Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Undankeppni EM U21
Ísland U21
LL 1
2
Færeyjar U21
Besta-deild kvenna
Breiðablik
27' 0
1
FH
Lengjudeild kvenna
Grótta
82' 3
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Tindastóll
84' 1
0
Fram
Besta-deild kvenna
Víkingur R.
81' 3
2
Valur
Lengjudeild kvenna
Grind/Njarð
LL 4
1
HK
Tindastóll
1
0
Fram
Samtals
1
:
0
Makala Woods '55 1-0
04.09.2025  -  18:00
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Sveinn Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Genevieve Jae Crenshaw (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Nicola Hauk
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('27)
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('76)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir
25. Makala Woods
26. Katherine Grace Pettet
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Guðrún Þórarinsdóttir ('76)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
15. Emelía Björk Elefsen
16. Harpa Sif Hreiðarsdóttir
17. Katelyn Eva John
18. Sunneva Dís Halldórsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('27)
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Sveinn Sverrisson
Saga Ísey Þorsteinsdóttir
Jón Hörður Elíasson

Gul spjöld:
María Dögg Jóhannesdóttir ('45)
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('66)

Rauð spjöld:
84. mín
Inn:Ólína Sif Hilmarsdóttir (Fram) Út:Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Fram)
82. mín
Elísa með flotta stungu inn á Birgittu, hún er komin ein í gegn en flaggið á loft
81. mín
Elísa brýtur á Kamilu, Una tekur spyrnuna en Makala skallar þetta frá fyrir Stólana
79. mín
Crenshaw með stungu upp á Elísu, hún tekur touchið og ætlar að reyna að lauma boltanum inn í teig á Makölu en varnarmenn Fram vel á verði og koma þessu burt
78. mín
Crenshaw með enn eina vörsluna hér í kvöld!
77. mín
Tindastóll kallar hér á víti, Dom stígur Birgittu út sem fellur um hana , hefði alveg verið hægt að flauta víti en það hefði samt verið mjööög soft
76. mín
Inn:Guðrún Þórarinsdóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
75. mín
Lily Farkas við það að sleppa í gegn en María með frábæran varnarleik og potar boltanum frá
73. mín
ÚFFFF!!!! Emma Young með skalla í fjærhornið, Lara bjargar á línu! Boltinn berst svo út á Hildi Maríu sem á skot sem Crenshaw ver í slánna...
71. mín
Una Rós tekur hornspyrnu, fer í Katherine og út á Emmu sem skallar hann í átt að marki en Crenshaw grípur hann
66. mín
Úfffffffff Murielle setur boltann í markið en flaggið á loft!
66. mín Gult spjald: Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Tindastóll )
64. mín
Inn:Katrín Erla Clausen (Fram) Út:Alda Ólafsdóttir (Fram)
63. mín
Svakaleg fyrirgjöf frá Murielle, María sterk í vörninni og kemur í veg fyrir að Alda nái boltanum, boltinn dettur svo fyrir Unu en hún kicksarann
61. mín
Murielle kemur boltanum upp á Eyrúnu Völu sem setur hann fyrir á Öldu, hún á síðan álitlegt skot en það þó yfir..
58. mín
Vá! Murielle með þrumuskot beint í slánna, boltinn dettur svo út í teiginn en það verður þó ekkert úr þessu
55. mín MARK!
Makala Woods (Tindastóll )
Stoðsending: María Dögg Jóhannesdóttir
Makala setur boltann út á Maríu sem tekur hann með sér og setur hann svo inn í, þar sem Makala er aftur mætt og setur fótinn í fyrirgjöfina framhjá Ashley í markinu
53. mín
Birgitta brýtur af sér, Dom tekur spyrnuna upp á Murielle en boltinn endar svo hjá Crenshaw
51. mín
Birgitta með fyrirgjöf þar eru Makala og Elísa mættar en Makala nær ekki að stjórna boltanum og boltinn framhjá
50. mín
Una með hornspyrnuna en Crenshaw grípur þetta örugglega
49. mín
Murielle með hörkuskot en Crenshaw ver vel
46. mín
Aldís með stungu upp á Makölu en Emma Young sterk og skýlir boltanum útaf
46. mín
Elísa Bríet sparkar þessu af stað fyrir heimakonur, þær þeysast í sókn sem endar með skalla frá Makölu Woods en boltinn framhjá
45. mín
Hálfleikur
Staðan í hálfleik er hér 0-0

Fremur bragðdaufur leikur framan af, ekki mikið að gerast en Fram konur tóku heldur betur við sér í lok seinni hálfleiks og áttu hvert dauðafærið á fætur öður en Crenshaw í marki Tindastóls er að eiga stórleik og er ástæða þess að leikurinn er enn 0-0
45. mín
Una Rós tekur aukaspyrnuna fyrir Fram, boltinn inn í teig en berst svo til Crenshaw sem handsamar hann
45. mín Gult spjald: María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Stoppar hér skyndisókn með peysutogi
45. mín
+2
Birgitta tekur boltann inn á völlinn, reynir skot en það fer yfir markið

Birgitta á svo nánast strax aftur færi, setur hann fyrir, Elísa fellur í teignum en Aldís nær honum en varnarmenn Fram eru sterkar og boltinn upp völlinn
45. mín
Una Rós með hornspyrnu fyrir Fram, Crenshaw vel á verði og grípur þetta örugglega
45. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉR?!?! tvö önnur dauðafæri bara í röööð! skot í stöng frá Lily Farkas og ég veit ekki hvað?
45. mín
Vó!!!! Varið á línu Emma Young með skalla á markið en Nikola Hauk bjargar á línu! annað horn svo sem Crenshaw blakar í slánna! Stólastelpur stálheppnar að vera ekki komnar undir
43. mín
Vond sending úr vörn Tindastóls sem Eyrún Vala hirðir, tekur hann með sér og á svo hörkuskot en Crenshaw enn og aftur að verja vel
42. mín
Lily Farkas að reyna fyrirgjöf eða skrítið skot? Boltinn allavega laaaaangt framhjá!
41. mín
Fram konur hafa átt hér mun hættulegri færi en Crenshaw er heldur betur vakandi í markinu og heldur Tindastóli inn í leiknum!
39. mín
Alda lætur vaða á löngu færi, boltinn fastur niðri en Crenshaw á ekki í vandræðum með að handsama þennan bolta
38. mín
Dauuuuuuðafææææriiii Fram konur komast í dauðafæri en Crenshaw ver hér tvisvar glæsilega
34. mín
Elísa lætur bara vaða úr spyrnunni en boltinn svífur yfir markið
33. mín
Hildur María brýtur á Aldísi Maríu á hættulegum stað
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Makala Woods nælir í hornspyrnu fyrir gestina, Elísa tekur hornið beint á kollinn á Nikolu Hauk en boltinn í fangið á Ashley nýja markmanni Fram
27. mín
Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Tindastóll ) Út:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll )
Laufey getur ekki haldið leik áfram
25. mín
Aldís þeysist upp völlinn fyrir heimakonur en missir boltann aðeins of langt frá sér og Dom mætir og lokar
23. mín
Stórhættuleg sókn hjá Fram, fyrirgjöf frá Öldu en hún rúllar framhjá öllum í teignum
21. mín
Eyrún Vala og Laufey Harpa skella fast saman, Laufey liggur eftir
16. mín
Dauðafæri hjá Framkonum! Sending frá Dom inn á lily Farkas hún í dauðafæri en Crenshaw með vörslu úr efstu hillu!
15. mín
Murielle þeytist í skyndisókn en aftur er Crenshaw komin langt út fyrir teig og er á undan í boltann
15. mín
Aldís kemur boltanum á Elísu sem kemst í skotfæri en í varnarmann
13. mín
Alda kemur boltanum á Unu sem á skot en í varnarmann
11. mín
Crenshaw komin langt út úr markinu en er á undan Murielle í boltann sem var sloppin í gegn
9. mín
Álitleg sókn hjá heimakonum, endar með skoti frá Birgittu, þær kalla eftir horni en markspyrna dæmd
7. mín
Eyrún Vala með hörkusprett upp hægri kantinn en ekkert verður þó úr þessu
3. mín
Eyrún Vala nælir í hornspyrnu fyrir gestina, Crenshaw grípur svo hornspyrnuna auðveldlega
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka þessu af stað
Fyrir leik
Spámaður í í 16. umferð Bestu kvenna Hulda Ösp Ágústsdóttir, markahæsti leikmaður Gróttu í Lengjudeildinni, spáir í spilin fyrir 16. umferð Bestu deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Tindastóll 2-0 Fram
Krókurinn gefst ekki upp. Þær ætla að halda sér uppi í þessari deild. Ferðalög fyrir lið í bænum geta reynst erfið þegar líður á sumrin. Þægilegur sigur hjá Tindastól í mikilvægum leik.

Sjá nánar hér
Fyrir leik
Fram Fram sitja eins og staðan er í dag í 7. sæti með 18 stig, aðeins 1 stigi á eftir Stjörnunni í 6. sætinu og 3 stigum á eftir Þór/KA í 5. sætinu.

Fram koma á krókinn á sigurbraut en þær unnu Þór/KA 1-2 í síðustu umferð.

Fram situr eins og áður segir í 7. sætinu sem skiptist í neðri hluta úrslitakeppninar. Framkonur hljóta því að mæta 110% í þennan leik og freistast til að komast uppfyrir Stjörnuna sem myndi gefa þeim sæti í efri hluta úrslitakeppninar og öruggt sæti í deild þeirra bestu á næsta ári!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tindastóll Tindastóll situr í dag í næst neðsta sætinu með 14 stig, 2 stigum á eftir Víkingum í 8. sætinu og 4 stigum á eftir mótherjum kvöldsins, Fram, sem sitja í 7. sætinu.

Tindastóll tapaði stórt í síðustu umferð þegar þær steinlágu 1-5 fyrir Víking.

Síðasti leikur Tindastóls og Fram endaði 1-0 fyrir Fram þar sem fyrrum leikmaður Tindastóls Murielle Tiernan skoraði í uppbótartíma.

Við eigum því heldur betur von á góðum botnbaráttuslag í kvöld!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Sveinn Arnarsson og honum til halds og traust verða Sigurjón Þór Vignisson og Kári Mímisson aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Garðar Örn Hinriksson og varadómari í kvöld er Sinisa Pavlica

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Sauðárkróksvelli þar sem Tindastóll tekur á móti Fram í 16. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!


Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Byrjunarlið:
1. Ashley Brown Orkus
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
4. Emma Kate Young
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('84)
7. Alda Ólafsdóttir ('64)
9. Murielle Tiernan
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Lily Anna Farkas
14. Hildur María Jónasdóttir
30. Kamila Elise Pickett
77. Eyrún Vala Harðardóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
6. Katrín Erla Clausen ('64)
8. Karítas María Arnardóttir
20. Freyja Dís Hreinsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir ('84)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)
Guðlaug Embla Helgadóttir
Thelma Björk Theodórsdóttir
Pálmi Þór Jónasson
Gareth Thomas Owen
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:

Rauð spjöld: