Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Stjarnan
1
3
KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson '28
Örvar Eggertsson '44 1-1
1-2 Axel Óskar Andrésson '81
1-3 Benoný Breki Andrésson '94
12.04.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1373
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Guðmundur Kristjánsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson (f)
17. Andri Adolphsson ('55)
22. Emil Atlason ('87)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('64)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('64)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('55)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson ('64)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('64)
30. Kjartan Már Kjartansson ('87)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Örvar Logi Örvarsson ('42)
Adolf Daði Birgisson ('75)
Emil Atlason ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Leiknum lokið hér á Samungvellinum með sigri KR. Ekki hægt að segja annað en að sigurinn sé sanngjarn í þetta sinn og verðskuldaður að hálfu KR.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)

Enn og aftur tapar Stjarnan boltanum illa á eigin vallarhelmingi og í þetta skiptið refsar KR með marki og klárar þennan leik endanlega. Sendingin innfyrir á Benóný sem klárar með góðu skoti sem Árni er þó í.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
89. mín
Stjarnan vinnur hornspyrnu.
87. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
87. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
86. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Fyrir hvað kann ég ekki skýringu á eins og sakir standa.
83. mín
Hilmar Árni í hörkufæri í teignum en skrikar fótur og nær ekki til boltans.

Eða hvort hann hafi lent í samstuði við Emil Atla sem liggur á vellinum. Emil stendur upp en haltrar af velli og þarf aðhlynningu.
81. mín MARK!
Axel Óskar Andrésson (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
KR kemst yfir á ný
Hornspyna frá hægri berst yfir á fjærstöng þar sem Theodór Elmar rís hæst og skallar boltann aftur fyrir markið. Þar er Axel því sem næst óvaldaður og á ekki í vandræðum með að reka ennið í boltann og koma honum í netið.
79. mín
Finnur Tómas í séns á fjærstöng eftir hornið frá hægri en skalli hans framhjá markinu.
78. mín
Betra frá Aroni Kristófer.
Vinnur boltann á miðjum vellinum og brunar í átt að marki. Lætur vaða af 20 metrunum og þvingar Árna í vörslu.
76. mín
Aron Kristófer með skot úr aukaspyrnunni en boltinn hátt hátt yfir markið.
75. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Fer full groddarlega í tæklingu á eigin vallarhelmingi og uppsker fyrir það gult spjald.
74. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
68. mín
Stórhætta í teig KR. Fyrst Örvar með boltann fyrir frá vinstri sem hrekkur að varnarmanni og er að lenda fyrir fótum Emils þegar Axel nær að koma boltanum frá.

Stjörnumenn koma bara aftur og á Adolf Daði stórfínan bolta fyrir markið sem Guðmundur Baldvin er hársbreidd frá því að koma á markið.
66. mín
Talning úr stúkunni
Það eru 1373 áhorfendur á Samsungvellinum þetta föstudagskvöldið. Skrambi gott.
64. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
64. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
63. mín
Aftur Luke Rae að ógna, í þetta skiptið fer skotið fram hjá eftir ágætis rispu hans inn á teig Stjörnunar.
61. mín
Luke Rae með markskot.

Leikur inn völlinn frá vinstri áður en hann lætur vaða en boltinn vel yfir markið.
55. mín
KR að stýra umferðinni þessa stundina en ekki skapað sér færi úr því enn sem komið er.
55. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
Engir sénsar teknir og Andra kippt af velli.

Ekkert verra að eiga Óla Val inni á bekknum.
54. mín
Andri Adolphs er sestur á völlinn og þarf á aðhlynningu að halda. Stendur þó fljótt upp og virðist í lagi.

Heldur þó um lærið er hann gengur af velli svo það er spurning hvort um tognun sé að ræða.
53. mín
Hilmar Árni í prýðis skotfæri á vítateigslínunni eftir góða sókn Stjörnunar en setur boltann víðsfjarri markinu.
52. mín
KR sækir.

Luke Rae með skot að marki en tiltölulega beint á Árna sem ver og hirðir svo boltann upp úr teignum.
51. mín
Örvar Eggerts aftur að gera sig gildandi. Gerir lítið úr Finni Tómas inn í markteig KR og er bara miklu sterkari en hann. Nær skoti úr þröngu færi en Guy Smit lokar vel og vel
49. mín
Theodór Elmar fær alltof mikin tíma og pláss við teig Stjörnunar til að ná skoti á markið. Jóhann Árni gerir þó vel og hendir sér fyrir boltann og KR horn.
49. mín
Örvar Eggerts fer illa með Ægi og Jóhannes á hægri vængnum og kemur boltanum fyrir markið þar sem Emil bíður. Finnur Tómas kemst fyrir og kemur boltanum í horn.
46. mín
Illa farið með góða stöðu
Stjarnan þrír gegn þremur í hröðu upphlaupi.

Hilmar Árni finnur Róbert Frosta úti til hægri sen reynir að setja boltann beint til baka á Hilmar en beint á varnarmann fer sendingin.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir sparka þessum síðari hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
Úr stúkunni
Eyþór Aron Wöhler er mættur á leikinn og situr KR megin í stúkunni. Eitthvað verið slúðrað um að hann sé á leið í KR.

Spurning hvort eitthvað sé til í þeim sögusögnum.
45. mín
Hálfleikur

Eftir tiltölulega rólega byrjun fór að lifna yfir þessu og tvö mörk mætt í hús sem skiptast bróðurlega á milli liða.

Baráttan verið hörð og varla hægt að segja að eitt lið hafi verið betra en annað heilt yfir en vissulega hafa heimamenn gefið fleiri færi á sér.

Snúm aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
+ 2 Hættuleg hornspyrna inn á teiginn frá Hilmari Árna sem Örvar nær fyrstu snertingu á. Boltinn dettur fyrir Jóhann Árna sem hreinlega nær ekki að koma boltanum fyrir sig og skjóta á markið af stuttu færi og gestirnir hreinsa.
45. mín
+1 uppbótartíminn er að minnsta kosti tvær mínútur.
44. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Heimamenn hafa jafnað þennan leik.
Virkilega vel útfærð sókn upp hægri vænginn.

Spila sig upp völlinn þar sem Róbert Frosti gerir virkilega vel að vinna sig í góða fyrirgjafarstöðu. Setur boltann fast með jörðinni fyrir markið yfir á fjærstöng þar sem Örvar mætir og klárar af stakri prýði.
42. mín Gult spjald: Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
Of seinn í Atla og uppsker gult.
36. mín
Stjarnan sækir hratt. Örvar Eggerts með boltann vinstra megin í teignum og á skotið sem Guy ver í horn.
35. mín
Heimamenn í allskonar veseni að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu. KR vinnur boltann við teiginn og á Atli skot en boltinn yfir markið.
33. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)

Fyrir brot á miðjum vellinum. Ansi soft miðað við hvað Axel slapp með spjald fyrir áðan.
29. mín
Axel Óskar fer af gríðarlegum krafti í Hilmar Árna sem steinliggur á vellinum og Stjörnumenn tryllast í stúkunni og kalla eftir rauðu spjaldi jafnvel.

Axel sleppur með tiltal.
28. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Árni að færa KR mark á silfurfati!!!! Atli með boltann innfyrir vörn Stjörnunar, Árni á undan Kristjáni Flóka í boltann en missir hann úr höndunum á vítateigslínunni fyrir fætur Ægis sem getur ekki annað en skorað í tómt markið.

Árni maldar í móinn og vill meina að brotið hafi verið á sér en ég gat ekki séð að svo væri. Herfileg mistök og það rándýr.
23. mín
KR að ógna. Aron Kristófer með skot úr aukaspyrnu af löngu færi sem Árni á í mesta bali með. Boltinn beint á hann en gríðarlega fast og verður Árni að kýla boltann út í teiginn þar sem Kristján Flóki er mættur og nær skalla á markið sem Árni gerir virkilega vel í að verja.
21. mín
Luke Rae með stórhættulegan bolta inn á teig Stjörnunar en það hreinlega ræðst enginn á boltann sem siglir í gegnum allan teiginn.

KR heldur pressu og vinnur horn.
18. mín
Fyrsta teljandi færi leiksins.
Stjarnan með boltann hægra megin á vellinum. Róbert Frosti með boltann fyrir markið sem ratar beint á ennið á Emil Atla sem skallar boltann yfir.
14. mín
KR sækir hornspyrnu.

Heimamenn skalla boltann frá.
12. mín
Atli fer illa með Örvar Loga á miðjum vellinum og fær heilmikið svæði til að sækja í. Finnur Kristján Flóka í hlaupi inn á teiginn en aðeins of mikil þyngd í sendingunni og staða Kristjáns Flóka vonlítil. Hann nær þó boltanum fyrir markið beint í fang Árna.
10. mín
Stjarnan vinnur boltann hátt á vellinum og færir hann hratt frá vinstri til hægri. Hilmar finnur Örvar Eggerts úti vinstra megin sem á fyrirgjöf fyrir markið sem Róbert Frosti rétt missir af í baráttu við Aron Kristófer.
8. mín
Hætta í teig Stjörnunar þegar boltinn skoppar manna á milli. Guðmundur Kristjánsson nær að endingu valdi á boltanum og kemur honum frá marki.
6. mín
Örvar Eggerts vinnur horn fyrir Stjörnuna.

Hilmar Árni frá vinstri með boltann yfir á fjærstöng en gestirnir skalla frá marki sínu, Niðurstaðan annað horn sem ekkert kemur upp úr.
5. mín
Guy Smit aftur mættur langt út úr markinu eftir sendingu yfir varnarlínu KR. Varnar nú því að Helgi Fróði komist í boltann.
3. mín
KR sækir upp hægri vænginn. Ægir Jarl í baráttu við Örvar Loga sem velur þann kost að setja boltann afturfyrir og á KR því horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
2. mín
KRingar skalla frá.
1. mín
Stjarnan byrjar á einum löngum bolta úr öftustu línu fyrir Örvar Eggerts að elta, Guy hikand í marki KR en kemur út að lokum og skallar boltann frá.

Stjarnan vinnur horn í kjölfarið
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem að sparka þessu af stað hér á Samsungvellinum í þann mund sem sólin brýst fram.
Fyrir leik
Styttist í upphafssparkið.
Ljósin hafa verið tendruð á Samsung vellinum og leikmenn gengið til búningsherbergja til loka undirbúnings og síðustu orða þjálfara fyrir leikinn.

Það er kalt í veðri en mér sýnist ágætlega mætt í stúkuna og enn að fjölga. Vonandi verður full stúka í kvöld enda fátt betra en föstudagsleikur undir flóðljósum í Bestu deildinni.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús Jökull Elísabetarson gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Víkingum. Þórarinn Ingi Valdimarsson fær sér sæti á bekknum og inn í hans stað kemur Örvar Logi Örvarsson.

Hjá KR er Aron Sigurðarson frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Fylki. Atli Sigurjónsson sem gerði tvö mörk gegn Fylki sem varamaður kemur inn í byrjunarlið KR í hans stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þungavigtarmaður spáir í spilin Kristján Óli Sigurðsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.
Um leikinn sem fram fer á Samsung sagði Kristján.


Stjarnan 3 - 2 KR
„Stjarnan skein ekki skært í Víkinni í fyrstu umferðinni og þurfa að rífa sig í gang. Eldgamalt lið sem þeir stilltu upp þrátt fyrir að allir væru að tala um að þeir væru með fullt af börnum í liðinu. KR vann góðan sigur í fyrstu umferðinni en fengu á sig þrjú mörk gegn Fylki. Þetta verður markaleikur, 3-2 fyrir Stjörnuna. Heilaga þrenningin Helgi Fróði, Róbert Frosti og Emil Atla skora fyrir Stjörnuna en Benóný og Aron Þórður fyrir gestina úr Vesturbænum.“

   12.04.2024 10:22
Kristján Óli spáir í 2. umferð Bestu deildarinnar
Fyrir leik
Eldgamalt krakkalið? Það hefur verið nefnt af og til að Stjarnan hafi verið hvað duglegust liða að spila á ungum og upprennandi leikmönnum undanfarin tímabil og komu meðal annars fram sem krakkalið í auglýsingu Bestu deildarinnar fyrir mót. Það kom því nokkuð á óvart að rýna í meðalaldur liðs þeirra í leiknum gegn Víkingum í fyrstu umferð.

Meðalaldur byrjunarliðs Stjörnunnar í leiknum var yfir 28 ár og á svipuðu róli og hið reynslumikla byrjunarlið Víkinga í meðalaldri.

Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnarsson ræddu aldur Stjörnuliðsins í Innkastinu eftir fyrstu umferðina.

   09.04.2024 09:58
Meðalaldur Stjörnunnar kemur mörgum á óvart - „Eldgamalt lið“

Fyrir leik
Dómari
Ívar Orri Kristjánsson er dómari leiksins í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon. Gunnar Freyr Róbertsson er þá fjórði dómari og Þórður Ingi Guðjónsson eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vondar fréttir úr Vesturbæ Í gær fékkst staðfest að Hrafn Tómasson leikmaður KR verður ekki meira með á tímabilinu. Hann meiddist í sigurleiknum gegn Fylki á dögunum og er nú komið í ljós að krossband er slitið. Vond tíðindi fyrir þennan unga og spennandi leikmann sem og lið KR.

Þá er Aron Sigurðarson einnig frá vegna meiðsla en hann þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Fylki á dögunum. Aron verður frá í fjórar til sex vikur.

   11.04.2024 19:10
Krummi með slitið krossband - „Nú er bara að koma grjótharður til baka"

Fyrir leik
Stjarnan Heimamenn í Stjörnunni sóttu ríkjandi Íslandsmeistara Víkings heim í fyrstu umferð mótsins.

Þaðan voru þeir sendir heim stigalausir í þetta skiptið eftir 2-0 tap.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar tók þó ýmislegt jákvætt út úr leiknum þrátt fyrir tapið.

   06.04.2024 22:07
Jökull: Veit ekki hvort ég eigi að hrósa Pablo
Fyrir leik
KR Gestirnir úr Vesturbæ byrjuðu mótið með sigri gegn Fylki í fyrstu umferð eftir hörkuleik.

4-3 urðu lokatölur á Wurthvellinum í Árbæ þar sem að Theodór Elmar Bjarnason, Luke Rae og Atli Sigurjónsson gerðu mörk KR.

Gregg Ryder þjálfari KR viðurkenndi að að púlsinn hefði hækkað undir lok leiks þegar Fylkismenn minnkuðu munin í 4-3

   07.04.2024 22:51
Var stressaður í lokin - „Sagði við strákana að ég mun ekki lifa til fertugs ef þetta heldur svona áfram“


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Önnur umferð Bestu deildarinnar rúllar af stað.
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan og KR mætast en flautað verður til leiks klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Jóhannes Kristinn Bjarnason
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('87)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('74)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
15. Lúkas Magni Magnason
30. Rúrik Gunnarsson
45. Hrafn Guðmundsson ('74)
47. Óðinn Bjarkason

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('33)

Rauð spjöld: