Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City
Powerade
Wirtz fagnar í leik með þýska landsliðinu.
Wirtz fagnar í leik með þýska landsliðinu.
Mynd: EPA
Rodrygo er sagður óánægður hjá Real Madrid.
Rodrygo er sagður óánægður hjá Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Velkomin með okkur í slúðurpakka dagsins. Barcelona kemur talsvert við sögu í pakkanum í dag en liðið getur tryggt sér spænska meistaratitilinn í kvöld.

Rúben Amorim segist alls ekki vera nálægt því að segja upp hjá Manchester United en ljóst sé að frammistaða liðsins þurfi að verða betri. Hann telur sig vita hvað þurfi til að laga hana. (BBC)

Manchester City hefur fundað með Florian Wirtz (22), leikmanni Bayer Leverkusen, og hefur áhuga á að kaupa Þjóðverjann í sumar. (Bild)

Félög í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Manchester City og Arsenal, eru að reyna að fá framherjann Rodrygo (24) frá Real Madrid. Fréttir hafa borist af því að Brasilíumaðurinn sé ósáttur hjá spænska stórliðinu. (AS)

Real Madrid er tilbúið að greiða 50 milljóna punda riftunarákvæði til að fá spænska miðvörðinn Dean Huijsen (20) frá Bournemouth. (Sky Sports)

Joshua Zirkzee (23), hollenskur framherji Manchester United, er á óskalista Inter í sumar eftir vonbrigðatímabil á Old Trafford. (Corriere dello Sport)

Liverpool mun ekki samþykkja 850.000 punda tilboð frá Real Madrid um að leyfa varnarmanninum Trent Alexander-Arnold (26) að fara fyrr til spænska félagsins. (Sun)

Newcastle hefur komist á undan Chelsea í baráttunni um enska varnarmanninn Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace. (Teamtalk)

Bayern München hefur komist að samkomulagi við Bayer Leverkusen um kaup á þýska miðverðinum Jonathan Tah (29). (Fabrizio Romano)

Barcelona er tilbúið að keppa við Arsenal um að fá markvörðinn Joan Garcia (24) frá Espanyol. (AS)

Barcelona er tilbúið að selja allt að átta leikmenn úr aðalliðinu í sumar til að fjármagna leikmannakaup og nýja samninga. (Mirror)

Barcelona vill fá miðvörð og bakvörð og einnig vængmann til að vera varaskeifa fyrir Lamine Yamal (17). (ESPN)

Ferran Torres (25) þarf að gangast undir aðgerð og spilar ekki meira með Barcelona á tímabilinu. (Football-Espana)

Hollenski miðjumaðurinn Xavi Simons (22), leikmaður RB Leipzig, er tilbúinn að yfirgefa félagið í sumar, þrátt fyrir að hafa skrifað undir samning í janúar. (Fabrizio Romano)

Bristol City vill halda framherjanum Nahki Wells (34) á næsta tímabili. Liðinu tókst ekki að komast upp í úrvalsdeildina. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner