Sérfræðingarnir sem spáðu eru: Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.
H vað segir Ásmundur? Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.
Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Val.
Um Val: Valsmenn mæta með gríðarlega sterkan hóp til leiks í ár og á hlíðarenda vona menn að þetta verði sumarið þeirra. Kvennaliðið hefur verið afgerandi að undanförnu og nú ætlar karlaliðið að fylgja því eftir og klára dæmið. Þeir hafa fengið mjög sterka leikmenn til liðs við sig fyrir sumarið og ber þar helsta að nefna Helga Sigurðsson frá Fram og Baldur Bett frá FH. Þeir eiga væntanlega eftir að verða mikilvægir fyrir Valsmenn í sumar. Þá er einnig spurning hvernig Dennis Bo og René Carlsen koma inní þetta hjá þeim. Valsmenn eru vel spilandi lið með sterka menn í öllum stöðum.
Þeir hafa góða breidd og hópurinn í ár er líklega sterkari en í fyrra þrátt fyrir að þeir hafi misst leikmenn eins og Garðar Gunnlaugsson og nafna hans Jóhannsson sem voru duglegir við markaskorun hjá þeim sem og Matthías Guðmundsson. Þeir hafa spilað mjög vel á köflum í vetur og veittu FH-ingum harða keppni í úrslitaleiknum og mér sýnist þeir vera líklegir til að gera það áfram í sumar.
Styrkleikar: Hörkulið, vel skipulagt og vel spilandi. Fullt af skemmtilegum leikmönnum en mér sýnist mesta breiddin vera sóknarlega. Það verður góður höfuðverkur hjá Willum að velja milli manna eins og Gumma Ben, Helga Sig, Dennis Bo og Daniels Hjaltasonar svo einhverjir séu nefndir.
Veikleikar Það hafa verið miklar framkvæmdir á félagssvæði Vals og mér skilst að þeir spili heimaleiki sína í ár á Laugardalsvelli eins og í fyrra. Það hefur oft reynst erfitt að mynda heimavallarstemningu þar og í fyrra unnu þeir einungis 4 heimaleiki. Þetta gæti háð þeim í sumar en ef þeir ná að bæta þetta gætu þeir farið langt.
Gaman að fylgjast með Það verður gaman að sjá hvernig Birkir Már Sævarsson fylgir eftir góðu sumri í fyrra. Eins eru Húsvíkingarnir Baldur Aðalsteins og Pálmi Rafn Pálmason skemmtilegir leikmenn sem gaman er að fylgjast með.
Lykilmaður Lykilmenn eru Atli Sveinn Þórarinsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Guðmundur Benediktsson sem enn hefur framlengt líf sitt í boltanum.
Þjálfarinn:
Willum Þór Þórsson þjálfar Val þriðja árið í röð. Hann náði frábærum árangri með liðið á sinni fyrstu leiktíð en undir hans stjórn varð liðið í öðru sæti í deild og vann VISA bikarinnn eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni.
Á síðustu leikíð endaði Valur svo í þriðja sæti í deild og vann viðureignina við FH um hvort liðið yrði Meistarar meistaranna. Áður en Willum kom til Vals var hann hjá KR þar sem hann skilaði tveimur Íslandsmeistaratitlum.
Hann er eini íslenski þjálfarinn sem hefur stjórnað liði til sigurs í öllum deildum á Íslandi. Hann kom til KR fyrir tímabilið 2002 eftir að hafa stýrt Haukum upp í 1. deildina og á sínu fyrsta ári hjá KR stjórnaði hann sínu liði til sigurs í deildinni og endurtók leikinn svo í hittifyrra er liðið varð Íslandsmeistari. Willum hafði áður unnið 1. deild með Þrótti 1997, 3 deild með Haukum 2000 og 2. deild með Haukum 2001.. .
Líklegt byrjunarlið Vals í upphafi móts:
Völlurinn: Valsmenn leika annað á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli, sem aldrei hefur verið glæsilegri en nú en nýr og glæsilegur völlur Valsmanna er ekki tilbúinn en gæti orðið klár einhvern tíma í sumar. Sitthvorum megin við Laugardalsvöll eru tvær stúkur. Sú nýrri tekur 3500 áhorfendur í sæti en sú eldri hefur nú verið endurbætt verulega og tekur 6300 áhorfendur í sæti. Því taka stúkurnar í heildina 9800 áhorfendur en auk þess eru stæði fyrir 5200 manns og því geta 15000 áhorfendur verið á leik á vellinum. Flóðljós eru við völlinn og því gerist það á haustdögum að hægt er að leika leiki við völlinn síðar á kvöldin en annars staðar..
Stuðningsmenn: Meðal þekktra stuðningsmanna Vals eru: Guðni Bergsson fyrrum fótboltamaður, Hemmi Gunn, Halldór "Henson" Einarsson, Séra Pálmi Matthíasson, Stefán Hilmarsson poppari, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Óttar Felix Hauksson. | |
Um félagið |
Valur Stofnað 1911
Titlar: Íslandsmeistarar (19): 1930, 1933, 1935, 1936,1937, 1938, 1940, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967, 1976, 1978, 1980, 1985, 1987.
Bikarmeistarar (8): 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005.
Búningar: Puma
Aðalbúningur: Peysa: Rauð / Buxur: Hvítar / Sokkar: Hvítir
Varabúningur: Peysa: Blá / Buxur: Hvítar / Sokkar: Rauðir (eða bláir)
Opinber vefsíða: Valur.is
|
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
René Carlsen frá Randers í Danmörku Baldur Bett frá FH Hafþór Ægir Vilhjálmsson úr ÍA Daníel Hjaltason úr Víkingi Jóhann Helgason úr Grindavík Gunnar Einarsson úr KR Helgi Sigurðsson frá Fram Dennis Bo Mortensen frá Danmörku |
Farnir frá síðasta sumri: |
Matthías Guðmundsson, í FH Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, óvíst hvert hann fer Garðar Jóhannsson fer til Fredrikstad Ari Freyr Skúlason fór til Häcken Garðar Gunnlaugsson fór til Norrköping Jakob Spangsberg Jensen fór til Leiknis Valur Fannar Gíslason í Fylki Torfi Geir Hilmarsson til Aftureldingar á láni Jóhann Helgason í Grindavík á láni, |
Leikmenn Vals |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Kjartan Sturluson |
Markvörður |
3. |
Steinþór Gíslason |
Varnarmaður |
4. |
Gunnar Einarsson |
Varnarmaður |
5. |
Atli Sveinn Þórarinsson |
Varnarmaður |
6. |
Birkir Már Sævarsson |
Varnarmaður |
7. |
Sigurbjörn Hreiðarsson |
Miðjumaður |
8. |
Baldur Bett |
Miðjumaður |
9. |
Hafþór Ægir Vilhjálmsson |
Miðjumaður |
10. |
Helgi Sigurðsson |
Framherji |
11. |
Pálmi Rafn Pálmason |
Miðjumaður |
12. |
Einar Marteinsson |
Varnarmaður |
13. |
Baldur Þórólfsson |
Varnarmaður |
14. |
Kristinn Hafliðason |
Varnar/Miðju |
15. |
Dennis Bo Mortensen |
Framherji |
16. |
Baldur Aðalsteinsson |
Miðjumaður |
17. |
Guðmundur S. Hafsteinss. |
Miðjumaður |
20. |
Rene Carlsen |
Varnarmaður |
22. |
Andri Valur Ívarsson |
Framherji |
23. |
Guðmundur Benediktsson |
Framherji |
24. |
Sigurður Bjarni Sigurðars |
Markvörður |
27. |
Örn Kató Hauksson |
Varnarmaður |
29. |
Kristinn Geir Guðmundss |
Markvörður |
30. |
Daníel Hjaltason |
Framherji |
Leikir Vals |
Dags: |
Tími |
Leikur |
13. maí |
16:00 |
Valur - Fram |
20. maí |
16:00 |
Fylkir - Valur |
24. maí |
20:00 |
Valur - KR |
28. maí |
19:15 |
Breiðablik - Valur |
7. júní |
19:15 |
Valur - Keflavík |
13. júní |
19:15 |
Valur - Víkingur |
19. júní |
19:15 |
ÍA - Valur |
27. júní |
19:15 |
Valur - FH |
4. júlí |
19:15 |
HK - Valur |
19. júlí |
19:15 |
Fram - Valur |
24. júlí |
19:15 |
Valur - Fylkir |
8. ágúst |
19:15 |
KR - Valur |
16. ágúst |
19:15 |
Valur - Breiðablik |
26. ágúst |
18:00 |
Keflavík - Valur |
30. ágúst |
18:00 |
Víkingur - Valur |
16. sept |
16:00 |
Valur - ÍA |
23. sept |
16:00 |
FH - Valur |
29. sept |
14:00 |
Valur - HK | |