
„Þetta er sérstök stund fyrir mig og bróður minn," segir Patrick Pedersen, markahrókur Vals, sem mætir bróður sínum Jeppe Pedersen, leikmanni Vestra, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudagskvöld.
„Við vitum að það verður einn bikar í fjölskyldunni en það er samt ekki eitthvað sem þú hugsar um þegar þú ert úti á vellinum," segir Jeppe í stuttu innslagi í auglýsingaefni fyrir leikinn.
Eins og allir lesendur vita sló Patrick markamet Íslandsmótsins í sumar og ljóst að Vestri mun leggja áherslu á að hann komist ekki í skotfæri. Patrick hefur skorað í báðum viðureignum liðanna í Bestu deildinni í sumar.
„Ég held að við séum með leikmenn sem vita hvernig eigi að taka hann úr umferð og við verðum að gera það af alvöru," segir Jeppe, sem er á sínu öðru tímabili með Vestra.
„Við vitum að það verður einn bikar í fjölskyldunni en það er samt ekki eitthvað sem þú hugsar um þegar þú ert úti á vellinum," segir Jeppe í stuttu innslagi í auglýsingaefni fyrir leikinn.
Eins og allir lesendur vita sló Patrick markamet Íslandsmótsins í sumar og ljóst að Vestri mun leggja áherslu á að hann komist ekki í skotfæri. Patrick hefur skorað í báðum viðureignum liðanna í Bestu deildinni í sumar.
„Ég held að við séum með leikmenn sem vita hvernig eigi að taka hann úr umferð og við verðum að gera það af alvöru," segir Jeppe, sem er á sínu öðru tímabili með Vestra.
„Hann er alltaf að reyna að ögra mér og komast inn í hausinn á mér," segir Patrick um bróður sinn.
Úrslitaleikur Vals og Vestra verður klukkan 19:00 á föstudagskvöld og að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir