Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Þór/KA
57' 2
0
Tindastóll
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Þróttur R.
LL 3
2
Víkingur R.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Breiðablik
LL 1
2
Stjarnan
Besta-deild kvenna - Efri hluti
FH
LL 1
1
Valur
Þór/KA
2
0
Tindastóll
Ellie Rose Moreno '5 1-0
Sonja Björg Sigurðardóttir '43 2-0
25.09.2025  -  19:15
Boginn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Aðstæður: Hlýtt og fínt inn í Boganum
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: 350
Byrjunarlið:
20. Jessica Grace Berlin (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
4. Ellie Rose Moreno
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('46)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir (f)
27. Henríetta Ágústsdóttir
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
5. Embla Mist Steingrímsdóttir
7. Amalía Árnadóttir ('46)
11. Sigyn Elmarsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger
21. Ísey Ragnarsdóttir
23. Bríet Fjóla Bjarnadóttir
25. Halldóra Ósk Gunnlaugsd. Briem
26. Rósa Signý Guðmundsdóttir
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Margrét Árnadóttir
Iðunn Elfa Bolladóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson
Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
Eva S. Dolina-Sokolowska

Gul spjöld:
Agnes Birta Stefánsdóttir ('46)

Rauð spjöld:
57. mín
Ágætis sókn hjá Tindastólskonum, Birgitta komin í ágætisfæri en nær ekki að setja boltann á markið, Elísa reynir síðan skot og þá Laufey en að lokum ná Þór/KA konur að koma boltanum frá
55. mín
Inn:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) Út:Guðrún Þórarinsdóttir (Tindastóll )
54. mín
Dauðafæri.. Hulda Óska kemur á ferðinni leikur á Pettet og er komin í góða stöðu en Crenshaw sér við henni og ver vel
53. mín
Þór/KA eru komnar í góða stöðu en Sonja endar á að brjóta á Crenshaw í markinu
48. mín
Nicola Hauk tekur aukaspyrnu inn í teig Þór/KA, þar er Sonja langstærst og skallar boltann frá
46. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
46. mín Gult spjald: Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
46. mín
Þór/KA konur sparka hálfleiknum af stað
45. mín
Hálfleikur
Þór/KA leiða hér í hálfleik 2-0

Komu boltanum í netið strax á upphafsmínútum, Tindastóll nær að vinna sig inn í leikinn og eiga nokkur mjög góð færi, þær ná hins vegar ekki að nýta neitt þeirra, Þór/KA fá svo 2 stórhættulegar hornspyrnur í röð og allt í einu búnar að tvöfalda forystuna, eins og blaut tuska í andlitið á Tindastólskonum.

Tindastólskonur þurfa að mæta dýrvitlausar út í seinni hálfleik ef þær ætla sér að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili...

Þór/KA þurfa hins vegar bara að halda út og þær eru þá búnar að tryggja sig
45. mín
Svakaleg hornspyrna frá Kareni Maríu sem er bara á leiðinni í fjærhornið en Crenshaw nær að blaka þessu í burtu á síðustu stundu
43. mín MARK!
Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
Tindastóll að fá mark beint í andlitið eftir að hafa verið miklu betri aðilinn síðustu 20 mínúturnar, en það var darraðardans í teignum og í góða mínútu bara komu Tindastólskonur boltanum ekki frá, Sonja að endingu gengur á lagið og leggur boltann í fjærhornið!
41. mín
úúúúffffff annað skiptið í kvöld ver varnarmaður Tindastíls á marklínunni, Hulda á skallann en María skallar af línunni
40. mín
Ellie með hörkusprett, Nicola Hauk eltir hana en í þetta skiptið hefur Ellie betur á skot en Crenshaw ver hins vegar ótrúlega vel, þetta hefði auðveldlega getað orðið mark...
39. mín
Jessica í skógarferð, María skýtur í kringum miðjubogann á opið markið en vel framhjá
36. mín
Nicola Hauk verst hér vel, Ellie er komin á ferðina en Nikola nær að stíga hana út og boltinn rennur aftur fyrir endalínum markspyrna
33. mín
Makala nær að stinga inn á Birgittu en boltinn aðeins of fastur og Jessica handsamar þennan
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Úúúúúffffff María með frábæra fyrirgjöf af hægri kantinum þar er Elísa Bríet mætt en skallinn frá henni hárfínt framhjá
29. mín
Þær halda bara áfram, fyrst fyrirgjöf frá Hauk, sem berst aftur út, hún á síðan mitt á milli hreinsun, skot eða fyrirgjöf sem Jessica á í basli með
27. mín
Tindastóll hefur síðustu mínútur verið að gera sig ansi líklegar, Makala á hér hörkufæri en á skot í varnarmann
25. mín
María brýtur á Sonju, Agnes Birta tekur spyrnuna upp á Sonju en Pettet kemur þessu frá
23. mín
Endurtekning hérna um leið, Laufey með fyrirgjöf sem Makala og Jessica ráðast báðar á, boltinn fellur svo út í teiginn og Þór/KA konur koma þessu frá
22. mín
Laufey með hörku fyrirgjöf af vinstri kantinum en Agnes Birta nær skallanum áður en boltinn berst til Birgittu
21. mín
Hulda Ósk tekur skot utan af kantinum en Crenshaw ver vel
20. mín
Makala í harðri baráttu við Huldu Björg, nær fyrirgjöfinni en sem fyrr fer þetta beint í hendurnar á Jessicu
19. mín
Ellie fær sendingu inn fyrir vörn Tindastóls en flaggið fer hins vegar réttilega á loft
17. mín
Makala fær sendingu upp í horn, hún nær fyrirgjöfinni en þar er engin mætt inn í og Jessica handsamar hann
15. mín
Hrafnhildur Salka nær boltanum inn á miðjunni, þeysist fram og ætlar að stinga honum á Makölu en hún er aðeins of lengi af stað, hörkufæri sem Stólarnir komast í
12. mín
úfffff Henríetta á hættulegt skot á markið, Crenshaw ver hann út í teig, þar er Sonja sem setur frábæran bolta á markið en Pettet er rétt kona á réttum stað og ver hann á línunni. heyrði áhorfendur vera byrjaða að fagna enda næstum opið mark....
11. mín
Angela Mary er með þrumuskot af kantinum sem Crenshaw þarf að hafa sig alla við að verja
9. mín
Elísa tekur aukaspyrnu, Makala reynir að flikka honum áfram en það er ekki nógu kraftmikið og endar í höndunum á Jessicu
5. mín MARK!
Ellie Rose Moreno (Þór/KA)
Stoðsending: Jessica Grace Berlin
Þetta var ekki lengi gert, Jessica Berlin, markmaður Þór/KA hreinsar fram, varnarlína Tindastóls er alltof framarlega og Bryndís missir Ellie frammúr sér, hún þakkar svo pent fyrir sig og leggur hann framhjá Crenshaw í markinu
4. mín
Karen María tekur hornið en Crenshaw grípur þetta örugglega í markinu
3. mín
Bríet á sendingu upp á Huldu Ósk, hún er síðan stöðvuð af Bryndísi en nælir sér þó í horn
1. mín
Leikur hafinn
Elísa Bríet sparkar leiknum af stað fyrir gestina
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Jói þjálfari Þórs/KA gerir eina breytingu á sínu liði frá 9-2 tapi síðasta leik, inn í liðið kemur Sonja Björg en Amalía tekur sér sæti á bekknum.

Donni gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá 0-4 tapi gegn FH, Hrafnhildur og Guðrún koma inn og Lara og Aldís setjast á bekkinn
Fyrir leik
Tindastóll Tindastólskonur róa lífróður, þær eru í fallsæti eins og staðan er núna, í næst neðsta sæti með 17 stig, 4 stigum á eftir Fram og Þór/KA.

Þær steinlágu fyrir liði FH 0-4 í síðasta leik og þurfa nauðsynlega að vinna leikinn í dag ætli þær að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Tapi þær í dag er draumurinn gott sem búinn, þær þurfa því að mæta að fullum krafti hér í kvöld

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þór/KA Þór/KA konur eru efstar af þeim 4 liðum sem enduðu í neðri hlutanum við skiptingu deildarinnar með 21 stig, jafn mörg og Fram sem hafa lakari markatölu.

Þær fengu heilmikinn skell í síðasta leik þegar þær töpuðu 9-2 gegn toppliði Breiðabliks. Vinni þær í dag eru þær á góðri leið með að tryggja sér áfram sæti í deild þeirra bestu.

Þær hljóta því að mæta 110% í þennan leik, til að bæta frammistöðu sína úr síðasta leik og tryggja sér þægilega næstu leiki.


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarar kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Sveinn Arnarsson og honum til halds og traust verða Sigurjón Þór Vignisson og Leyla Ósk Jónsdóttir aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Tryggvi Þór Gunnarsson og varadómari í kvöld er Sinisa Pavlica


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Boganum þar sem Þór/KA tekur á móti Tindastól í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 19:15!



Byrjunarlið:
1. Genevieve Jae Crenshaw (m)
2. Guðrún Þórarinsdóttir ('55)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Nicola Hauk
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
25. Makala Woods
26. Katherine Grace Pettet
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
11. Aldís María Jóhannsdóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('55)
16. Harpa Sif Hreiðarsdóttir
17. Katelyn Eva John
18. Sunneva Dís Halldórsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Helena Magnúsdóttir
Saga Ísey Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: