Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almarsslagurinn á fimmtudag - „Ég þoli ekki að horfa á þessa leiki"
Uppalinn hjá KA og var fyrirliði liðsins þegar hann fór aftur norður undir lok ferilsins.
Uppalinn hjá KA og var fyrirliði liðsins þegar hann fór aftur norður undir lok ferilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Var hjá Fram frá 2008 út 2013.
Var hjá Fram frá 2008 út 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Á fimmtudag tekur KA á móti Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta er annað árið í röð sem liðin mætast í bikarnum en á síðasta tímabili var það í 8-liða úrslitunum og höfðu verðandi bikarmeistarar í KA þá betur.

Almarr Ormarsson er með sterka tengingu við bæði lið, hann er uppalinn hjá KA og lék svo lengi með Fram á sínum ferli. Almarr var gestur í Innkastinu þar sem sjötta umferð Bestu deildarinnar var gerð upp og í lok þáttar var rætt um komandi bikarleiki.

„Annað árið í röð sem þessi lið dragast saman. Þetta er leikurinn sem ég vildi alls ekki fá, nema kannski í úrslitaleiknum. Ég þoli ekki að horfa á þessa leiki, finnst það bara mjög óþægilegt. Ég er meiri KA maður og held meira með þeim í þessum leikjum, en þetta eru ekki skemmtilegir leikir fyrir mig. Mér finnst þetta óþægilegt," segir Almarr.

„Mér finnst þetta verra í deildinni, skiptir mig minna máli í bikarnum, þar fer bara annað liðið áfram og hitt dettur út, verður bara að hafa það."

„KA vann í fyrra, er ríkjandi bikarmeistari og mér finnst liðið verða að vinna þennan leik. Það er smá hikst á Fram akkúrat núna. Þetta er leikur fyrir KA að reyna halda bikarpartíinu áfram og reyna að fá það með sér í deildina líka,"
segir Almarr.

Hann lék með KA tímabilin 2005-2008 og svo aftur 2016-17 og loks 2019-20. Hann kom í Fram sumarið 2008 og var þar út tímabilið 2013 þegar hann varð bikarmeistari með liðinu og hélt svo í KR.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner