Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Breiðablik
31' 1
1
Virtus
Lengjudeild kvenna
Fylkir
23' 0
1
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
29' 1
0
FH
Besta-deild kvenna
Þór/KA
31' 2
0
FHL
Lengjudeild kvenna
ÍBV
31' 0
0
HK
Valur
0
0
Vestri
22.08.2025  -  19:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar úrslit
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Draumar geta ræst hjá Vestra - „Lífið og fótboltinn eiga það sameiginlegt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude hefur náð stórglæsilegum árangri sem þjálfari Vestra. Hann ræddi við Fótbolta.net á Laugardalsvelli og var spurður að því hvort það væri ekki góð tilhugsun að bikarinn gæti verið kominn á Ísafjörð um helgina?

Þurfum að stækka og þora að vinna
„Ég ætla ekki alveg að hugsa það langt, ég er að hugsa út í að liðið mitt sé vel undirbúið fyrir leikinn. Það skiptir gríðarlegu máli að leikmenn séu klárir í það sem fram fer á föstudaginn. Við þurfum að fá orku frá þessu mómenti sem við erum að fara að upplifa með okkar stuðningsmönnum. Við þurfum að stækka á föstudaginn, taka skref fram á við og þora að vinna. Við þurfum að ætla að vinna," segir Davíð.

„Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir mig og ég efast ekki um að leikmenn Vestra munu ekki gera neitt annað en að stækka við tilefnið á föstudaginn. Það er enginn vafi í mér að við getum þetta. Ég er 100% klár á að við getum þetta. Við getum skapað minningar sem verða með okkur um aldur og ævi. Þetta hljómar dramatískt en lífið og fótboltinn eiga það sameiginlegt að við erum að reyna að búa til stórar minningar," segir Davíð.

Ofboðslega góðar minningar
Vestri á góðar minningar frá Laugardalsvelli, þar sem liðið vann úrslitaleik um að komast upp í Bestu deildina fyrir tveimur árum.

„Það mun klárlega hjálpa okkur að við eigum ofboðslega góðar minningar héðan. Við erum rosalega þakklátir fyrir þessar minningar. Fyrir marga sem voru í liðinu þá er þetta eitt það stærsta sem þeir hafa upplifað. Það er rosalega gaman að spóla til baka í hausnum og fara yfir þetta móment, sýna börnunum þetta og upplifa það aftur í sjónvarpinu og annað," segir Davíð.

„Lið Vestra er andlega rosalega stórt og ég tel að liðið stækki enn frekar hér á föstudaginn."

Valur er á toppi Bestu deildarinnar og er sigurstranglegra liðið fyrir úrslitaleikinn. Hvernig lýst Davíð á andstæðingana?

„Það er fátt skemmtilegra en að berjast við lið sem er á toppnum og virðist koma upp úr ákveðinni lægð sem það hefur verið í undanfarin ár. Það er gríðarlega gaman að andstæðingurinn sé stór og við höfum allt að vinna í þessum leik," segir Davíð.
Fyrir leik
Túfa: Umgjörðin minnir á stóra leiki erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mikill spenningur og tilhlökkun fyrir þennan leik. Ég er þakklátur og stoltur af því að við fáum tækifæri til að spila þennan leik fyrir okkar félag. Fólk hefur beðið lengi eftir því að spila svona úrslitaleik, bikarúrslitaleikir eru með öðruvísi sjarma," segir Túfa, Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals.

„Ég vona innilega að það verði góð mæting. Það hefur verið vaxandi stemning og stuðningur hjá okkar fólki í sumar. Við fáum ekki betra tækifæri til að koma saman og vinna þetta saman."

Mikil virðing fyrir Vestra
„Ég ber mikla virðingu fyrir Vestra og það sem hefur verið gert hjá félaginu undanfarin ár. Það hefur verið mikill uppgangur síðan Bjarni Jó var þjálfari og Davíð kemur inn og tekur þetta á næsta stig. Ég þekki Samma vel og var að aðstoða hann með leikmenn þegar ég var úti í Svíþjóð."

„Þetta verður hörkuleikur. Við höfum þrisvar spilað við Vestra á þessu ári og það hafa allt verið hörkuleikir. Það má búast við því sama á föstudaginn. Við höfum trú á okkur sjálfum og erum með leikmenn sem þekkja það að spila bikarúrslitaleik og vinna. Nú er bara fullur fókus á að undirbúa okkur besta."

Gæti vel orðið lokaður leikur
Vestraliðið er vel skipulagt lið sem getur verið erfitt að brjóta á bak aftur. Túfa hefur sjálfur verið þekktur fyrir varnarleik og því eðlileg spurning hvort búast megi við lokuðum leik þar sem fátt verður um færi?

„Það gæti vel verið. Fótbolti er þannig að sama hvernig þú undirbýrð leikinn og planar þá getur alltaf gerst eitthvað óvænt og þess vegna elskar fólk að horfa á fótbolta. Mark breytir leikjum og þá fer leikurinn kannski í allt aðra átt. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og rétt spennustig. Verkefni okkar þjálfarana er að stilla þetta rétt fyrir föstudaginn," segir Túfa.

Það hafa verið talsverðar framkvæmdir á Laugardalsvelli og Túfa segir að umgjörðin í kringum leikinn verði samanburðarhæf við stóra leiki erlendis.

„Geggjað. Þegar maður skoðar völlinn núna og hvernig hann lítur út eftir að það kom hybrid gras og öll hvernig umgjörðin er minnir á stóra leiki erlendis. Það eru tvö góð lið með frábæra stemningu að fara að mætast."
Fyrir leik
„Munum njóta góðs af því að hafa spilað hérna áður“
Mynd: KSÍ

Fyrir tveimur árum fögnuðu Vestramenn á Laugardalsvelli og nú snúa þeir aftur á sama völl. Vestri vann Aftureldingu í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar fyrir tveimur árum 1-0.

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, telur að sú reynsla muni hjálpa liðinu á í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

„Ég held að við munum njóta góðs af því að hafa spilað hérna áður. Það er oft erfitt að koma í fyrsta sinn á svona völl og spila leik. Við höfum prófað þetta áður og eigum eftir að njóta góðs af því," segir Elmar.

Það hafa þó orðið talsverðar breytingar á Laugardalsvelli á tveimur árum, sú stærsta er að komið er hybrid gras.

„Ég er búinn að labba út á völl og þetta lítur hrikalega vel út. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það sama og við gerðum hérna fyrir tveimur árum."

Hvernig er tilhugsunin að mögulega mun Vestri standa uppi með bikarmeistaratitil og Evrópusæti?

„Það er villtur draumur sem maður hefði kannski ekki alveg trúað þegar maður byrjaði í þessu með félaginu. Það er æðislegt að vera kominn á þennan stað og ef svo fer þá eigum við það fyllilega skilið," segir Elmar.

Vestri mun halda sterkt í sín gildi og Elmar telur líklegt að leikurinn verði lokaður.

„Ég held að við eigum eftir að gera það. Í svona leikjum þegar mikið er undir þá á þetta til að vera lokað. Ég býst frekar við því en opnum leik. Valur er með frábært lið, með marga góða leikmenn sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Að sama skapi erum við með leikmenn sem geta mætt því."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?

„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting," segir Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals.

Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.

„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."

Fyrir leik
Leið Vals og Vestra í bikarúrslitin 2025 Valur

32 liða úrslit - Grindavík - Valur 1-3

16 liða úrslit - Valur - Þróttur R. 2-1

8 liða úrslit - ÍBV - Valur 0-1

Undanúrslit - Valur - Stjarnan 3-1

Vestri

32 liða úrslit - Vestri - HK 3-3 (5-4 vítakeppni)

16 liða úrslit - Breiðablik - Vestri 1-2

8 liða úrslit - Vestri - Þór 2-0

Undanúrslit - Vestri - Fram 0-0 (5-3 vítakeppni)

   21.08.2025 13:25
Valsarar hita upp á Ölveri og Vestrafólk í Þróttarheimilinu
Fyrir leik
Vestri vann eina bikarleik þessara liða til þessa Liðin hafa mæst tvisvar í Bestu deildinni, gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í upphafi tímabils og svo vann Valur 2-0 útisigur á Ísafirði. Í sögunni hafa liðin einu sinni mæst í bikarleik og þá urðu heldur betur óvænt úrslit.

   19.08.2025 13:00
Einu sinni áður mæst í bikarnum og þá vann Vestri - „Ein óvæntustu úrslit síðari ára“
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn en hann hefur vaxið mikið sem dómari og hefur verið einn besti dómari sumarsins. Aðstoðardómarar í úrslitaleiknum verða Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson. Arnar Þór Stefánsson verður fjórði dómari.
Fyrir leik
11-0 fyrir Val í bikarmeistaratitlum Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ
KR (14)
Valur (11)
ÍA (9)
Fram (8)
ÍBV (5)
Víkingur R. (5)
Keflavík (4)
FH (2)
Fylkir (2)
Breiðablik (1)
ÍBA (1)
Stjarnan (1)
KA (1)
Fyrir leik
Bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli! Valur, sem er í toppsæti Bestu deildarinnar, mætir Vestra, sem er í fimmta sæti. Undir ljósunum á föstudagskveldi á nýja hybrid grasinu. Er hægt að biðja um það betra?

   21.08.2025 13:30
Svona eru líkleg byrjunarlið fyrir bikarúrslitaleikinn


Mynd: KSÍ
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: