
Harry Kane gæti snúið aftur í enska boltann á næsta ári, Kobbie Mainoo er ósáttur við stöðu sína á Old Trafford og Arsenal sýnir ungum tyrkneskum landsliðsmanni áhuga. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.
Manchester United hefur áhuga á enska sóknarmanninum Harry Kane (32) sem gæti yfirgefið Bayern München eftir tímabilið. (Star)
Thomas Frank stjóri Tottenham segir að Kane sé meira en velkominn að snúa aftur til félagsins en býst ekki við því að hann sé á leið frá Þýskalandsmeisturunum í bráð. (Sky Sports)
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) er tilbúinn að yfirgefa Manchester United í janúar í leit að meiri spiltíma. Félagið hafnaði beiðni hans í sumar um að fara á láni. (Mirror)
Bayern München íhugar að bjóða franska vængmanninum Michael Olise (23) nýjan samning eftir að hann var orðaður við Liverpool. (Liverpool Echo)
Arsenal hefur sett sig í samband við tyrkneska sóknarleikmanninn Kenan Yildiz (20) en Juventus, sem hafnaði tilboði frá Chelsea í sumar, metur hann á 70-87 milljónir punda. (Tutto Juve)
Chelsea hyggst reyna að fá franska varnarmanninn Ismael Doukoure (22) sem er núna hjá Strasbourg í Frakklandi. Fleiri ensk úrvalsdeildarfélög hafa sýnt honum áhuga. (TBR)
Aston Villa ætlar að reyna að kaupa Jadon Sancho (25) alfarið en hann er hjá félaginu á láni frá Manchester United. (National World)
Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu er staða stjórans Unai Emery hjá Aston Villa enn mjög sterk og hann tók þátt í að velja Roberto Olabe sem nýjan yfirmann fótboltamála. (BBC)
Athugasemdir