
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins.
Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.
Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.
„Við höfum engan tíma til að velta okkur upp úr þeim leik, við erum búnir að afgreiða hann. Við höfum fengið 1-2 skelli í deildinni en höfum sýnt það á þessu tímabili að við höfum rifið okkur saman í andlitinu og skilað góðri frammistöðu eftir það. Við þurfum að gera það aftur," segir Hólmar.
Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?
„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting."
Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.
„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir