Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Besta-deild karla
Fram
LL 1
1
Stjarnan
Besta-deild karla
Afturelding
LL 1
1
Vestri
Víkingur R.
0
0
Bröndby
07.08.2025  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Atilla Karaoglan (Tyrkland)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Leiðin verður varla erfiðari Það er ljóst að sigurvegarinn úr einvígi Víkings og Bröndby mætir franska liðinu Strasbourg. Dregið var í umspil forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í upphafi viku.

Strasbourg hafnaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og er með marga spennandi leikmenn í sínum röðum.
Strasbourg hefur styrkt sig verulega síðan BlueCo, eigendur Chelsea, keyptu það fyrir tveimur árum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góð tíðindi fyrir Víkinga Víkingur R. greindi frá því á þriðjudag að lykilleikmaður liðsins, Nikolaj Hansen hafði framlengt samning sinn við liðið. Samningur sóknarmannsins stæðilega var að renna út eftir tímabilið og voru önnur félög farin að sýna honum áhuga.

Nikolaj, sem er 32 ára og hefur spilað með Víkingi frá árinu 2017 og varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur ásamt því fjórum sinnum lyft Mjólkurbikarnum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Má kalla þetta krísu? Víkingar hafa ekki fagnað miklu á síðustu vikum, en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fimm. En var það heimaleikur gegn albanska liðinu Vllaznia í annari umferð forkeppnar Sambandsdeildarinnar.

Síðustu fimm leikir Víkinga:

FH 2-2 Víkingur R.
Víkingur R. 4-2 Vllaznia
Fram 2-2 Víkingur R.
Vllaznia 2-1 Víkingur R.
Víkingur R. 1-2 Valur

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mourinho ekki aðdáandi dómara kvöldsins Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, gagnrýndi, Atilla Karaoglan dómara leiksins hér í kvöld, harkalega nýverið. Karaoglan gengdi störfum VAR dómara í viðureign Fenerbahce og Trabzonspor á síðasta tímabili, við litla hrifningu þess einstaka og var hann ómyrkur í máli er hann mætti til viðtals eftir leik.

„Í dag var Atilla Karaoglan (VAR dómarinn) maður leiksins. Við sáum hann ekki, en hann var dómari leiksins. Við viljum ekki fá hann aftur. Við viljum hann ekki því það er vond lykt af þessu. Við viljum ekki hafa hann á vellinum og sérstaklega ekki í VAR-herberginu," sagði Mourinho eftir leikinn og fékk í kjölfarið viðeigandi refsingu frá tyrkneska sambandinu.


Mynd: EPA
Fyrir leik
Drengirnir frá Vestegne Gulbláa stórveldið, sem staðsett er í vestur Kaupmannahöfn, hefur unnið dönsku úrvalsdeildina ekki nema ellefu sinnum, síðast árið 2021.

Tímabilið í Danmörku er nýhafið, Bröndby bar sigur úr býtum í fyrstu tveimur leikjum sínum en máttu þola tap síðastliðinn sunnudag gegn Viborg.

Á síðasta tímabili lenti liðið í þriðja sæti í Superligaen, tólf stigum á eftir erkifjendunum í FC København sem hömpuðu titilinum.

Sölvi Geir Ottesen lék með FCK á ferli sínum og býst við góðum móttökum úti í Danmörku. „Skemmtilegur andstæðingur fyrir mig líka persónulega þar sem ég spilaði fyrir erkifjendur þeirra í FCK. Ég býst við góðum móttökum þegar ég mæti á heimavöll Bröndby."


Mynd: EPA
Fyrir leik
Dönsku risarnir mæta í Víkina Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í þráðbeina textalýsingu af dýrari gerðinni þar sem Víkingur tekur á móti Bröndby í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: