City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 16:30
Kári Snorrason
Uppskeran eitt stig eftir fyrstu tvo leikina - „Fengum á okkur fjögur skot á markið og þrjú af þeim fóru inn“
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar.
Ísland tapaði gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar.
Mynd: Hrefna Morthens

U21 landsliðið er einungis með eitt stig eftir leiki gegn Færeyjum og Eistlandi í undankeppni EM. Liðið mætir Sviss og Lúxemborg í komandi landsliðsglugga, Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga Skúlason, þjálfara U21 landsliðsins, fyrir komandi verkefni.


„Við erum náttúrulega ekki ánægðir með uppskeruna í síðasta glugga en erum bjartsýnir fyrir komandi verkefni. Þetta eru tvö hörkulið sem við mætum Sviss og Lúxemborg.“ 

„Sviss er hörkulið, unnu Eistana í sínum fyrsta leik í riðlinum. Vel spilandi og gott lið eins og við mátti búast. Lúxemborg átti keimlíkan leik og við gegn Færeyjum, þar sem þeir voru töluvert betri aðilinn í leiknum en Færeyingarnir unnu.“ 

Íslenska liðið er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Heldur liðið í sömu markmið og fyrir undankeppnina?

Við horfum í að keppast um annað sætið. Það þýðir að þessi gluggi þurfi að vera góður. Við þurfum að ná í úrslit, það er eins einfalt og það er. Það hefur ekkert breyst frá síðasta glugga. Það er okkar markmið að gera tilkall í þetta annað sæti.“ 

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að fækka mistökum, þurfum að vera betri í báðum teigum. Ég hef oft sagt það að það sé erfitt að skora mörk í landsliðsbolta og erfitt þegar maður býður upp á mörk.“ 

„Við erum búnir að horfa aftur á leikina í síðasta glugga og það var margt mjög gott. Allir tölfræðiþættir voru okkur í hag, en það skiptir ekki máli. Það skiptir máli að ná úrslitum. Við erum búnir að fá á okkur fjögur skot á markið og þrjú af þeim fóru inn. Okkur hefur verið refsað fyrir mistök og við þurfum að fækka þeim og taka sénsana þegar þeir gefast.“ 

Ísland mætir Sviss á Swisspoarena í Luzern föstudaginn 10. október og Lúxemborg á Þróttarvelli þriðjudaginn 14. október.


Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 3 3 0 0 5 - 2 +3 9
2.    Sviss 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Ísland 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
4.    Eistland 3 0 1 2 2 - 5 -3 1
5.    Frakkland 0 0 0 0 0 - 0 0 0
6.    Lúxemborg 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
Athugasemdir
banner