Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   mán 15. apríl 2024 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Stutt í að lið í efri deildum horfi til Hrannars
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Jökull á hliðarlínunni í Augnabliksgallanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst fáránlega vel á þetta, mjög skemmtilegur dráttur og ég get ekki logið því að ég vonaðist eftir þessu. Það verður gaman að koma annað hvort aftur í Fífuna, Fagralund eða Kópavogsvöll - hvað sem það verður. Þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Jökull er fyrrum þjálfari Augnabliks, var þar þjálfari áður en hann fór til Stjörnunnar. Augnablik, sem er í 3. deild, og Stjarnan mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

„Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera. Mér þykir vænt um þetta, dýrmætur tími og dýrmæt tengsl sem mynduðust þarna. Stór hluti af liðinu sem er ennþá og þeir eru bara að gera mjög skemmtilega hluti og með einn af áhugaverðari þjálfurum í neðri deildunum, mjög efnilegur þjálfari og að gera mjög áhugaverða hluti. Ég held það sé stutt í að lið í efri deildum fari að horfa til hans Hrannars. Ég horfi til baka og fyllist af gleði," sagði Jökull.

Hrannar Bogi Jónsson er þjálfari Augnabliks og unnu hann og Jökull saman á sínum tíma.

Leikur Stjörnunnar og Augnabliks er settur á miðvikudagskvöldið 24. apríl og sem stendur allavega á að spila í Fífunni.
Athugasemdir
banner