ná skalla að marki sem Pálmi ver en fer í leikmann Bröndby. Boltinn á leiðinni í netið, en Nikolaj Hansen bjargar meistaralega á línu.
25. mín
Bröndby fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
23. mín
Þeir dönsku sækja í sig veðrið.
22. mín
Gestirnir fá sína fyrstu hornspyrnu, en auðvitað skallar Nikolaj Hansen frá.
20. mín
Víkingar hættulegri þessa stundina, gestirnir lítið sem ekkert ógnað.
19. mín
NIKO HANSEN!
Helgi Guðjóns kemur sér við endalínu, sker boltann út á Nikolaj Hansen sem setur boltanum rétt framhjá marki Bröndby. Þarna munaði litlu!
14. mín
Boltaskipting
Dómari leiksins stöðvar leikinn og skiptir um bolta, Tyrkinn á flautunni lætur ekkert framhjá sér fara.
13. mín
Víkingur fær hornspyrnu eftir gott uppspil. Gylfi tekur spyrnuna, en Bröndby-menn koma boltanum frá eftir smá limbó í teignum.
10. mín
Helgi Guðjóns tekur langt innkast, en Luis Binks skallar frá. Fyrstu tíu mínútur leiksins lofa góðu fyrir Víkinga, óhræddir við að halda í boltann.
5. mín
Góð byrjun Víkinga sem halda mun betur í boltann.
3. mín
Víkingar byrja á því að pressa stíft á gestina, áhugavert!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Þeir dönsku hefja leik!
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, heyrist vel í stuðningsmönnum og þá aðallega í þeim dönsku, nú styttist í þessa veislu!
Fyrir leik
Bröndby eru með frábært lið og ættu að taka Víkinga ef allt er eðlilegt, -1 á Bröndby á Epic er 2,06
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi
Sölvi Geir Ottesen gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 2-2 jafntefli gegn FH á sunnudag.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Erlingur Agnarsson, Daníel Hafsteinsson og Róbert Orri Þorkelsson. Úr byrjunarliði Víkinga víkja þeir Óskar Borgþórsson, Sveinn Gísli Þorkelsson og Viktor Örlygur Andrason.
Stígur Diljan Þórðarson sem hefur glímt við meiðsli síðustu misseri snýr aftur í leikmannahóp Víkings og er á bekknum í dag.
Fyrir leik
Um 200 stuðningsmenn Bröndby mættir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leiðin verður varla erfiðari
Það er ljóst að sigurvegarinn úr einvígi Víkings og Bröndby mætir franska liðinu Strasbourg. Dregið var í umspil forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í upphafi viku.
Strasbourg hafnaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og er með marga spennandi leikmenn í sínum röðum.
Strasbourg hefur styrkt sig verulega síðan BlueCo, eigendur Chelsea, keyptu það fyrir tveimur árum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góð tíðindi fyrir Víkinga
Víkingur R. greindi frá því á þriðjudag að lykilleikmaður liðsins, Nikolaj Hansen hafði framlengt samning sinn við liðið. Samningur sóknarmannsins stæðilega var að renna út eftir tímabilið og voru önnur félög farin að sýna honum áhuga.
Nikolaj, sem er 32 ára og hefur spilað með Víkingi frá árinu 2017 og varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur ásamt því fjórum sinnum lyft Mjólkurbikarnum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Má kalla þetta krísu?
Víkingar hafa ekki fagnað miklu á síðustu vikum, en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fimm. En var það heimaleikur gegn albanska liðinu Vllaznia í annari umferð forkeppnar Sambandsdeildarinnar.
Síðustu fimm leikir Víkinga:
FH 2-2
Víkingur R.
Víkingur R. 4-2 Vllaznia
Fram 2-2
Víkingur R.
Vllaznia 2-1
Víkingur R.
Víkingur R. 1-2 Valur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mourinho ekki aðdáandi dómara kvöldsins
Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, gagnrýndi, Atilla Karaoglan dómara leiksins hér í kvöld, harkalega nýverið. Karaoglan gengdi störfum VAR dómara í viðureign Fenerbahce og Trabzonspor á síðasta tímabili, við litla hrifningu þess einstaka og var hann ómyrkur í máli er hann mætti til viðtals eftir leik.
„Í dag var Atilla Karaoglan (VAR dómarinn) maður leiksins. Við sáum hann ekki, en hann var dómari leiksins. Við viljum ekki fá hann aftur. Við viljum hann ekki því það er vond lykt af þessu. Við viljum ekki hafa hann á vellinum og sérstaklega ekki í VAR-herberginu," sagði Mourinho eftir leikinn og fékk í kjölfarið viðeigandi refsingu frá tyrkneska sambandinu.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Drengirnir frá Vestegne
Gulbláa stórveldið, sem staðsett er í vestur Kaupmannahöfn, hefur unnið dönsku úrvalsdeildina ekki nema ellefu sinnum, síðast árið 2021.
Tímabilið í Danmörku er nýhafið, Bröndby bar sigur úr býtum í fyrstu tveimur leikjum sínum en máttu þola tap síðastliðinn sunnudag gegn Viborg.
Á síðasta tímabili lenti liðið í þriðja sæti í Superligaen, tólf stigum á eftir erkifjendunum í FC København sem hömpuðu titilinum.
Sölvi Geir Ottesen lék með FCK á ferli sínum og býst við góðum móttökum úti í Danmörku. „Skemmtilegur andstæðingur fyrir mig líka persónulega þar sem ég spilaði fyrir erkifjendur þeirra í FCK. Ég býst við góðum móttökum þegar ég mæti á heimavöll Bröndby."

Mynd: EPA
Fyrir leik
Dönsku risarnir mæta í Víkina
Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í þráðbeina textalýsingu af dýrari gerðinni þar sem Víkingur tekur á móti Bröndby í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð