Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Óli spáir í 2. umferð Bestu deildarinnar
KRistján Óli Sigurðsson.
KRistján Óli Sigurðsson.
Mynd: Úr einkasafni
Kristján Óli spáir því að Stjarnan vinni í markaleik í kvöld.
Kristján Óli spáir því að Stjarnan vinni í markaleik í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Benediktsson var aðeins með einn réttan þegar hann spáði í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar spáir í aðra umferðina sem hefst í kvöld.

Stjarnan 3 - 2 KR (19:15 í kvöld)
Stjarnan skein ekki skært í Víkinni í fyrstu umferðinni og þurfa að rífa sig í gang. Eldgamalt lið sem þeir stilltu upp þrátt fyrir að allir væru að tala um að þeir væru með fullt af börnum í liðinu. KR vann góðan sigur í fyrstu umferðinni en fengu á sig þrjú mörk gegn Fylki. Þetta verður markaleikur, 3-2 fyrir Stjörnuna. Heilaga þrenningin Helgi Fróði, Róbert Frosti og Emil Atla skora fyrir Stjörnuna en Benóný og Aron Þórður fyrir gestina úr Vesturbænum.

Breiðablik 2 - 0 Vestri (14:00 á morgun)
Blikar áttu fínar 45 mínútur gegn FH og þurfa að ná í 3 stig í þessum leik því næstu 3 leikir eru gegn Víkingi, KR og Val. Vestri komst ekki á blað í fyrstu umferð og gera það heldur ekki í þessum leik. 2-0 heimasigur og Blikar verða með fullt hús eftir 2 leiki.

KA 0 - 0 FH (15:00 á morgun)
Bæði lið ollu vonbrigðum í fyrsta leik. KA gegn fallbyssufóðri HK og FH gegn Blikum. Það verður mikið undir á Akureyri en ég held því miður fyrir bæði lið að þetta endi með jafntefli 0-0.

HK 2 - 1 ÍA (17:00 á sunnudag)
Fyrsti leikurinn undir ljósunum í Kórnum hefur alltaf ákveðinn sjarma. HK fullir sjálfstrausts eftir jafnteflið fyrir norðan og ÍA án stiga eftir að hafa verið í eltingaleik á Hlíðarenda í 90 mínútur. Mín tilfinning er að HK ultras stuningssveitin kreisti út 3 punkta í 2-1 sigri. Atlarnir tveir, Jónasson og Arnarson með mörkin en Albert Hafsteinsson klórar í bakkann.

Fylkir 0 - 3 Valur (19:15 á sunnudag)
Enginn Rúnar Páll að garga á Fylkismenn af bekknum það þýðir bara eitt. 0 stig í Lautina og Valur vinnur þægilegan 0-3 sigur þar sem GTA skora fyrir þá. Gylfi, Tryggvi og AP24.

Fram 1 - 3 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Hjartað segir jafntefli en hjartað mitt slær oft ekki í takt. Frammarar eru númeri of litlir til að geta veitt Víkingi keppni í þessum leik. 1-3 sigur Víkinga verður því miður staðreynd.

Fyrri spámenn:
Gummi Ben (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner