Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 12. september 2018 18:49
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Ein stærstu úrslitin í sögunni þrátt fyrir tap
Ánægður með frammistöðu liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég er ótrúlega stoltur  af liðinu, heildarframmistaða liðsins var frábær  og 1-0 tap á móti Wolfsburg er eiginlega bara stórsigur fyrir Ísland verð ég að segja. En við hefðum svo sannarlega getað fengið jafntefli hérna í lokin, þegar boltinn festist hreinlega í samskeytunum. Það hefði verið svakalega skemmtilegt að sjá hann inni," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 VfL Wolfsburg

„Við hefðum getað gert pínu betur í halda boltanum, en aftur á móti erum við að spila við eitt besta lið í heim. Við fengum ekki mörg móment í það en það gekk þó örlítið betur í seinni, komu glefsur þar sem við náðum 2-3 sendingum innan liðsins. Ég veit við getum gert betur þar."

Þór/KA á ennþá fína möguleika á því að komast áfram.

„Við gáfum okkur séns fyrir seinni leikinn og ég er ótrúlega stoltur af því. Við förum ekki bara til Þýskalands í skemmtiferð, heldur höfum við að einhverju að keppa. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og þessum degi, fólkinu sem mætti. Ótrúlegur fjöldi af fólki sem mætti og við erum því mjög þakklát fyrir stuðninginn. Það skilaði sér svo sannarlega, í því að við náum í ein stærstu úrslit sem íslenskt lið hefur náð þrátt fyrir að við höfum tapað."
Athugasemdir
banner
banner
banner