Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   sun 07. apríl 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Var stressaður í lokin - „Sagði við strákana að ég mun ekki lifa til fertugs ef þetta heldur svona áfram“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var ruglaður leikur. Ég er mjög sáttur með stigin þrjú í kvöld. Þetta verður erfiður völlur að spila á í sumar, útileikur í fyrstu umferð í deildinni, allt getur gerst. Við gerðum vel undir lokin að koma okkur í 4-1 forystu en fyrst og fremst er ég ánægður með að hafa fengið þrjú stig í dag.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir spennuþrunginn 4-3 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Seinustu 20 mínútur leiksins voru svakalegar en staðan var 1-1 þegar það voru 20 mínútur eftir af leiknum, leikurinn endaði 4-3. Hvað gerðist í lokin?

Þetta er góð spurning. Við komum okkur í frábæra stöðu og stýrðum seinni hálfleiknum. Við vorum 4-1 yfir og vildum bara klára leikinn og ljúka þetta af. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og bæta. Þetta er langt ferli hjá okkur. Það verður ekkert fullkomið á degi eitt en stórt hrós á strákana. Það sem mér fannst standa upp úr var að standa með stuðningsfólkinu okkar eftir leikinn. Við erum ein heild og eitt lið.

Gregg er meira en ánægður með stuðningsfólk KR og hrósar þeim hástert.

Stuðningsfólkið er gífurlega mikilvægt fyrir okkur. Stuðningsfólk KR, þetta er stærsti stuðningsmannahópur landsins, við verðum að nýta okkur það. Maður sér hvað þeir gefa liðinu mikið í kvöld.

Seinustu 10 mínútur leiksins voru stressandi fyrir 36 ára gamlan Gregg Ryder.

Ég sagði það við strákana að ég er 36 ára en ég mun ekki lifa til fertugs ef við ætlum að gera þetta alltaf seinustu tíu mínúturnar. En þetta er eitthvað sem við þurfum að laga.“

Aron Sig byrjaði leikinn í dag en kom útaf í fyrri hálfleik þar sem hann var ekki heill að sögn Gregg. Hrafn Tómasson kemur inn fyrir hann og meiðist líka í upphafi síðari hálfleiks.

Þetta var skrýtið með Aron því hann var alveg búin að æfa vel í vikunni. Hann fann eitthvað til í upphitun en ekkert meira en það og hann gat spilað en ekki á sínum besta hraða, þannig til öryggis þá tókum við hann útaf. Þetta leit ekki vel út með Krumma (Hrafn Tómasson) en ég vona að hann sé góður. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur í vetur og er frábær manneskja. Ég vona að þetta er ekki mjög alvarlegt.“

Benoný Breki var ekki með í dag vegna meiðsla en það styttist í hann.

Ég myndi ekki setja einhverja ákveðna tímasetningu á það hvenær hann kemur til baka en það verður fyrr en seinna.“

KR á Stjörnuna næst en Gregg er spenntur fyrir þeim leik sem verður erfiður að hans sögn.

Við eigum Stjörnuna næst sem verður erfiður leikur. Stjarnan vera mjög góðir í sumar og það er margt sem við þurfum að laga í okkar leik fyrir þann leik. Við ætlum okkur að fara þangað og ná í þrjú stig.“ sagði Gregg Ryder að lokum eftir 4-3 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir