Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 26. október 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
„Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill"
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Spilað á Ghelamco Arena í kvöld. 'Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið'
Mynd: EPA
„Leikurinn leggst rosalega vel í mig, er spenntur að takast á við þetta lið. Þeir eru virkilega góðir," sagði Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Breiðablik á leik klukkan 16:45 gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Við erum aðeins búnir að vera fara yfir þá á vídeófundum, leggjum áherslu á nokkra leikmenn, en heilt yfir er þetta gott lið. Þeir eru með gæði í öllum stöðum og það þarf að taka þá alla alvarlega. Fyrir fram held ég að þeir séu sterkasta liðið í riðlinum."

„Það eru klárlega glufur í þeirra leik sem hægt er að nýta sér. Ég held að sama hvernig hefur gengið undanfarið hjá þeim í deildinni, það ætti ekki að skipta neinu máli. Þetta verður erfiður leikur, skemmtilegur og klárlega tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná að særa þá."


Viktor er ánægður með hvernig Breiðablik sem félag hefur staðið að hlutunum í undirbúningi fyrir leikinn. „Við fórum til Glasgow, spiluðum á móti Rangers. Það var virkilega góð viðbót við undirbúninginn, fékk okkur aftur upp á tærnar; góður leikur gegn góðum leikmönnum."

Hvernig er að taka þátt í riðlakeppninni?

„Það er mjög gaman, góð reynsla og frábært að fá að taka þátt á þessu sviði. Þetta er það sem maður hefur horft á í sjónvarpinu frá því maður var lítill. Það er gaman að vera í kringum umgjörðina; hún er á hærra 'leveli' en gengur og gerist þar sem maður hefur verið."

Blíkarnir æfðu á keppnisvellinum í gær. „Þetta er virkilega fallegur völlur, grasið geggjað, völlurinn þéttur og góður. Boltinn rann hratt og vel. Það er best að keppa á góðu grasi, en því miður fáum við ekki alveg að njóta þess heima á Íslandi. Það er gaman að komast í alvöru 'standard' á góðu grasi."

Hefuru fundið fyrir breytingum eftir þjálfarabreytinguna?

„Þeir Halldór og Eyjó hafa verið að koma með sínar áherslur inn í þetta, hafa verið ýmsar áherslubreytingar, en samt ekkert verið að snúa neinu á hvolf þannig. Ekki strax allavega. Við erum að halda í það sem við erum góðir í og höfum verið að keyra á."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Ég geri þær væntingar að við séum allir 'all-in' og klárir í alvöru bardaga; að við skilum frammistöðu sem við getum verið virkilega stoltir af. Ef við skilum frammistöðu sem ég veit að býr í okkur, þá eigum við möguleika á að taka stig hérna og mögulega ná að gera það óvænta og vinna þennan leik. Ég geri kröfu á að við gerum okkar besta til að ná því í kvöld," sagði Viktor.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Viktor er einnig spurður út í nýja samninginn sem hann skrifaði undir á dögunum.
Athugasemdir
banner