Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Augnablik
1
2
Stjarnan
0-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter '26
Guðni Rafn Róbertsson '55 1-1
1-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason '93
24.04.2024  -  20:00
Fífan
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Alltaf góður hiti í Portúgal
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Eysteinn Þorri Björgvinsson
Byrjunarlið:
1. Darri Bergmann Gylfason (m)
2. Arnór Daði Gunnarsson
4. Gabríel Þór Stefánsson
7. Steinar Hákonarson ('74)
8. Brynjar Óli Bjarnason
16. Viktor Andri Pétursson
17. Guðni Rafn Róbertsson
20. Halldór Atli Kristjánsson ('62)
22. Jónþór Atli Ingólfsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson ('91)
34. Arnar Laufdal Arnarsson

Varamenn:
12. Jakub Buraczewski (m)
3. Hrannar Bogi Jónsson
11. Viktor Rivin Óttarsson
15. Benedikt Aron Ívarsson ('91)
18. Nökkvi Egilsson ('62)
21. Aron Ernir Karlsson ('74)
55. Tristan Birkir Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson
Kári Ársælsson
Breki Barkarson
Bjarni Harðarson
Ari Steinn Skarphéðinsson
Óskar Hákonarson

Gul spjöld:
Gabríel Þór Stefánsson ('40)
Steinar Hákonarson ('58)
Eysteinn Þorri Björgvinsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan fer áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins! Þessum stórskemmtilega leik er hér lokið, Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Augnablik sýndu hetjulega frammistöðu og komu eflaust flestum á óvart.

97. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
96. mín
Stjarnan heldur vel í boltann, heimamenn greinilega orðnir úrvinda.
93. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Guðmundur Baldvin að skjóta Stjörnunni í 16-liða úrslit! Emil Atla kemur boltanum vel á Guðmund Baldvin sem klárar vel úr teignum og Fífan þagnar.
91. mín
Inn:Benedikt Aron Ívarsson (Augnablik) Út:Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
90. mín
Emil Atla með skot sem fer af varnarmanni og í horn.
88. mín Gult spjald: Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
87. mín
Guðnundur Baldvin við það að sleppa einn í gegn en Eysteinn með frábæra varnartilburði og kemst í boltann.
83. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni á sprettinum en virðist sem svo að hann hafi tognað á meðan, leiðinlegar fréttir.
80. mín
Rosenörn er ekki í markinu og Stjarnan reynir að spila frá marki, Jónþór Atli kemst í boltann og reynir skotið í fyrsta en boltinn fer rétt framhjá tómu markinu.
Þarna munaði litlu!
78. mín
Aron Ernir kemur sér í fínasta færi en skotið er kraftlítið og Rosenörn ver örugglega.
75. mín
Stjarnan sækir og sækir en Augnablik eru þéttir og verjast vel.
74. mín
Inn:Aron Ernir Karlsson (Augnablik) Út:Steinar Hákonarson (Augnablik)
73. mín
Stöngin! Hilmar Árni með skot við D-boga sem hafnar í stönginni eftir frábært spil Stjörnunnar.
71. mín
Guðni Rafn liggur niðri, leikurinn stopp á meðan.
70. mín
Emil Atla með skot úr teignum eftir frábæran undirbúning Róberts Frosta en enn ver Darri!
69. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Þórarinn fer harkalega í Laufdal og fær réttilega gult fyrir það
68. mín
Hilmar Árni með skot úr teignum en Darri ver vel.
68. mín Gult spjald: Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
68. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
65. mín
Guðmundur Páll dæmir brot og leikmenn hópast að honum og skyndilega fellur Brynjar Óli niður eins og hann hafi fengið eitthvað högg, sá ekki almennilega hvað gerðist.
62. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Stjarnan)
62. mín
Inn:Nökkvi Egilsson (Augnablik) Út:Halldór Atli Kristjánsson (Augnablik)
60. mín
Halldór Atli liggur niðri og er kominn með krampa, enda búinn að vera harðduglegur í leiknum.
59. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Fer harkalega í Laufdal og fær réttilega gult spjald að launum!
58. mín Gult spjald: Steinar Hákonarson (Augnablik)
55. mín MARK!
Guðni Rafn Róbertsson (Augnablik)
Andri Adolphs ætlar að skalla til baka á markmann en skallinn er lélegur og Guðni kemst í boltann og kemur boltanum í netið, senur!
Pressan hjá Augnablik að skila þarna.
54. mín
Augnablik fær aukaspyrnu hjá vítateigshorninu, Gabríel tekur og gefur fyrir en Stjörnumenn skalla frá.
52. mín
Róbert Frosti þræðir boltann frábærlega í gegn á Þorlák Breka sem reynir að sóla Darra markvörð en Darri nær að komast í boltann.
Stuðningsmenn Augnabliks syngja ,,Það var Darri sem bjargaði mér".
Frábærlega gert hjá Darra.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Stjarnan byrjar með boltann.
45. mín
Kári Ársæls stýrir sláarkeppni í hálfleik með hátt í 20 keppendum.
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur Páll flautar til hálfleiks, leikurinn búinn að vera jafnari en ég bjóst við en Stjarnan leiðir með einu marki gegn engu.
41. mín
Hörkutilraun Daníel Finns tekur aukaspyrnuna fast yfir vegginn og Darri þarf að hafa sig allan til svo að hann verji spyrnuna.
40. mín Gult spjald: Gabríel Þór Stefánsson (Augnablik)
Óli Valur á frábæran sprett upp allan völlinn og Gabríel Þór brýtur á honum 10 metrum fyrir framan vítateig.
35. mín
ÞETTA VAR TÆPT Kjartan Már fær sendingu í gegn og kemst framhjá Darra markvarðar Augnabliks og setur boltann í stöngina, þaðan fer boltinn af Eysteini Þorra og rúllar meðfram línunni áður en Darri nær að handsama boltann.
26. mín MARK!
Þorlákur Breki Þ. Baxter (Stjarnan)
Þorlákur brýtur ísinn! Boltinn dettur fyrir Þorlák í teignum og hamrar hann boltanum í samskeytin, almennileg afgreiðsla!
Hans fyrsta mark fyrir Stjörnuna!
23. mín
Viktor Andri kemst í skotið eftir laglegt samspil Augnblika, en skotið fer beint á Rosenörn í marki gestanna.
21. mín
Stjarnan fær fyrsta horn leiksins. Sindri Þór fær boltann óvaldaður í teignum og skallar að marki en boltinn fer af varnarmanni Augnabliks og svo ná þeir að koma hættunni frá.
18. mín
Óli Valur enn og aftur að hóta, nú fer skot hans í varnarmann og Augnablik kemur hættunni frá.
Stjarnan er að ná tökum á leiknum.
15. mín
Óli Valur aftur með skot sem fer beint á Darra Bergmann markvörð Augnabliks sem er í engum vandræðum með að handsama boltann.
13. mín
Óli Valur með skot fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.
9. mín
Augnablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en sendingin fer yfir allan pakkann og í markspyrnu.
6. mín
Halldór Atli í góðu færi! Guðni á góða sendingu á Halldór sem tekur skot úr teignum en boltinn fer rétt yfir markið. Augnablik að byrja þetta betur.
3. mín
Guðni Rafn þræðir Halldór Atla í gegn sem kemst í afbragðsfæri en flaggaður rangstæður. Það er greinilegt að Augnablik ætlar bara að spila sinn bolta í dag, pressa vel á Stjörnuna.
1. mín
Það er rífandi stemning í fífunni!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Gítarsýning! Liðin ganga inná völlinn og þá munar ekki um minna en að Sigmar Ingi formaður Augnabliks rífi upp gítarinn og spili liðin inn!
Kári Ársælsson kynnir svo liðin inn, svona á að gera þetta!
Fyrir leik
Liðin komin inn Stjarnan vann góðan sigur á Val í síðustu umferð í Bestu-deildinni, Jökull Elísarbetarson hristir vel í liðinu frá þeim leik og gerir 9 breytingar á liði sínu.

Augnablik teflir sínu sterkasta liði sem völ er á, en eitthvað er um forföll. Hrannar Bogi þjálfari liðsins verður til taks á bekknum. Hrannar sagði í upphitun fyrir leik að þeir ætluðu að spila leikinn á þeirra forsendum og ætla þeir að reyna að spila út frá marki.
Fyrir leik
Umgjörð upp á 10
Fyrir leik
,,Eitt best spilandi lið á Íslandi Jökull Elísarbetarson er spenntur fyrir leiknum og vonaðist eftir að fá Augnablik þegar dregið var í 32- liða úrslit Mjólkurbikarsins.

„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna."

Jökull sagði í viðtali við Vísi að Augnablik væri eitt best spilandi lið á landinu og þeir þyrftu að halda einbeitingu þó að Augnablik séu nokkrum deildum neðar en Stjarnan.

Augnablik spilar í 3. deild en þeir enduðu í 6. sæti í deildinni á síðasta ári.

Mynd: Augnablik

Fyrir leik
Hvers vegna er Fífan kölluð Portúgal? „Við köllum þetta Portúgal af því að Kári Ársæls mætir oft svona tveimur tímum í leik. Fyrsta sem hann gerir er að loka öllum hurðum í Fífunni og býr með því til mikinn hita þar inni."

„Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera spila á heitum júnídegi inni í Fífu og andstæðingurinn er að tala um það í miðjum leik hvað það sé heitt í Fífunni. Í hálfleik fara svo bara andstæðingarnir út til að fá sér ferskt loft. Við elskum þetta, elskum að spila í góðum hita inni í Portúgal."

„Kári er mikið fyrir hitann. Hann er búinn að taka sig mikið á núna, er kominn í sturlað stand, greinilega búinn að vera mikið í góðum hita inni í World Class sölum,"
sagði Arnar Laufdal Arnarsson leikmaður Augnabliks við Fótbolta.net í síðustu viku.

Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson

   22.04.2024 12:00
Útskýrir af hverju Fífan er kölluð Portúgal
Fyrir leik
Karpov gegn Kasparov Þjálfarar beggja liða eru miklir fótboltahugsuðir og má búast við taktískri skák úr sjöundu vídd í Fífunni í kvöld.

Fyrir leik
Jökull snýr aftur í Fífuna Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mætir sínum gömlu félögum í Augnablik, hann stýrði þeim frá 2018 til 2021 og var það hans fyrsta þjálfarastarf.
Jökull stýrði liðinu við góðan orðstýr en núverandi þjálfari Augnabliks, Hrannar Bogi Jónsson var leikmaður liðsins á þeim tíma.

Tengingarnar milli liðanna eru fleiri en Sindri Þór Ingimarsson varnarmaður Stjörnunnar er einn dáðasti sonur Augnabliks og á hann 70 leiki fyrir þá grænklæddu.

   15.04.2024 15:20
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
32- Liða úrslit Mjólkurbikarsins! Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint úr Fífunni, þar sem Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   17.04.2024 16:05
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
9. Daníel Laxdal
17. Andri Adolphsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson ('62)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('62)
30. Kjartan Már Kjartansson ('62)
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('62)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('62)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('62) ('83)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('62)
22. Emil Atlason ('62)
37. Haukur Örn Brink ('83)
41. Alexander Máni Guðjónsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Guðmundur Kristjánsson
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('59)
Jóhann Árni Gunnarsson ('68)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('69)
Sindri Þór Ingimarsson ('88)

Rauð spjöld: