Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 19. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Mynd: KSÍ
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins.

Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.

„Við höfum engan tíma til að velta okkur upp úr þeim leik, við erum búnir að afgreiða hann. Við höfum fengið 1-2 skelli í deildinni en höfum sýnt það á þessu tímabili að við höfum rifið okkur saman í andlitinu og skilað góðri frammistöðu eftir það. Við þurfum að gera það aftur," segir Hólmar.

Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?

„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting."

Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.

„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner