Þá er komið að Powerade-slúðurpakka dagsins en Arsenal, Aston Villa, Man City og Man Utd koma öll við sögu.
Arsenal er að fylgjast með stöðu Tino Livramento (23), bakverði Newcastle United, en félagið gæti reynt að fá hann í sumarglugganum. (Sun)
Aston Villa er að skoða það að fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (25) frá Atlético Madríd. (Talksport)
Atlético Madríd væri reiðubúið að selja Gallagher á 35 milljónir punda, en skiptin velta allt á þeim fjárhagstakmörkum sem Villa er að vinna með. (Mail)
Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai (25) hefur svo gott sem náð samkomulagi við Liverpool um nýjan samning við félagið og mun því hafna áhuga frá Bayern München og Real Madrid. (CaughtOffside)
Manchester City hefur náð samkomulagi við Hearts um kaup á skoska unglingalandsliðsmanninum Keir McMeekin (15). (Fabrizio Romano)
Rangers hefur spurst fyrir um enska miðjumanninn Dan Neil (24) og Romaine Mundle (22) sem eru báðir á mála hjá Sunderland. (Sky Sports)
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, Carlo Ancelotti, þjálfari Brasilíu og Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska landsliðsins, eru allir á óskalista Manchester United. (Mirror)
Hull City er í viðræðum við Manchester United um að fá enska miðjumanninn Toby Collyer (22) á láni. (Sky Sports)
Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, er talinn vera á óskalista Manchester City til að taka við stjórastöðunni af Pep Guardiola. (Football Transfers)
Brentford er að kaupa belgíska U21 landsliðsmanninn Kaye Furo (18) frá Club Brugge fyrir 8,7 milljónir punda. (Sky Sports)
Juventus leiðir kapphlaupið um Bernardo Silva (31), leikmann Man City og portúgalska landsliðsins. Samningur hans rennur út í sumar. (Fichajes)
Leon Bailey (28), leikmaður Aston Villa, gæti gengið í raðir Girona á láni út tímabilið um leið hann fær lánssamningi sínum hjá Roma rift. (Fichajes)
Athugasemdir





