Víkingur lagði Vllaznia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær en liðið mætir danska liðinu Bröndby í 3. umferð forkeppninnar.
Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvelli næsta fimmtudag, 7. ágúst, en seinni leikurinn í Danmörku þann 14. ágúst.
Fyrri leikurinn fer fram á Víkingsvelli næsta fimmtudag, 7. ágúst, en seinni leikurinn í Danmörku þann 14. ágúst.
31.07.2025 22:28
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 2 Vllaznia
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er mjög spenntur fyrir því að bæta Bröndby en hann lék á sínum tíma með FC Kaupmannahöfn en það er ekki mikill vinskapur á milli FCK og Bröndby.
„Skemmtilegur andstæðingur fyrir mig líka persónulega þar sem ég spilaði fyrir erkifjendur þeirra í FCK. Ég býst við góðum móttökum þegar ég mæti á heimavöll Bröndby," sagði Sölvi.
„Það er það skemmtilega við Evrópukeppni að þú færð að máta þig við stærri lið. Eins og við höfumg ert undanfarið, við fáum að sjá hvar við stöndum á móti þessum liðum. Við höfum gert það vel síðustu ári, þurfum ekki að leita lengra en til Panathinaikos, við vinnum þá í Finnlandi og vorum mjög nálægt því að fara áfram."
Athugasemdir