Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
   mið 17. apríl 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Augnablik
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við reiknuðum með því að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna. Eftir að þeir skoruðu þá tókum við yfir leikinn og vorum miklu, miklu, miklu betra liðið. Úrslitin, 5-2, töluðu sínu máli," sagði Arnar Laufdal Arnarsson sem var valinn besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars karla fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Kormáki/Hvöt. Arnar fær að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Augnablik er í 3. deild en Kormákur/Hvöt verður í 2. deild í sumar.

Arnar, sem spilar sem er snöggur hægri kantmaður, skoraði tvö mörk í leiknum. „Það er hægt að nálgast þessi mörk á TikTok og Instagram-reikningi Augnabliks, kannski ekki hægt að segja að þetta sé fallegasta tvenna sem ég hef skorað en rosalega gott að komast á blað."

Augnablik dróst á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitunum. „Ég missti af drættinum, var sofandi og vakinn með símhringingu, fór og kíkti og sá að við fengum Stjörnuna. Það er eiginlega draumur í dós. Við vildum ekki fá 2. deildar lið og ekki Lengjudeildarlið. Að fá Jölla er eitthvað sem við bíðum rosalega spenntir eftir, ég er í mjög góðu sambandi við Jölla og get ekki beðið eftir því að mæta Stjörnunni. Þetta verður ógeðslega gaman. Við munum gera mjög mikið í kringum leikinn og ég hvet alla til þess að mæta á völlinn," sagði Arnar.

Jölli er Jökull Elísabetarson sem er fyrrum þjálfari Augnabliks og núverandi þjálfari Stjörnunnar.

„Ég sá strax eftir fyrsta tímabilið mitt með Jölla að þetta væri gæi sem ætti ekki að vera þjálfa Augnablik. Maður vissi að hann væri svaka klár og það náði alveg yfir í fótboltann. Maður sá að þetta var algjör snillingur og hann náði ótrúlega vel til leikmanna. Það var hægt að tala við hann um hvað sem er, mjög góður vinur sinna leikmanna. Ég efast ekki um að það sé líka þannig í Stjörnunni. Ég á Jölla mikið að þakka. Hann hafði gríðarlega trú á mér og ég held mjög mikið með honum persónulega," sagði Arnar.

Arnar Laufdal er 24 ára, er uppalinn Bliki og byrjaði að spila með Augnabliki árið 2020. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks fer fram eftir viku, miðvikudagskvöldið 24. apríl, og fer leikurinn fram í Fífunni.

Bestir í bikarnum:
1. umferð - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner
banner