Mjólkurbikar karla
Breiðablik

LL
1
2
2

Mjólkurbikar karla
KA

LL
2
4
4


KA
2
4
Fram

0-0
Fred Saraiva
'3
, misnotað víti

Hallgrímur Mar Steingrímsson
'8
1-0
1-1
Róbert Hauksson
'21
1-2
Róbert Hauksson
'34
1-3
Kyle McLagan
'43
Birgir Baldvinsson
'53
2-3
Hans Viktor Guðmundsson
'58
, sjálfsmark
2-4
Guðmundur Magnússon
'90

15.05.2025 - 18:00
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Bongóblíða!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Greifavöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Bongóblíða!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
('45)

4. Rodrigo Gomes Mateo
('63)

5. Ívar Örn Árnason (f)
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson


25. Dagur Ingi Valsson
('46)

28. Hans Viktor Guðmundsson

29. Jakob Snær Árnason
('88)

30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
('63)

77. Bjarni Aðalsteinsson
- Meðalaldur 30 ár
Varamenn:
12. William Tönning (m)
2. Birgir Baldvinsson
('45)


7. Jóan Símun Edmundsson
('63)

8. Marcel Ibsen Römer
('46)

14. Andri Fannar Stefánsson
23. Markús Máni Pétursson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
('63)

44. Valdimar Logi Sævarsson
('88)

90. Snorri Kristinsson
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen
Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Framarar fara áfram í 8-liða úrslitin!
Bikarvörn KA manna lýkur á Greifavellinum í 16-liða úrslitum. Verðskuldaður sigur Framara staðreynd og þeir geta hlakkað til 8-liða úrslitanna!
Takk fyrir mig.
Takk fyrir mig.
94. mín
Framarar eru að sigla þessu
KA menn reyna hvað þeir geta, en gestirnir skalla hvern háa boltann í burtu á fætur öðrum. Og í þessum skrifuðu orðum, lúðrar Ívar Örn Árnason boltanum útaf af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
90. mín
Rautt spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)

Guðmundur Magnússon gjörsamlega straujar Birgi Baldvinsson rétt fyrir utan teig Fram. Hárrétt ákvörðun!
87. mín
KA liðið hamra hverjum langa boltanum fram af fætur öðrum, en þetta er orðið máttlítið og frekar uppgjafarlegt.
84. mín
KA menn í færi!
Bjarni Aðalsteinsson á fast skot í teig Framara en Viktor Freyr ver vel. Þaðan berst boltinn til Birgis, en skot hans er blokkað í horn.
70. mín
Viðar í færi!
Boltinn dettur fyrir framherjann inni á markteig og hann þarf bara að troða boltanum yfir línuna. Viktor Freyr mætir á svæðið og ver glæsilega í horn!
KA menn eiga horn.
KA menn eiga horn.
66. mín
Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)

Pirringsbrot á vallarhelmingi Fram.
58. mín
SJÁLFSMARK!

Hans Viktor Guðmundsson (KA)
FRAMARAR ENDURHEIMTA TVEGGJA MARKA FORYSTU SÍNA!!
Þeir vinna boltann ofarlega á vallarhelmingi KA manna og mér sýndist það vera Már Ægisson sem að renndi boltanum þvert fyrir mark KA. Þar reynir Hans Viktor að koma boltanum frá markinu, en gengur ekki betur en svo að hann þrumar honum í samskeytin á eigin marki.
2-4!
2-4!
53. mín
MARK!

Birgir Baldvinsson (KA)
KA MENN MINNKA MUNINN!!
Virkilega vel útfærð sókn þar sem að boltinn gekk hratt á milli manna! Jakob Snær spændi sig inná teig Fram og kom boltanum á Viðar Örn sem að náði föstu skoti á Viktor Frey.
Viktor varði boltann til hliðar þar sem að Birgir Baldvinsson var fyrstur á svæðið og kom boltanum í netið.
2-3!
Viktor varði boltann til hliðar þar sem að Birgir Baldvinsson var fyrstur á svæðið og kom boltanum í netið.
2-3!
52. mín

Inn:Magnús Þórðarson (Fram)
Út:Róbert Hauksson (Fram)
Tveggja marka maðurinn fer útaf. Virtist kveinka sér lítillega og engir sénsar teknir.
49. mín
KA liðið meira með boltann þessar fyrstu mínútur, en eiga enn eftir að skapa sér eitthvað af viti.
45. mín
Hálfleikur
Það eru Framarar sem að fara inn til búningsherbergja með tveggja marka forystu þegar að Jóhann Ingi flautar til hálfleiks.
Eftir frábært opnunarmark Hallgríms hafa KA menn eiginlega gengið í svefni. Gestirnir í Fram hafa haldið miklu betur í boltann og gefið fá færi á sér. Þeir verðskulda sína forystu og ef að Hallgrímur Jónasson finnur ekki útúr vandræðum KA núna í hálfleiknum þá sé ég enga leið til baka fyrir heimamenn.
Eftir frábært opnunarmark Hallgríms hafa KA menn eiginlega gengið í svefni. Gestirnir í Fram hafa haldið miklu betur í boltann og gefið fá færi á sér. Þeir verðskulda sína forystu og ef að Hallgrímur Jónasson finnur ekki útúr vandræðum KA núna í hálfleiknum þá sé ég enga leið til baka fyrir heimamenn.
45. mín

Inn:Birgir Baldvinsson (KA)
Út:Kári Gautason (KA)
Fer í vinstri bakvörðinn og Guðjón Ernir yfir í hægri bakvörðinn.
43. mín
MARK!

Kyle McLagan (Fram)
FRAMARAR KOMNIR TVEIMUR YFIR!!!
Sýndist það vera Kyle McLagan sem að smellti boltanum inn á nærstönginni!
Vuk óð á Kára Gautason sem að fór aftan í læri og þarf alveg 100% að fara útaf. Vuk klippti svo inn af hægri og skaut í varnarmann og þaðan barst boltinn til McLagan. Hann lagði boltann þægilega framhjá Steinþóri Má.
1-3!
Vuk óð á Kára Gautason sem að fór aftan í læri og þarf alveg 100% að fara útaf. Vuk klippti svo inn af hægri og skaut í varnarmann og þaðan barst boltinn til McLagan. Hann lagði boltann þægilega framhjá Steinþóri Má.
1-3!
41. mín
Hallgrímur setur spyrnuna í varnarvegginn og Framarar koma boltanum í burtu. KA menn halda boltanum.
39. mín
Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)

Tekur Hallgrím niður rétt fyrir utan teig Fram. Þetta er dauðafæri fyrir góðan spyrnumann eins og Hallgrím Mar.
37. mín
Stuttu fyrir seinna mark Fram hafði Vuk Dimitrijevic verið nálægt því að skora eftir klaufagang milli Steinþórs og Hans Viktors, svo að það er ekki annað hægt að segja en að viðvörunarbjöllur hafi verið búnar að hringja ansi hátt fyrir heimamenn.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
MARK!

Róbert Hauksson (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
Stoðsending: Már Ægisson
ÞEIR ERU KOMNIR YFIR!!!
Hörmulegur varnarleikur hjá KA mönnum þar sem að Már Ægisson sleppur í gegn og fer einn í gegn á móti Steinþóri. Steinþór ver skot Más, en Framarinn sýnir yfirvegun og leggur boltann þvert fyrir markið á Róbert sem að setur boltann auðveldlega í opið mark KA.
29. mín
KA menn hreinsa í horn eftir talsvert hik inni á teignum
Steinþór Már handsamar boltann af miklu harðfylgi..
Steinþór Már handsamar boltann af miklu harðfylgi..
25. mín
Skallafæri!
Fred Saraiva tekur góða hornspyrnu inná markteig KA og þar rís Sigurjón Rúnarsson hæst, en hann skallar boltann yfir markið.
24. mín
Jakob!
Jakob Snær Árnason kemur sér í skotfæri inni í teig Fram eftir mikla baráttu í kringum teiginn. Viktor Freyr Sigurðsson er vandanum vaxinn í markinu.
21. mín
MARK!

Róbert Hauksson (Fram)
FRAMARAR JAFNA!!!
Hár bolti fram sem að KA vörnin ræður ekki við. Sýndist boltinn fara af Kára Gautasyni og fyrir fætur Róberts Haukssonar. Hann gerir engin mistök einn gegn Steinþóri og setur boltann undir markmanninn stæðilega.
1-1!
1-1!
19. mín
Framarar talsvert meira með boltann þessa stundina og stýra ferðinni. Þeir leita opnana á þéttum KA pakka aftarlega á vellinum.
17. mín
Kennie Chopart með lúmska fyrirgjöf af hægri kantinum sem að hefði getað skapað usla, en Steinþór Már öruggur í markinu og handsamar boltann.
11. mín
Guðjón Ernir í hörkustöðu við vítateig Fram, lætur vaða en Viktor sér við honum! Góð varsla.
9. mín
Grímsi fellur við eftir návígi við Kyle inn á teignum, einhver vítaköll en það var ekkert í þessu
8. mín
MARK!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hjólhestaspyrna!!!
Töframaðurinn Hallgrímur Mar!
Boltinn barst til hans inn á teignum og hann splæsti bara í hjólhest!! Viktor náði hönd í boltann en það dugði ekki til.
Boltinn barst til hans inn á teignum og hann splæsti bara í hjólhest!! Viktor náði hönd í boltann en það dugði ekki til.
6. mín
KA
Stubbur
Kári - Hans - Ívar - Guðjón
Rodri
Jakob - Dagur - Bjarni - Grímsi
Viðar
Kári - Hans - Ívar - Guðjón
Rodri
Jakob - Dagur - Bjarni - Grímsi
Viðar
5. mín
Jakob með hættulega fyrirgjöf sem Kyle les.
Í kjölfarið sýnir Bjarni mjög lipra takta en fyrirgjöfin er of há og fer yfir Viðar.
Í kjölfarið sýnir Bjarni mjög lipra takta en fyrirgjöfin er of há og fer yfir Viðar.
3. mín
Misnotað víti!

Fred Saraiva (Fram)
Stubbur les Fred, ekki góð spyrna en þó vel varið!
2. mín
Víti!!!
Stubbur tekur Róbert niður inn á teignum. Sýndist það vera Vuk sem fann Róbert í gegn, hann á svo snertingu til hliðar, Stubbur reynir við boltann en nær bara í Róbert.
2. mín
Fram
Vilktor
Kyle - Sigurjón - Israel
Kennie - Simon - Fred - Haraldur
Már
Róbert - Vuk
Kyle - Sigurjón - Israel
Kennie - Simon - Fred - Haraldur
Már
Róbert - Vuk
Fyrir leik
KA menn leiða lukkukrakka inn á völlinn
Alltaf stemning í þessu!
Stuðningssveit KA er líka mætt í stúkuna, gleðitíðindi!
Stuðningssveit KA er líka mætt í stúkuna, gleðitíðindi!
Fyrir leik
Dómararnir
Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna, Ragna Þór Bender og Eðvarð Eðvarðsson eru honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er varadómari og Þóroddur Hjaltalín er eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Bongó!
Það eru einhverjar 18 gráður, glampandi sól og engin ástæða fyrir Akureyringa og nærsveitunga að skella sér ekki á völlinn!
Fyrir leik
Baldvin spáir útisigri!
KA 1 - 2 Fram
Akureyringar verða lamdir niður á jörðina og sumarið svo gott sem eyðilagt þar sem þeir halda áfram þungum, þreyttum og vondum frammistöðum, Framarar mæta gíraðir til leiks enda horfir Rúnar Kristins á þetta Evrópudeildarsæti sem bikarinn gefur eins og David horfir á Victoriu Beckham undir fjögur augu.
Akureyringar verða lamdir niður á jörðina og sumarið svo gott sem eyðilagt þar sem þeir halda áfram þungum, þreyttum og vondum frammistöðum, Framarar mæta gíraðir til leiks enda horfir Rúnar Kristins á þetta Evrópudeildarsæti sem bikarinn gefur eins og David horfir á Victoriu Beckham undir fjögur augu.
Fyrir leik
Almars Ormars slagurinn
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 0-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudag. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jakob Snær Árnason koma inn fyrir þá Marcel Römer og Ásgeir Sigurgeirsson. Ásgeir er ekki í hópnum í dag. Þeir Snorri Kristinsson (2009) og Andri Fannar Stefánsson (1991) koma inn í hópinn fyrir Ásgeir og Hrannar Björn Steingrímsson sem er ekki með í dag.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á laugardag. Þeir Haraldur Einar Ásgrímsson og Róbert Hauksson koma inn fyrir Þorra Stefán Þorbjörnssn og fyrirliðann Guðmund Magnússon. Þeir Jakob Byström (2005) og Freyr Sigurðsson (2005) koma inn í hópinn fyrir þriðja markmanninn, Þorstein Örn Kjartansson, og Alex Frey Elísson. Kennie Chopart er með fyrirliðabandið hjá Fram í dag.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á laugardag. Þeir Haraldur Einar Ásgrímsson og Róbert Hauksson koma inn fyrir Þorra Stefán Þorbjörnssn og fyrirliðann Guðmund Magnússon. Þeir Jakob Byström (2005) og Freyr Sigurðsson (2005) koma inn í hópinn fyrir þriðja markmanninn, Þorstein Örn Kjartansson, og Alex Frey Elísson. Kennie Chopart er með fyrirliðabandið hjá Fram í dag.
Fyrir leik
Hægt að horfa á leikinn hjá Livey
Fyrir leik
Verður bikarkeppnin gulrót KA aftur í ár?
Byrjun KA í Bestu-deild karla hefur verið slök. Uppskeran eftir 6 leiki er einn sigur, eitt jafntefli og 4 töp - heil 4 stig. Liðið situr á botni deildarinnar og eini sigurleikur liðsins var torsóttur 3-2 sigur á FH, lið sem að er í svipuðum vandræðum og KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, stuðaði hópinn fyrir tapið gegn Blikum þegar hann sagðist hafa verið ósáttur með grunnvinnu leikmanna í 3-0 tapinu gegn Skagamönnum. Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Björn Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru allir settir á bekkinn. Hallgrímur sagðist hafa verið ánægður með svar sinna manna, en niðurstaðan var engu að síður 0 stig í pokann.
Nú fá þeir tækifæri á að koma sér í bikarumræðuna á nýjan leik. Vel fór á síðasta ári, en það er hættulegur leikur að ætla sér að fara alltaf stystu leiðina í Evrópu.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, stuðaði hópinn fyrir tapið gegn Blikum þegar hann sagðist hafa verið ósáttur með grunnvinnu leikmanna í 3-0 tapinu gegn Skagamönnum. Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Björn Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru allir settir á bekkinn. Hallgrímur sagðist hafa verið ánægður með svar sinna manna, en niðurstaðan var engu að síður 0 stig í pokann.
Nú fá þeir tækifæri á að koma sér í bikarumræðuna á nýjan leik. Vel fór á síðasta ári, en það er hættulegur leikur að ætla sér að fara alltaf stystu leiðina í Evrópu.

Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Kyle McLagan

8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson
('52)



10. Fred Saraiva
('75)


12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
('75)

23. Már Ægisson

26. Sigurjón Rúnarsson
('46)

29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('92)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
('75)


7. Guðmundur Magnússon
('75)



11. Magnús Þórðarson
('52)

15. Jakob Byström
17. Adam Örn Arnarson
('92)

25. Freyr Sigurðsson
('46)

30. Kristófer Konráðsson
32. Hlynur Örn Andrason
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta
Gul spjöld:
Fred Saraiva ('39)
Már Ægisson ('65)
Þorri Stefán Þorbjörnsson ('78)
Guðmundur Magnússon ('85)
Rauð spjöld:
Guðmundur Magnússon ('90)