Undankeppni EM U21
Ísland U21

LL
1
2
2

Besta-deild kvenna
Breiðablik

27'
0
1
1

Lengjudeild kvenna
Grótta

82'
3
0
0

Besta-deild kvenna
Tindastóll

84'
1
0
0

Besta-deild kvenna
Víkingur R.

84'
3
2
2

Lengjudeild kvenna
Grind/Njarð

LL
4
1
1


Ísland U21
1
2
Færeyjar U21

0-1
Mattias Hellisdal
'3
0-2
Áki Samuelsen
'16
Heini Sörensen
'62
, sjálfsmark
1-2
Jóhan Josephsen
'93

04.09.2025 - 17:00
Þróttarvöllur
Undankeppni EM U21
Dómari: Ross Hardie (Skotland)
Þróttarvöllur
Undankeppni EM U21
Dómari: Ross Hardie (Skotland)
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
('65)

5. Hlynur Freyr Karlsson
7. Ágúst Orri Þorsteinsson
('65)

9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson
('74)

14. Helgi Fróði Ingason
('65)

17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
18. Kjartan Már Kjartansson
23. Nóel Atli Arnórsson
('84)

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Ásgeir Helgi Orrason
3. Júlíus Mar Júlíusson
('65)

6. Baldur Kári Helgason
8. Guðmundur Baldvin Nökkvason
('84)

19. Róbert Frosti Þorkelsson
('65)

20. Hinrik Harðarson
('74)

21. Tómas Orri Róbertsson
22. Galdur Guðmundsson
('65)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Gísli Þorkelsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Úffffff
Færeyingarnir vel að þessu komnir en Íslenska liðið var afar dapurt í dag.
Viðtöl og skýrsla á leiðinin.
Þangað til næst, takk fyrir mig.
Viðtöl og skýrsla á leiðinin.
Þangað til næst, takk fyrir mig.
98. mín
Jóhannes Kristinn tekur spyrnuna á fjærsævðið þar sem Hlynur Karl er mættur og skallar boltann fyrir markið á Eggert Aron. Hann reynir skotið sem Hans ver.
97. mín
Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað!
Uppbótartíminn löngu liðinn. Seinasta spyrna leiksins.
93. mín
Rautt spjald: Jóhan Josephsen (Færeyjar U21)

Nýkominn inn á og er farinn í sturtu!
Fer í glórulausa tæklingu á Kjartani og fær sitt annað gula.
88. mín
Tveir Færeyingar sem liggja niðri og þurfa aðhlynningu. Þeir auðvitað éta og éta bara tímann af klukkunni núna.
84. mín

Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Ísland U21)
Út:Nóel Atli Arnórsson (Ísland U21)
82. mín
Jói Bjarna tekur spyrnuna inn á teiginn sem er skölluð frá af fyrsta varnarmanni en sóknarpressa Íslands heldur áfram.
78. mín
Það liggur mark í loftinu
Ég hef það á tilfiningunni að Ísland mun jafna miðað við hvernig leikurinn er að þróast.
71. mín
MAAAAARRRRR..... rangur!
Ísland skorar en flaggið fór á loft.
Eggert Aron með sendingu fyrir markið sem Róbert Frosti kemst til. Boltinn fer svo á Benoný Breka sem klárar framhjá Hans en Benoný var víst fyrir innan og markið er dæmt af.
Eggert Aron með sendingu fyrir markið sem Róbert Frosti kemst til. Boltinn fer svo á Benoný Breka sem klárar framhjá Hans en Benoný var víst fyrir innan og markið er dæmt af.
62. mín
SJÁLFSMARK!

Heini Sörensen (Færeyjar U21)
Stoðsending: Lúkas Petersson
Stoðsending: Lúkas Petersson
Mikilvægt mark!
Lúkas kemur með langan bolta upp völlinn eftir hornspyrnu Færeyinga. Hilmir fær boltann og keyrir upp völlinn og inn á teiginn. Hann reynir svo að gefa boltann fyrir markið á Eggert Aron en boltinn fer í Heini og í netið.
Koma svo!
Koma svo!
61. mín
Sláin!
Ágúst Orri fær boltann inni á teignum og reynir skot úr erfiðu færi sem endar í þverslánni.
Aðeins eitt lið á vellinum í seinni hálfleiknum en það eru engin mörk að koma sem er áhyggjuefni.
Aðeins eitt lið á vellinum í seinni hálfleiknum en það eru engin mörk að koma sem er áhyggjuefni.
59. mín
Ísland að sækja
Helgi Fróði með skemmtilega takta inni á vítateig Færeyja og kemur boltanum fyrir markið á Benoný Breka. Hann gerir mjög vel í að snúa og ná skotinu á markið sem Hans ver.
55. mín
Spyrnan er tekin stutt á Helga Fróða sem lyftir boltanum á fjærstöngina þar sem Hlynur Freyr er mættur og skallar boltann beint á Hans.
54. mín
Ísland í færi
Ágúst Orri og Helgi Fróði leika skemmtilega sín á milli inni í vítateig Færeyja sem endar með skoti Ágústar í varnarmann og aftur fyrir í hornspyrnu.
52. mín
Gult spjald: Dávid Reynheim (Færeyjar U21)

Stendur viljandi fyrir aukaspyrnu sem Ísland ætlar að taka strax.
48. mín
Hörkufæri!
Jói Bjarna tekur aukaspyrnu af miðjum velli inn á teiginn þar sem Hlynur Freyr er mættur einn á auðum sjó og nær að taka á móti boltanum. Hann kassar boltann og tekur svo skotið sem fór rétt yfir.
46. mín
Seinni hafinn! - Engar breytingar í hálfleik
Það er Hilmir sem kemur þessu í gang á ný fyrir okkur, engar breytingar í hálfleik sem mér finnst afar áhugavert miðað við hvernig sá fyrri spilaðist.
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum skelfilega fyrri hálfleik lokið.
Vonandi sjáum við eitthvað annað gerast í þeim seinni.
Vonandi sjáum við eitthvað annað gerast í þeim seinni.
43. mín
Íslenska liðið hefur valdið mér mjög miklum vonbrigðum í þessum fyrri hálfleik. Ég trúi ekki öðru en að Ólafur Ingi geri einhverjar breytingar í hálfleiknum.
36. mín
Leikurinn hefur róast, Ísland heldur mikið meira í boltann en ná ekki að brjóta þennan varnarmúr Færeyinga niður.
30. mín
Íslenska liðið stálheppið!
Lúkas með skelfilega sendingu úr markinu sem fór beint á andstæðing sem var við það að láta vaða á markið, einn gegn Lúkasi þegar Hlynur mætti á svæðið og bjargaði markverði sínum.
Þarna vorum við hreinlega stálheppnir að lenda ekki 3-0 undir eftir hálftíma leik og gefa enn eitt markið.
Þarna vorum við hreinlega stálheppnir að lenda ekki 3-0 undir eftir hálftíma leik og gefa enn eitt markið.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Færeyingar hreinsa fyrirgjöf í burtu frá Íslandi, boltinn skoppar skemmtilega fyrir utan teiginn fyrir Nóel Atla. Hann reynir skotið í fyrsta sem fer rétt yfir.
25. mín
Eggert Aron kemur með boltann inn á teiginn þar sem Nóel Atli er mættur og hann skallar boltann framhjá.
19. mín
Menn eru ekki mættir til leiks
Mörk breyta leikjum og allt það en það er rosalegt að sjá Íslenska liðið í þessum leik miðað við það Færeyska. Ísland er búið að senda boltann þrisvar sinnum útaf í innkast eftir annað markið.
Þetta byrjar alls ekki vel. Íslenska liðið verður að fara að stíga upp.
Þetta byrjar alls ekki vel. Íslenska liðið verður að fara að stíga upp.
16. mín
MARK!

Áki Samuelsen (Færeyjar U21)
Gjöf frá Íslandi til Færeyja!
Færeyingar koma með langan bolta upp völlinn sem Jóhannes Kristinn ætlar að senda til baka á Lúkas í markinu. Hann bara hitti varla boltann og Áki Samuelsen leggur af stað og klárar framhjá Lúkasi.
Hörmungarbyrjun hjá Íslenska liðinu sem hafa bara verið sjálfum sér verstir þessar upphafsmínútur.
Hörmungarbyrjun hjá Íslenska liðinu sem hafa bara verið sjálfum sér verstir þessar upphafsmínútur.
16. mín
Jóhannes tekur spyrnuna á fjærsvæðið þar sem Benoný Breki er mættur einn á auðum sjó en hann hittir ekki boltann nægilega vel svo Færeyingar fá markspyrnu.
14. mín
Jóhannes Kristinn tekur spyrnuna inn á teiginn en Ingi skallar boltann frá. Sóknarpressa Íslands heldur áfram.
10. mín
Ísland að sækja í sig veðrið
Benoný Breki fær boltann inni á teignum og rúllar boltanum fyrir markið á Helga Fróða sem skýtur í varnarmann.
Sóknarpressa Íslands heldur áfram.
Sóknarpressa Íslands heldur áfram.
8. mín
Fín sókn hjá Íslandi sem endar með sendingu inn á teiginn hjá Jóa Bjarna, Eggert Aron nær til boltans en skotið hans fór hátt yfir.
3. mín
MARK!

Mattias Hellisdal (Færeyjar U21)
Hörmuleg byrjun hjá Íslenska liðinu!
Færeyingar sækja upp völlinn og það kemur sending fyrir markið við D-bogann á Mattias. Mér fannst Eggert Aron vera kominn með boltann þegar skyndilega Mattias er kominn á boltann við vítateigslínuna og lætur vaða á markið.
Held að Lúkas átti ekki von á þessu, spurning hvort hann hefði getað gert betur en ég er ekki viss.
Skelfileg byrjun allaveganna og Ísland er komið í djúpa holu núna strax í upphafi þessa leiks.
Held að Lúkas átti ekki von á þessu, spurning hvort hann hefði getað gert betur en ég er ekki viss.
Skelfileg byrjun allaveganna og Ísland er komið í djúpa holu núna strax í upphafi þessa leiks.
Fyrir leik
Utan hóps
Arnar Daði Jóhannesson, Freyr Sigurðsson og Haukur Andri Haraldsson eru utan hóps hjá íslenska liðinu í dag.
Fyrir leik
Einn úr Bestu byrjar
Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarlið Íslands en þar er aðeins einn leikmaður sem spilar á Íslandi; Ágúst Orri í Breiðabliki.

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari hefur opinberað byrjunarlið Íslands en þar er aðeins einn leikmaður sem spilar á Íslandi; Ágúst Orri í Breiðabliki.
Fyrir leik
Viðtöl við leikmenn í aðdraganda leiksins
Baldvin Már Borgarsson, fréttamaður Fótbolta.net, mætti á æfingu U21 liðsins í gær og spjallaði við fjóra leikmenn.
03.09.2025 11:30
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
03.09.2025 12:00
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
03.09.2025 12:30
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
03.09.2025 13:00
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Fyrir leik
Þriðja liðið
Dómarar þessa leiks koma alla leið frá Skotlandi. Aðaldómari leiksins er Ross Hardie, honum til aðstoðar verða þeir Douglas Potter og Jonathan Bell og skiltadómari leiksins er hann Duncan Nicolson.
Mikil vinátta ríkir milli Íslands og Skotlands.

Fyrir leik
Ísland er land mitt
Þetta er okkar fyrsti leikur í riðlinum og er klárlega krafan að vinna í dag. Seinasta undankeppni fór ekki eins og við vildum þegar við enduðum í 4. sæti í 5 liða riðli með 9 stig, 5 stigum frá 2. sætinu sem kemur okkur í umspil og 8 stigum frá toppnum sem kemur okkur beint á lokamótið.
Það væri mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni á sigri og hvað þá á heimavelli gegn nágrönnum okkar.
Það væri mjög mikilvægt að byrja þessa undankeppni á sigri og hvað þá á heimavelli gegn nágrönnum okkar.

Fyrir leik
Færeyingarnir heitari en Íslendingarnir
Í seinustu 5 leikjum U21 landsliðs Færeyja hafa komið tveir sigrar, þeir hafa reyndar komið í seinustu tveimur leikjum. Í seinustu 5 leikjum hjá íslenska liðinu hefur komið einn sigur. Þá er ég að horfa í keppnisleiki en ekki æfingaleiki. Færeyjar er búið að spila einn leik í riðlinum við Eistland sem þeir unnu 2-1 og eru því auðvitað á toppi riðilsins.
Hér er mynd sem Elvar Geir tók í Færeyjum árið 2018.

Hér er mynd sem Elvar Geir tók í Færeyjum árið 2018.
Byrjunarlið:
1. Hans Jákup Armgrímsson (m)
3. Ingi Arngrímsson
5. Jákup Vilhemsen
6. Mattias Hellisdal
('80)


9. Heini Sörensen

10. Áki Samuelsen

15. Árni Nóa Atlason

17. Ejvind Mouritsen
18. Hans Höjgaard
19. Dávid Reynheim
('55)


20. Virgar Jónsson
Varamenn:
12. Rasmus Olsen (m)
2. Bjarti Thorleifsson
4. Jónas Prior
7. Aron Benjaminsen
8. Dávid Andreasen
('55)

11. Jóhan Josephsen
('80)


13. Torkil Holm
14. Jógvan Gullfoss
16. Aron Reinert Hansen
Liðsstjórn:
Ólavur Mikkelsen (Þ)
Gul spjöld:
Dávid Reynheim ('52)
Árni Nóa Atlason ('91)
Rauð spjöld:
Jóhan Josephsen ('93)