Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fim 26. október 2023 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Davíð Ingvars: Aldrei verið á jafngóðum velli
Tók smá tíma að komast í gang eftir aðgerðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
„Við höfum tekið góða vídeófundi og skoðað þá nokkuð vel. Þeir eru stórhættulegir, eru mjög gott lið og við megum ekki gefa þeim mikið pláss og tíma. Við ætlum að reyna að ýta vel á þá en vera skynsamir á sama tíma varnarlega," sagði Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

„Við verðum að einblína á okkar leik, keyra á þá, negla þá og getum þannig brotið þá niður," sagði Davíð. Gent hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í Belgíu og hefur þjálfari Gent áhyggjur af því. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn Maccabi Tel Aviv í 2. umferð riðlakeppninnar.

„Það er einn ungur leikmaður á vinstri kantinum sem þarf að stoppa. Þetta eru allt góðir leikmenn, það er samt ekki bara einn sem þarf að stoppa, eru allir stórhættulegir."

Davíð gæti verið að tala um Malick Fofana. Hann er átján ára vængmaður og er hann belgískur U21 landsliðsmaður.

Blikar æfðu á heimavelli Gent í gær. Mannvirkið er glæsilegt og tekur völlurinn 20 þúsund manns í sæti.

;,Geðveikt, þetta er algjört teppi. Ég hef aldrei verið á jafngóðum velli held ég. Umgjörðin í kring, mjög góð, völlurinn flottur að utan og innan. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Davíð hefur aðeins glímt við meiðsli á þessu ári. „Staðan er bara góð. Ég fór í aðgerð fyrir tímabilið og það tók smá tíma að koma mér almennilega í gang eftir það. Ég missteig mig aðeins í Víkingsleiknum en það var ekki eins alvarlegt og fyrri meiðsli. Ég er hægt og rólega búinn að koma mér inn í hlutina og er að finna mitt gamla stand."

Svekktur að hafa ekki spilað meira? „Að hluta til já. En það er ekkert sem ég get gert í því, það er bara að halda áfram."

Hvaða væntingar geriru til leiksins í kvöld?

„Að við gefum okkar allra besta. Við ætlum að reyna ná í stig eða þrjú," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Davíð ræðir þar einnig um sína mögulega varðandi næsta skref á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner