Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Undankeppni HM
Ísland
LL 3
5
Úkraína
Undankeppni EM U21
Sviss U21
LL 0
0
Ísland U21
Sviss U21
0
0
Ísland U21
10.10.2025  -  16:30
Swissporarena
Undankeppni EM U21
Dómari: Danilo Nikolic (Serbía)
Byrjunarlið:
1. Silas Huber (m)
5. Roggerio Nyakossi
7. Franz-Ethan Meichtry ('63)
10. Liam Chipperfield
11. Aaron Keller ('79)
13. Bung Meng Freimann
15. Bruno Ogbus
16. Cheveyo Tsawa
19. Alessandro Vogt ('63)
20. Zachary Athekame
22. Marc Giger ('63)

Varamenn:
12. Tim Spycher (m)
21. Gentrit Muslija (m)
2. Dircssi Ngonzo
3. Sascha Britschgi
4. Cyrill May
6. Dion Kacuri ('63)
8. Tim Meyer
9. Labinot Bajrami ('63)
14. Corsin Konietzke ('79)
17. Dorian Derbaci
18. Alessio Besio
23. Junior Zé ('63)

Liðsstjórn:
Sascha Stauch (Þ)

Gul spjöld:
Cheveyo Tsawa ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Virðum stigið
Gott stig í pokann frá Sviss má vel segja. En það voru möguleikar til staðar og menn eflaust svekktir að hafa þau ekki þrjú.
93. mín
Junior Zé í hörkufæri í teignum en setur boltann framhjá.
92. mín
Corsin Konietzke liggur eftir á vellinum eftir ljótan snúning á ökkla. Þessar fjórar sem bætt var við verða ögn fleiri
90. mín
Fjórar mínútur fara á skiltið
87. mín Gult spjald: Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
Serbinn veit ekkert hvað hann er að gera hérna.

Spjaldar Hilmi fyrir það að vera til að því er virðist hreinlega.
82. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21) Út:Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
79. mín
Inn:Corsin Konietzke (Sviss U21) Út:Aaron Keller (Sviss U21)
78. mín
Serbinn fær hóstakast á flautunni eftir einhver orðaskipti Eggerts og Junior og ræðir hvassyrtur við þá.
75. mín
Junior Zé býr sér til pláss við teiginn og lætur vaða. Hittir ekki markið og er það vel.

72. mín
Inn:Hinrik Harðarson (Ísland U21) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U21)
72. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Ísland U21) Út:Tómas Orri Róbertsson (Ísland U21)
72. mín
Inn:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21) Út:Helgi Fróði Ingason (Ísland U21)
69. mín
Chipperfield með skot úr teignum eftir langa sóknarlotu Sviss. Boltinn af varnarmanni og í horn.
68. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (Ísland U21)
Tekur alvöru blokkeringu á svona 20 kg þyngri mann og setur hann í jörðina
65. mín
Lukas í bullinu!
Alltof kærulaus með boltann undir pressu í eigin teig og setur boltann beint á Junior Zé. Hann bætir þó upp fyrir það með það að vera klár í að mæta Zé og verja frá honum úr úrvalsfæri.
63. mín
Inn: Junior Zé (Sviss U21) Út: Marc Giger (Sviss U21)
63. mín
Inn: Labinot Bajrami (Sviss U21) Út:Alessandro Vogt (Sviss U21)
63. mín
Inn: Dion Kacuri (Sviss U21) Út: Franz-Ethan Meichtry (Sviss U21)
60. mín
Frábær spyrna!
Hlynur Freyr með hörkuskot úr spyrnunni sem stefnir í hornið en Silas Huber nær að slá boltann í horn.
59. mín
Helgi Fróði sækir aukaspyrnu á ágætum stað.
56. mín Gult spjald: Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U21)
Stöðvar skyndisókn.

Sekúndum áður var Eggert Aron hársbreidd frá því að dansa sig í gegnum vörn Sviss og koma sér í skotfæri.
54. mín
Franz-Ethan Meichtry í dauðafæri af markteigshorni en setur boltann víðsfjarri markinu.

Skiptir reyndar engu því hann var augljóslega rangstæður og hefði aldrei talið. En hann hitti ekki markið og það sest á sálinu.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
53. mín
Íslenska liðið stigið ofar á völlinn frá því í fyrri hálfleik og eru að ná upp fínum pressuköflum.

Lítið að gerast á vellinum þó
47. mín
Þung sókn Íslands sem þrýsta heimamönnum djúpt inn á eigin teig. Tekst þó ekki að gera sér mat úr því og heimamenn hreinsa að lokum.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn rúlla þessu af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Fínasti fyrri hálfleikur hjá Íslandi í Sviss að baki. Þetta heimalið er alls ekki að heilla mig á þessum fyrstu 45 og með ögn meiri áræðni og krafti er dauðafæri á að hreinlega vinna þennan leik.
45. mín
Tómas Orra hent niður úti við hliðarlínu og lendir illa á steyptum kanti. Algjör óþarfi hjá Svisslendingnum enda hitnar all verulega í kolunum.

Sá serbneski tekur einhvern fund en ekkert er að gert.
41. mín
Marc Giger brotlegur í teig Íslands eftir hættulega sókn Sviss. Boltinn fyrir markið frá hægri en Giger með fótinn hátt og beint í andlit varnarmanns.

Ekki mikil snerting en nóg þó til að mér finnst hann heppinn að sleppa með spjald.
36. mín
Hættulegur bolti fyrir mark Sviss frá vinstri. Róbert Frosti mættur á fjær en varnarmaður fyrstur á boltann og skilar honum í horn.

Það sér Serbinn samt ekki og gefur Sviss markspyrnu.
35. mín
Marc Giger með spyrnuna en setur boltann yfir markið.
34. mín
Sviss fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað
Logi Hrafn brotlegur nánast á vítateigslínu vinstra megin við D-bogann
32. mín
Roggerio Nyakossi galopinn á fjærstöng eftir hornspyrnu frá vinstri. Aleinn nánast inn í markinu þegar boltinn berst á hausinn á honum en hann hittir ekki markið.

Stálheppnir þarna.
31. mín
Alessandro Vogt reynir skot frá vinstra vítateigshorni en setur boltann vel yfir.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Völlurinn virkar grjótharður og skoppar boltinn á grasinu líkt og um steinsteyptan völl væri að ræða. Erfitt að vigta sendingar við slíkar aðstæður.
28. mín
70 metra sprettur frá Benóný
Ísland skallar boltann frá eftir horn og Benóný fyrstur á boltann. Hann keyrir upp völlinn í átt að marki Sviss með 3 á eftir sér. Kemst inn á teiginn en er búinn að þrengja skotvinkilinn um of og nær ekki að hitta markið fyrir vikið.

Góð skyndisókn þó.
26. mín
Athekame með skot sem Lukas heldur ekki. Boltinn út í teiginn aftur en Logi Hrafn fyrstur á boltann og hreinsar frá.
24. mín Gult spjald: Cheveyo Tsawa (Sviss U21)
Alltof aðgangsharður í pressu sinni á Hlyn Frey og stígur á hann.
24. mín
Tómas Orri reynir skot af löngu færi en hittir ekki á markið.

Af um 30 metrum en fær engan á móti sér og um að gera að reyna.
22. mín
Chipperfield með lúmska tilraun úr aukaspyrnu utan af væng. Lukas gerir vel í að verja boltann og Ísland kemur boltanum í horn.
19. mín
Óvænt dauðafæri Bung Meng Freimann með skelfilegt innkast til baka á markmann. Missir boltann sem drífur varla hálfa leið á Silas í markinu. Benóný kemst á milli og reynir að lyfta boltanum yfir Silas í marki Sviss sem er í einskinsmannslandi en hittir ekki markið.

Svona stöður þurfum við að nýta
17. mín
Chipperfield reynir skot að marki eftir langt innkast frá vinstri.

Slæsar boltann allsvakalega sem svífur hátt yfir mark Íslands
16. mín
Franz-Ethan Meichtry með fasta fyrirgjöf frá hægri inn á teig Íslands.

Lukas við öllu búinn og grípur boltann af öryggi.
15. mín
Silas Huber markvörður Sviss er mjög áhættusækin í markinu. Hikar ekki við að vaða langt út úr markinu þó hann sé undir pressu og er að taka sénsa. Væri frábært að sjá eins og ein mistök frá honum sem við gætum nýtt okkur.
10. mín
Marc Giger tvívegis í prýðisstöðu í teig Íslands í sömu sókninni. Fær góðar fyrirgjafir fyrir markið en skorti áræðni í að ráðast af krafti á boltann. Sem er vel fyrir okkur.
8. mín
Franz-Ethan Meichtry i skotfæri í teignum eftir hornið en boltinn af varnarmanni og aftur í horn.
7. mín
Sviss sækir fyrstu hornspyrnu leiksins.
4. mín
Lagleg skyndisókn Íslands. Boltinn innfyrir á Benóný Breka. Silas í marki Sviss mætir út í tæpt úthlaup og rétt nær snertingu á boltann áður en hann fer í Benóný.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands - Fimm breytingar Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, er búinn að velja byrjunarliðið sitt og má sjá það fyrir neðan. Hann gerir fimm breytingar á liðinu sem gerði jafntefli í Eistlandi í síðasta mánuði.

Inn í liðið koma þeir Tómas Orri Róbertsson, Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson, Helgi Fróði Ingason og Haukur Andri Haraldsson. Ágúst Orri Þorsteinsson er meiddur, Júlíus Mar Júlíusson er í leikbanni og þeir Kjartan Már Kjartansson, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Hilmir Rafn Mikaelsson taka sér sæti á bekknum.

Ágúst Orri dró sig úr hópnum í vikunni og í hans stað kemur Ómar Björn Stefánsson úr ÍA inn í hópinn og byrjar meðal varamanna.

Mynd: UEFA
Fyrir leik
Enginn Guðmundur Baldvin í þetta sinn Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í Bestu deild karla var svekktur að sjá ekki Guðmund Baldvin Nökkvason lærisvein sinn í hópnum á dögunum en hann var með liðinu í síðasta glugga.

   04.10.2025 23:15
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21


„Held það sé mjög erfitt að rökstyðja það. Hann er búin að vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni í allt sumar. Þannig það hljóta að vera einhverjar góðar ástæður fyrir því".

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þjálfarinn var í spjalli. Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga Skúlason, þjálfara U21 landsliðsins, fyrir komandi verkefni.

   02.10.2025 16:30
Uppskeran eitt stig eftir fyrstu tvo leikina - „Fengum á okkur fjögur skot á markið og þrjú af þeim fóru inn“


„Við erum náttúrulega ekki ánægðir með uppskeruna í síðasta glugga en erum bjartsýnir fyrir komandi verkefni. Þetta eru tvö hörkulið sem við mætum Sviss og Lúxemborg.“

„Sviss er hörkulið, unnu Eistana í sínum fyrsta leik í riðlinum. Vel spilandi og gott lið eins og við mátti búast. Lúxemborg átti keimlíkan leik og við gegn Færeyjum, þar sem þeir voru töluvert betri aðilinn í leiknum en Færeyingarnir unnu.“


Frammistaðan í síðasta glugga
„Við erum búnir að horfa aftur á leikina í síðasta glugga og það var margt mjög gott. Allir tölfræðiþættir voru okkur í hag, en það skiptir ekki máli. Það skiptir máli að ná úrslitum. Við erum búnir að fá á okkur fjögur skot á markið og þrjú af þeim fóru inn. Okkur hefur verið refsað fyrir mistök og við þurfum að fækka þeim og taka sénsana þegar þeir gefast.“

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hópurinn Frá síðasta verkefni eru nokkrar breytingar: Galdur Guðmundsson verður ekki með í lekjunum vegna meiðsla og Guðmundur Baldvin Nökkvason er ekki með. Inn koma þeir Haukur Andri Haraldsson og Framararnir Freyr Sigurðsson og Þorri Stefán Þorbjörnsson.

Júlíus Mar Júlíusson tekur út leikbann í leiknum gegn Sviss og kemur svo inn í hópinn fyrir leikinn gegn Lúxemborg ásamt þeim Arnari Daða Jóhannessyni og Ómari Birni Stefánssyni.

Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG 1899 Hoffenheim
Halldór Snær Georgsson - KR

Logi Hrafn Róbertsson - NK Istra
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking FK
Hlynur Freyr Karlsson - IF Brommapojkarna
Eggert Aron Guðmundsson - SK Brann
Benoný Breki Andrésson - Stockport County F.C.
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport
Jóhannes Kristinn Bjarnason - Kolding IF
Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS
Hinrik Harðarson - Odds BK
Baldur Kári Helgason - FH
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Kjartan Már Kjartansson - Aberdeen FC
Tómas Orri Róbertsson - FH
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik
Nóel Atli Arnórsson - AaB Fodbold
Freyr Sigurðsson - Fram
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram

Mynd: Hrefna Morthens

Fyrir leik
Erfitt verkefni eftir vonbrigðabyrjun. Það má segja að byrjun íslenska liðsins í þessari undankeppni hafi valdið vonbrigðum. 1 stig úr fyrstu tveimur leikjum liðsins gegn andstæðingum sem fyrirfram voru talin lökustu lið riðilsins er uppskeran.

Liðið hóf keppnina á því að tapa á heimavelli gegn spræku liði Færeyja 2-1. Ísland var mun meira með boltann í leiknum en fann ekki leiðir framhjá skipulögðu og kraftmiklu færeysku liði sem hélt heim á leið með 3 góð stig.

Staðráðnir í að bæta upp fyrir slakan fyrsta leik mætti liðið til Tallinn í Eistlandi til leiks við heimamenn næst. Eftir rólega byrjun á leiknum fór allt á versta veg fyrir Ísland eftir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Júlíus Mar Júlíusson fékk þá að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot við vítateig Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoruðu Eistar beint úr aukaspyrnunni og leiddu í hálfleik. Þegar um 3 mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma og allt stefndi í sigur Eista bjargaði Benóný Andrésson þó stigi fyrir Ísland með góðu marki og tryggði liðinu sitt fyrsta stig í riðlinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
U-21 í Sviss
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Sviss og Íslands í undankeppni EM U-21 liða.

Flautað verður til leiks á Svosspoarena í Lucern klukkan 16:45 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
14. Helgi Fróði Ingason ('72)
16. Haukur Andri Haraldsson ('82)
19. Róbert Frosti Þorkelsson ('72)
21. Tómas Orri Róbertsson ('72)
23. Nóel Atli Arnórsson

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Ásgeir Helgi Orrason
8. Ómar Björn Stefánsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson ('72)
15. Freyr Sigurðsson
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('82)
18. Kjartan Már Kjartansson ('72)
20. Hinrik Harðarson ('72)
22. Þorri Stefán Þorbjörnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Róbert Frosti Þorkelsson ('56)
Tómas Orri Róbertsson ('68)
Hilmir Rafn Mikaelsson ('87)

Rauð spjöld: