Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Gent
5
0
Breiðablik
Omri Gandelman '10 1-0
Hugo Cuypers '15 2-0
Hugo Cuypers '20 3-0
Tarik Tissoudali '43 4-0
Gift Orban '69 5-0
5-0 Höskuldur Gunnlaugsson '91 , misnotað víti
26.10.2023  -  16:45
KAA Gent Stadium
Sambandsdeild UEFA
Dómari: Robertas Valikonis (Litháen)
Byrjunarlið:
33. Davy Roef (m)
3. Archie Brown
4. Tsuyoshi Watanabe
6. Omri Gandelman
10. Tarik Tissoudali
11. Hugo Cuypers ('56)
18. Matisse Samoise ('56)
19. Malick Fofana
21. Brian Agbor ('74)
23. Jordan Torunarigha ('56)
24. Sven Kums (f) ('56)

Varamenn:
26. Louis Fortin (m)
30. Celestin De Schrevel (m)
7. Hyunseok Hong ('56)
8. Pieter Gerkens ('56)
13. Julien De Sart
17. Andrew Hjulsager
20. Gift Orban ('56)
22. Noah Fadiga ('56)
28. Matias Fernandez-Pardo ('74)

Liðsstjórn:
Hein Vanhaezebrouck (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gent vinnur afskaplega sannfærandi 5-0 sigur Mun betra lið en Breiðablik í dag og var stærð sigursins nokkuð verðskulduð.
92. mín
Höskuldur með skot í varnarmann. Belgarnir sækja og Gift Orban reynir skot frá miðju. Það fer framhjá.
91. mín Misnotað víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Davy Roef fer í rétt horn og ver spyrnu fyrirliðans í stöngina og handsamar svo boltann!
91. mín
Tveimur mínútum bætt við
90. mín
Blikar fá víti! Frábært spil og Höskuldur er felldur innan vítateigs.
87. mín
Anton Ari heppinn! Anton Ari stálheppinn. Reynir að koma boltanum yfir Orban inn á vítateig en boltinn fer í höfuðið á sóknarmanninum og blessunarlega fyrir Anton fer boltinn yfir markið.
86. mín
Gift Orban með skot úr teignum en það fer framhjá fjærstönginni. Fínasta færi.
84. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Síðasta skipting leiksins.
81. mín
Blikar fá hornspyrnu, hún er tekin stutt og Höskuldur reynir skot úr teignum í kjölfarið. Skotið fer í varnarmann og Belgarnir koma boltanum í burtu.
78. mín
Damir reynir bjartsýnistilraun úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi. Svo sem ekkert að þessu. Davy Roef var hins vegar nægilega mikið á tánum til að handsama þennan bolta.
76. mín
Dómarinn staðsettur beint fyrir hlaup Antons Loga sem komst ekki lengra. Gent var í sókn og þarna myndaðist opnun á miðjunni. Belgarnir náðu ekki að nýta sér hana.
74. mín
Inn:Matias Fernandez-Pardo (Gent) Út:Brian Agbor (Gent)
74. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
72. mín
Höskuldur með skotið framhjá veggnum en beint í hendurnar á Davy Roef.
71. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað Anton Logi kemst fram fyrir leikmann Gent og vinnur aukaspyrnu rétt við vítateig Belganna.

Damir líklegastur en Höskuldur einnig klár að taka.
70. mín
Jason Daði í fínni stöðu úti hægra megin en nær ekki að koma sér framhjá Archie Brown. Þetta hefur ekki alveg verið leikurinn hans Jasons í dag, eiginlega alltaf séð hann komast oftar framhjá sínum andstæðingum.
69. mín MARK!
Gift Orban (Gent)
5-0! Varamaðurinn fær góða sendingu hægra megin við Damir. Er þar í fínu færi og klárar milli fóta Antons Ara í markinu. Vel slúttað.
68. mín
Fofana með skot úr þröngu færi sem Anton Ari ver og fær svo boltann aftur eftir skalla frá Damir.
67. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Klæmint Olsen (Breiðablik)
Klæmint fékk ekki úr miklu að moða. Hans helsta atvik í leiknum er þegar hann fékk boltann í sig þegar Viktor skaut. Því miður.
66. mín
Kristinn Steindórsson er að gera sig kláran að koma inn.
65. mín
Jason Daði nær að setja pressu á Davy Roef í markinu og hann sparkar boltanum í innkast.

