Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Í BEINNI
Besta-deild karla - Neðri hluti
Vestri
LL 0
4
ÍA
Vestri
0
4
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '49
0-2 Viktor Jónsson '59 , víti
0-3 Baldvin Þór Berndsen '75
0-4 Haukur Andri Haraldsson '79
20.09.2025  -  16:05
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 7 gráður sól og smá vindur
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Gísli Laxdal Unnarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Anton Kralj ('76)
4. Fatai Gbadamosi ('39)
5. Thibang Phete ('76)
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic ('60)
8. Ágúst Eðvald Hlynsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
40. Gustav Kjeldsen
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('76)
19. Emmanuel Duah ('60)
22. Elmar Atli Garðarsson
29. Johannes Selvén ('76)
77. Sergine Fall ('39)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Pétur Bjarnason
Birkir Eydal
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Djogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas

Gul spjöld:
Thibang Phete ('43)
Jeppe Pedersen ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Skagamenn vinna hér 0-4 á Ísafirði! Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í dag
93. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA)
90. mín
Skagamenn komnir upp en gera illa og Guy Smit nær boltanum
88. mín
Baldvin Berndsen með skot lengst fyrir utan teig beint á Guy Smit
87. mín
Steinar Þorsteinsson kominn í góða stöðu en á skot rétt framhjá marki Vestramanna
83. mín Gult spjald: Jeppe Pedersen (Vestri)
Jeppe fær gult fyrir dýfu en það var klárlega snerting á Jeppe þarna
80. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
79. mín MARK!
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
4-0!!! Fall á skelfilega fyrirgjöf sem fer beint á skagamenn og Gísli Laxdal keyrir upp völlinn kemur boltanum fyrir Fall reynir að bjarga þessu en boltinn endar á Hauk Andra sem setur boltann í autt markið
78. mín
Vestri í góðri sókn en ná ekki að nýta þetta en fá hornspyrnu
76. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Thibang Phete (Vestri)
76. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Anton Kralj (Vestri)
75. mín MARK!
Baldvin Þór Berndsen (ÍA)
MAARKK!!! Skagamenn fá hornspyrnu sem fer á Eið Aron sem nær ekki að skalla í rétta átt og boltinn fer á Baldvin sem potar boltanum inn
70. mín
Vestri fá hornspyrnu
68. mín
Vestri vilja aftur víti eftir að það er aðeins ýtt í Cafu Phete en ekkert dæmt sem er rétt ákvörðun að mínu mati
67. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Marko Vardic (ÍA)
64. mín
Vestri vilja óbein aukaspyrnu en fá ekki neitt eftir að Árni Marínó grípur boltann lætur hann frá sér og tekur hann svo aftur upp
60. mín
Inn:Emmanuel Duah (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
59. mín Mark úr víti!
Viktor Jónsson (ÍA)
Guy Smit fer í rétt horn en nær ekki að verja spyrnuna frá Viktori sem var nokkuð örugg
57. mín
VÍTI!! Eiður Aron tekur hér Marko Vardic niður og Skagamenn fá víti
55. mín
ÍA fær hornspyrnu
54. mín
Vestri vilja víti eftir að Gunnar Jónas dettur inni í teig skagamanna en lítið í þessu
49. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
VÁÁÁÁÁÁ!! Gísli Laxdal fær hér boltann og smellir honum í skeitin Guy Smit á ekki séns í þetta en spurning um rangstæðu þarna

Vestri vilja rangstæðu á Gísla Laxdal sem virkar rangstæður en aðstoðardómarinn flaggar ekki og Gísli klárar þetta vel
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Vestri byrja með boltann
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik vonandi fáum við skemmtilegri leik í seinni hálfleik
45. mín
3 mínútum bætt við
43. mín Gult spjald: Thibang Phete (Vestri)
43. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Menn að rífast og ýta hver öðrum eftir að Gísli Laxdal lætur Anton Kralj heyra það fyrir að henda sér niður
39. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Fatai Gbadamosi (Vestri)
Vondar fréttir fyrir Vestra! verður líklega lengi frá
38. mín
Fatai liggur hér eftir þarf aðhlynningu og börur, fer í tæklingu snertir hann enginn og Fatai heldur aftan um hnéið
36. mín
Gunnar Jónas með skot fyrir utan teig með vinstri en það er lélegt og fer framhjá
35. mín Gult spjald: Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
Brýtur á Tufa sem var að fara komast framhjá honum
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Dauðafæriiii!! Anton Kralj með fyrirgjöf sem fer á Gunnar Jónas sem á lélegan skalla sem endar á Tufa sem þarf bara pota boltanum inn en hittir ekki á markið þetta var dauðafæri
28. mín
Ómar Björn með skot frá vinstri sem fer framhjá
25. mín
Marko Vardic með skot fyrir utan teig en það er langt framhjá
20. mín
Gott færi! Vestri kemst hratt upp Fatai sleppur í gegn og Árni Marínó rennur Fatai reynir að koma boltanum fyrir markið en það er enginn Vestramaður þar og Skagamenn hreinsa boltann í innkast
16. mín
Lítið að gerast þessa stundina, liðin að skiptast á að vera með boltann
11. mín
Vestri sækir hratt Gunnar Jónas kominn upp vinstra meginn kemur boltanum fyrir markið á Tufa sem nær rétt að pota í boltann en Árni Marínó ver þetta
8. mín
Ísak Máni með fyrirgjöf inn í teig Vestra þar sem Viktor Jónsson er en Guy Smit grípur boltann
5. mín
Skagamenn fá sína fyrstu hornspyrnu
3. mín
Jeppe Pedersen með langt innkast sem Eiður skallar beint á Árna Marínó í marki skagamanna
1. mín
Þetta er farið af stað! Skagamenn byrja með boltann, góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin að gera sig klár Þetta fer að fara af stað! Gott veður á Ísafirði 7 gráður og smá vindur
Fyrir leik
KR gæti verið komið í fallsæti í kvöld

Fyrir leik
Lárus Orri breytir ekki sigurliði ÍA stillir upp sama liði og vann Aftureldingu í síðustu umferð.

Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Sama byrjunarlið og í bikarúrslitaleiknum Vestri stillir upp sama byrjunarliði og vann Val í bikarúrslitaleiknum.

Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Eiður Aron: Hópurinn staðráðinn í að svara fyrir þá frammistöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn leggst bara hrikalega vel í mig, vont tap í síðasta leik (gegn KA) og það hefur sést i þessari æfingaviku að hópurinn er staðráðinn í að svara fyrir þá frammistöðu," segir Eiður Aron Sigurbjörnsson.

Fyrir leik
Gleymdu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bikarmeistararnir hafa aðeins náð í eitt stig úr fjórum síðustu leikjum og umræða um bikarþynnku hefur verið vinsæl. Davíð Smári þjálfari liðsins gagnrýndi sína menn eftir 4-1 tap gegn KA í síðustu umferð og sagði þá hafa gleymt fyrir hvað Vestri stendur. Fyrir bikarsigurinn hafði Vestri mest fengið á sig tvö mörk í sama leiknum en eftir hann hefur liðið tapað tveimur leikjum 4-1. Vestramenn þurfa að ræsa sig í gang aftur ef þeir ætla ekki að sogast í verulega fallhættu.

   14.09.2025 18:20
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Fyrir leik
ÍA getur komist upp úr fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sparkspekingar höfðu dæmt Skagamenn dauða og grafna en með tveimur sigurleikjum í röð hefur kviknað von á Akranesi. Skyndilega er liðið komið upp úr neðsta sætinu og leikmenn fara á koddann utan fallsvæðisins ef sigur vinnst á Ísafirði.

   18.09.25 12:57
Rúnar Már: Býst ekki við að festast þarna
Fyrir leik
Fatai snýr aftur eftir leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri leikir á tímabilinu: ÍA 0-2 Vestri, Vestri 0-2 ÍA.
Stuðlar Epic: Vestri 2,25 - Jafntefli 3,75 - ÍA 3,05.
Leikmaður til að fylgjast með: Ómar Björn Stefánsson er heitur hjá Skaganum með þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum.
Mikið mun mæða á: Fatai Gbadamosi varnartengiliður Vestra var í banni gegn KA og var sárt saknað.
Fyrir leik
Velkomin til Ísafjarðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri og ÍA mætast í fyrsta leik eftir tvískiptingu. 23. umferð, neðri hluti. Pétur Guðmundsson dæmir leikinn, aðstoðardómarar eru Kristján Már Ólafs og Bryngeir Valdimarsson. Fjórði dómari: Arnar Þór Stefánsson.

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Marko Vardic ('67)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('93)
22. Ómar Björn Stefánsson ('80)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
8. Albert Hafsteinsson ('93)
10. Steinar Þorsteinsson ('80)
11. Birnir Breki Burknason
15. Gabríel Snær Gunnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('67)
27. Brynjar Óðinn Atlason
33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic
Erik Tobias Sandberg

Gul spjöld:
Rúnar Már S Sigurjónsson ('35)
Gísli Laxdal Unnarsson ('43)

Rauð spjöld: