Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 17:47
Kári Snorrason
Byrjunarlið Víkings gegn Bröndby: Pálmi Rafn á milli stanganna
Pálmi Rafn byrjar fjórða leikinn sinn í röð.
Pálmi Rafn byrjar fjórða leikinn sinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst 18:45, en búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Bröndby

Sölvi Geir Ottesen gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 2-2 jafntefli gegn FH á sunnudag.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Erlingur Agnarsson, Daníel Hafsteinsson og Róbert Orri Þorkelsson.

Úr byrjunarliði Víkinga víkja þeir Óskar Borgþórsson, Sveinn Gísli Þorkelsson og Viktor Örlygur Andrason.

Stígur Diljan Þórðarson sem hefur glímt við meiðsli síðustu misseri snýr aftur í leikmannahóp Víkings og er á bekknum í dag.

Byrjunarliðið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Bröndby:
1. Patrick Pentz (m)
2. Oliver Villadsen
4. Luis Binks
5. Rasmus Lauritsen
7. Nicolai Vallys
10. Daniel Wass
18. Kotaro Uchino
27. Mats Köhlert
31. Sean Klaiber
35. Noah Nartey
37. Clement Bischoff
Athugasemdir