Ekki oft sem pressa Breiðabliks hefur borið ávöxt í leiknum, en þarna gerði hún það.
64. mín
Fínasta sókn hjá Gent sem endar með skoti frá Gift Orban framhjá marki Breiðabliks.
63. mín
Hættulegt færi Tarik Tissoudali með skot við vítateiginn sem Anton Ari ver til hliðar. Þar er Tarik Tissoudali mættur í frákastið en tilraun hans fer yfir mark Blika.
61. mín
Gísli reynir að finna Davíð í hlaupinu við vítateiginn en Brian Agbor verst vel. Blikar eiga innkat hátt uppi á vellinum.

Í kjölfarið á Gísli fyrirgjöf sem er of há fyrir Klæmint inn á teignum.
60. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Anton Logi fer í stöðu Olivers og Andri fer í stöðu Antons.
59. mín
Anton Ari með boltann aftast og fær Tarik í sig í pressu. Tarik kemst í boltann en hann fer aftur fyrir.
58. mín
Anton Logi Ofboðslega gaman að horfa á Anton Loga spila. Óhræddur að taka snúninga og nýta hreyfingarnar sem hann býr yfir þó að það sé aftarlega á vellinum.
56. mín
Inn:Noah Fadiga (Gent) Út:Matisse Samoise (Gent)
Fjórföld breyting!
56. mín
Inn:Gift Orban (Gent) Út:Jordan Torunarigha (Gent)
56. mín
Inn:Pieter Gerkens (Gent) Út:Hugo Cuypers (Gent)
56. mín
Inn:Hyunseok Hong (Gent) Út:Sven Kums (f) (Gent)
55. mín
Davy Roef! Flott aukaspyrna hjá Höskuldi en markvörður Belgana sér við honum og ver.
54. mín
Flott sókn Anton Logi með geggjaðan snúning á eigin vallarhelmingi. Jason Daði fær boltann frá Viktori Karli en nær ekki að komast inn á vítateiginn. Blikar halda boltanum og Gísli vinnur aukaspyrnu svona þremur metrum fyrir utan D-bogann.
52. mín
Tarik að leika sér Tarik Tissoudali fær boltann á sprettinum og er með mikið pláss. Damir selur sig við gabbhreyfingu og Tarik er kominn í hörku færi. Hann reynir að vippa yfir Anton en Anton stendur og ver boltann aftur fyrir.
50. mín
Anton Logi leikur á Matisse Samoise sem liggur eftir í kjölfarið. Dómari leiksins stöðvar leikinn, grunaði sennilega að meiðslin væru alvarleg.

Anton hefði alveg verið til í að fá að halda spretti sínum áfram.
49. mín
Gísli Eyjólfsson hittir boltann ágætlega fyrir utan vítateig Gent en því miður fer skotið beint á Davy Roef í markinu.
47. mín
Fofana á sprettinum úti vinstra megin og lætur vaða úr þröngu færi. Anton Ari gerir vel að standa og verja. Færið kom eftir hraða sókn þar sem Blikar áttu innkast hátt uppi á vellinum rétt á undan.
46. mín
Taktískt úr fyrri hálfleik Anton Logi var mikið að falla niður við Viktors Arnar til að mynda þriggja manna miðvarða línu, hvort sem það var til að halda þriggja manna línu eða vera með annan af framherjum Gent.

Belgarnir eru að spila einhvers konar 3-4-1-2 með vængbakverði sem kannski kom Blikum á óvart. Fofana er í frjálsu hlutverki fyrir aftan Tarik Tissoudali og Hugo Cuypers.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
4-0 í hálfleik og forystan er nokkuð verðskuldað miðað við gang mála. Gent er að spila mun betur og er sýnilega með meiri einstaklingsgæði í sínum röðum.

Það var alveg gefið að Gent væri með betra fótboltalið en Breiðablik. Með því að fá mark á sig snemma gera Blikar sér lífið erfitt og erfiðara að koma Belgunum úr jafnvægi. Holan er mjög djúp.

Fyrsta markið mjög slæmt, frír skalli eftir horn. Það má ekki.
45. mín
Gísli Eyjólfsson með skot yfir mark Belganna. Tilraunin fyrir utan vítateig.
43. mín MARK!
Tarik Tissoudali (Gent)
Fjórða markið kom á markamínútunni Kemst einn gegn einum gegn Viktori Erni á stóru svæði, kemst hálfa leiðina framhjá honum og klárar með góðu skoti í hornið.
41. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Dæmdur brotlegur gegn Malick Fofana og er ekki sáttur við dóminn. Lætur dómarann vita af því og uppsker gult spjald fyrir mótmæli.
40. mín
Jason Daði í ágætri stöðu úti á hægri kantinum en nær ekki að finna samherja inn á teignum með fyrirgjöf sinni.
36. mín
Rangstaða Gent skoraði mark í kjölfar sóknar Breiðabliks en mark Tarik Tissoudali telur ekki. Rangstaða.
36. mín
Viktor Karl þrumar í Klæmint Góð sókn hjá Blikum endar með því að Viktor Karl á þrumuskot við vítateiginn sem fer því miður í Klæmint inn á teignum! Sá ekki alveg hvort þessi var á leiðinni á markið, hefði steinlegið ef þetta hefði ratað á markið.
31. mín
Anton Ari ver! Kums lék sér í kringum Jason Daða og fann Fofana sem lét vaða við vítateiginn. Anton Ari ver og nær til frákastsins áður en Kums kemst í boltann.
27. mín
Stuðningsmenn Blika mega eiga það að það heyrist nokkuð vel í þeim áfram þó að staðan sé svört.
26. mín
Jason Daði gerir sig líklegan í vítateig heimamanna en nær ekki að koma boltanum áfram á næsta mann eða á markið.
25. mín
Talningin hjá Blikum er eitthvað skrítin. Davíð Ingvars er að elta sinn mann (Matisse Samoise), Anton Logi er með sinn mann (Malick Fofana) en svo eru menn að lenda í því að missa af mönnum og þá fer allt í skrúfuna.
23. mín
Omri Gandelman fær boltann við fjærstöngina en nær ekki að koma boltanum á mark Blika.

Fjórða markið liggur í loftinu...
23. mín
Nauðvörn hjá Viktori Erni.

Löng sending inn fyrir úti hægra megin hjá Gent og Viktor Örn þarf að renna sér í boltann og koma honum aftur fyrir.
22. mín
Höskuldur með bendingar til liðsfélaga sinna eftir þriðja markið. Davíð Ingvars og Oliver eiga einnig í einhverjum samræðum. Belgarnir hafa refsað þegar þeir hafa fengið færi á því.
21. mín
Jason Daði með fyrirgjöf af hægri vængnum sem fer beint í hendurnar á Roef í markinu.
20. mín MARK!
Hugo Cuypers (Gent)
Heimamenn að ganga frá þessu Heimamenn snöggir að koma sér í frábæra stöðu og fara langt með að ganga frá leiknum.

Löng sending inn á teiginn Tarik Tissoudali skallar boltann fyrir Hugo Cuypers sem klárar með föstu skoti í fjærhornið. Gæðaslútt.
19. mín
Viktor Karl með aukaspyrnu úti á hægri vængnum en boltinn stoppar á fyrsta manni við vítateig. Svekkjandi að fá ekkert úr þessu.
17. mín
Gísli Eyjólfsson gerir vel, kemur sér í fínt skotfæri en skotið fer í varnarmann og til Davy Roef í markinu.
16. mín
Anton Ari ver skot frá Tarik Tissoudali sem var í góðu færi. Dreif sig kannski full mikið að skjóta þarna og skotið beint á Anton.
15. mín MARK!
Hugo Cuypers (Gent)
Heimamenn tvöfalda forystuna Hörkugóð fyrirgjöf inn á markteig Breiðabliks, boltinn á Cuypers sem stangar boltann í netið. Óverjandi.
12. mín
Hugo Cuypers með tilraun úr vítateig Breiaðbliks en skotið fer yfir. Vonandi að þetta mark heimamanna slái ekki Breiðablik alveg út af laginu.
10. mín MARK!
Omri Gandelman (Gent)
Stoðsending: Sven Kums (f)
Heimamenn leiða! Heimamenn fá hornspyrnu. Sven Kums tekur hana og finnur Omri inn á teignum. Hann fær nokkuð frían skalla og stangar boltann í netið.

Heimamenn komnir yfir. Fyrsta tilraun þeirra á mark Breiðabliks í leiknum.
8. mín
Viktor Örn! Spyrnan tekin stutt og Jason Daði kemur með góða fyrirgjöf, finnur Viktor Örn en skottilraun hans fer rétt framhjá fjærstönginni!
7. mín
Gísli vinnur hornspyrnu
5. mín
Mikil hætta Archie Brown með góða fyrirgjöf á fjær en Tarik Tissoudali hittir ekki markið af stuttu færi.
3. mín
Blikar láta vel í sér heyra Langt frá því að vera þéttsetinn völlurinn og að heyrist nokkuð vel í Blikum í stúkunni.
1. mín
Leikur hafinn
Klæmint með upphafssparkið Blikar í hvítu og Gent í bláu!
Allt að fara af stað!
Veitingar
Fyrir leik
Davíð Ingvars í viðtali
Fyrir leik
Alexander fékk magakveisu Alexander Helgi Sigurðarson varð fyrir því óláni að fá magakveisu í aðdraganda leiksins og er því ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag.
Fyrir leik
Uppstilling Gent Svona stillir Hein Vanhaezebrouck upp liði Gent.

Mynd: UEFA

Fyrir leik
Himinn og haf á milli liðanna ef horft er í sigurlíkur Það verður seint sagt að þeir sem veðja á sigur Gent fái mikla margföldun á sinn pening í veðbönkum.

Í einum veðbanka er stuðullinn 1,13 á sigur Gent en stuðull á sigur Breiðabliks 19.
Fyrir leik
Að minnsta kosti tveir aðrir Íslendingar verið hjá Gent Dagur Dan Þórhallsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, lék á sínum tíma með unglingaliði Gent. Þar lék hann með Jonathan David sem er í dag liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille.

Einar Þór Daníelsson, Einsi Dan, fór á láni til Gent fyrri hluta árs 1997 frá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Arnar Viðars þjálfar U21 liðið Fyrrum landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, var í sumar ráðinn sem þjálfari U21 liðs Gent, Jong Gent.

Sonur Arnars, Viktor Nói Viðarsson, er sextán ára miðjumaður sem spilar með unglingaliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: KAA Gent

Fyrir leik
Tvær breytingar frá síðasta Evrópuleik Dóri gerir tvær breytingar á liðinu sem mætti Zorya Luhansk í síðustu umferð riðlakeppninnar.

Davíð Ingvarsson kemur inn fyrir Kristin Steindórsson og Oliver Sigurjónsson byrjar í stað Alexanders Helga Sigurðarsonar. Alexander er ekki í hópnum hjá Blikum.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Dómarar frá Litháen Aðaldómari: Robertas Valikonis. Aðstoðardómarar: Vytenis Kazlauskas og Benas Kikutis. Fjórði dómari: Donatas Šimenas.

Myndbandsherbergi: Pawel Malec og Pawe? Raczkowski frá Póllandi.
Mynd: EPA

Robertas Valikonis á milli þeirra Maurizio Sarri og Brendan Rodgers.
Fyrir leik
Gent áður mætt íslensku liði Árið 2000 mætti Gent liði ÍA í undankeppni UEFA Cup. Liðið vann fyrri leikinn 3-2 á heimavelli og seinni leikinn 3-0 á Íslandi.

Haraldur Hinriksson kom ÍA yfir í fyrri leiknum og eftir að Belgarnir jöfnuðu í 1-1 kom Kári Reynisson ÍA aftur yfir. Gent náði hins vegar að klára dæmið í seinni hálfleik og gekk svo frá ÍA í seinni leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Fyrir leik
Leið Gent í riðlakeppnina Af Blikar.is
Hófu leik í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Lið Gent vinnur lið Zilina samanlagt 10:3 (5:1 og 5:2). Vinna Pogon Szczecin í 3. umferð samanlagt 6:2 (5:0 og 1:2). Leggja APOEL í play-offs samanlagt 4:1 (2:0 og 2:1).

Gent liðið er með 4 stig í riðlinum eftir 2 leiki. Byrjuðu á að gera 1:1 jafntefli gegn Zorya Luhansk á útivelli en vinna svo 2:0 sigur á Maccabi Tel Aviv á heimavelli.
Mynd: EPA

Heimavöllurinn
Fyrir leik
Leið Breiðabliks í riðlakeppnina Af Blikar.is:
Forkeppni & Undankeppni - Meistaradeild
Í júní þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar kom liðið Tre Penne frá San Marínó upp úr pottinum sem fyrsti andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin fór fram á Kópavogsvelli dagana 27. & 30. júní 2023. Leikurinn við San Marínó liðið var í undanúrslitum. Breiðablik vann leikinn við San Marínó liðið 7:1 og spilaði því úrslitaleikinn gegn Budu?nost Podgorica frá Svartfjallalandi. Blikar unnu leikinn gegn þeim 5:0 og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Breiðablik mætti svo írsku meisturunum Shamrock Rovers í 1.umf í undankeppninni og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu þá írsku út með 0:1 sigri í Dublin og 2:1 sigri á Kópavogsvelli. Blikar mættu dönsku meisturunum FC Copenhagen í 2. umfeð. FCK vann báða leikina: 0:2 á Kópavogsvelli og 6:3 á Paken í Kaupmannahöfn.

Undankeppni - Evrópudeild

Blikaliðið tók þátt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætti þar Zrinjski frá Mostar í Bosníu-Hersegóvínu. Fyrri leikurinn í Mostar lauk með stórsigri heimamanna 6:2. Seinni leikurinn var á Kópavogsvelli og lauk með 1:0 sigri okkar manna. Zrinjiski vann einvígið samanlagt 6:3 en Breiðabliksliðið komið í umspil um sæti í riðlakeppninni.

Umspil (play-offs) - Sambandsdeild

Blikamenn mættu FC Struga frá N. Makedóníu í tveimur umspilsleikjum um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu tímabilið 2023/24. Fyrri leikinn gegn Struga, sem leikinn var á Biljanini Izvori vellinum Í Ohrid í N. Makedóníu 24. ágúst, unnum við 0:1. Seinni leikurinn fór fram á Kópavogsvelli viku síðar. Sá leikur vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu keppnistímabilið 2023/24.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Stuðningsmenn fjölmenntu á fund Fyrr í dag hélt Hákon Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, fund með þeim stuðningsmönnum Breiðabliks sem mættir eru til Gent. Þar fór hann yfir plan liðsins í leiknum. Eftir því sem ég kemst næst þá verða rúmlega 100 Blikar á Ghelamco Arena í kvöld.

Fyrir leik
Tveggja tíma mismunur Góðan daginn lesendur kærir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Gent og Breiðabliks í 3. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að staðartíma en 16:45 að íslenskum tíma.

Fyrir leikinn er Gent í toppsæti með fjögur stig en Breiðablik er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.
Mynd: EPA
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('60)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Davíð Ingvarsson ('84)
20. Klæmint Olsen ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Kristinn Steindórsson ('67)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('84)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson
30. Andri Rafn Yeoman ('60)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('41)
Viktor Örn Margeirsson ('74)

Rauð spjöld: