Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 04. október 2025 23:15
Viktor Ingi Valgarðsson
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tapaði öðrum leiknum í röð 3-2 og að þessu sinni var það gegn Val. Liðinn voru jöfn að stigum fyrir leik en nú vermir Stjarnan þriðja sætið og eiga aðeins tvo leiki eftir til að klára Evrópuleiki á næsta ári.


Aðspurður um leik kvöldsins hafði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar þetta að segja.

„Hörkuleikur, það er of mikið að fá á sig þrjú mörk í svona leik. Það er kannski sem situr mest í manni, heilt yfir fínn leikur hjá báðum liðum".

Liðið fékk jöfnunarmark á sig í lok fyrri og svo lentu þeir undir snemma í seinni hálfleik.

„Held við séum ekki ánægðir með þessi mörk sem við fengum á okkur. Hefðum getað verið aggresívari líka á hinum endanum. Sköpum ekki mikið, meira svona klafs og barningur".

Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði seinna mark Stjörnunnar með frábæru skoti. Hann var í U-21 hópi í síðasta glugga en hefur misst sætið fyrir næstkomandi leiki U-21.

„Held það sé mjög erfitt að rögstyðja það. Hann er búin að vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni í allt sumar. Þannig það hljóta að vera einhverjar góðar ástæður fyrir því".

Framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Fram og í síðustu umferð gæti myndast ansi spennandi leikur um Evrópusæti á móti Breiðablik.

„Menn voru gíraðir inn í klefa, þetta er ekki hópur sem leggst niður og vælir og vorkennir sér. Þannig jobbið mitt verður bara auðveldara ef eitthvað fyrir næsta leik".

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner