Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 17. apríl 2024 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Arnar með jafnmargar Hleðslur og mörk skoruð í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Augnablik
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við reiknuðum með því að þetta yrði leikur sem við myndum stjórna. Eftir að þeir skoruðu þá tókum við yfir leikinn og vorum miklu, miklu, miklu betra liðið. Úrslitin, 5-2, töluðu sínu máli," sagði Arnar Laufdal Arnarsson sem var valinn besti leikmaður 2. umferðar Mjólkurbikars karla fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Kormáki/Hvöt. Arnar fær að launum verðlaun frá Mjólkursamsölunni.

Augnablik er í 3. deild en Kormákur/Hvöt verður í 2. deild í sumar.

Arnar, sem spilar sem er snöggur hægri kantmaður, skoraði tvö mörk í leiknum. „Það er hægt að nálgast þessi mörk á TikTok og Instagram-reikningi Augnabliks, kannski ekki hægt að segja að þetta sé fallegasta tvenna sem ég hef skorað en rosalega gott að komast á blað."

Augnablik dróst á móti Stjörnunni í 32- liða úrslitunum. „Ég missti af drættinum, var sofandi og vakinn með símhringingu, fór og kíkti og sá að við fengum Stjörnuna. Það er eiginlega draumur í dós. Við vildum ekki fá 2. deildar lið og ekki Lengjudeildarlið. Að fá Jölla er eitthvað sem við bíðum rosalega spenntir eftir, ég er í mjög góðu sambandi við Jölla og get ekki beðið eftir því að mæta Stjörnunni. Þetta verður ógeðslega gaman. Við munum gera mjög mikið í kringum leikinn og ég hvet alla til þess að mæta á völlinn," sagði Arnar.

Jölli er Jökull Elísabetarson sem er fyrrum þjálfari Augnabliks og núverandi þjálfari Stjörnunnar.

„Ég sá strax eftir fyrsta tímabilið mitt með Jölla að þetta væri gæi sem ætti ekki að vera þjálfa Augnablik. Maður vissi að hann væri svaka klár og það náði alveg yfir í fótboltann. Maður sá að þetta var algjör snillingur og hann náði ótrúlega vel til leikmanna. Það var hægt að tala við hann um hvað sem er, mjög góður vinur sinna leikmanna. Ég efast ekki um að það sé líka þannig í Stjörnunni. Ég á Jölla mikið að þakka. Hann hafði gríðarlega trú á mér og ég held mjög mikið með honum persónulega," sagði Arnar.

Arnar Laufdal er 24 ára, er uppalinn Bliki og byrjaði að spila með Augnabliki árið 2020. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks fer fram eftir viku, miðvikudagskvöldið 24. apríl, og fer leikurinn fram í Fífunni.

Bestir í bikarnum:
1. umferð - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Athugasemdir
banner