Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. maí 2007 08:04
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 4. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík lendi í 4. sæti í Landsbankadeild karla 2007. Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Keflavík fékk 79 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.


Hvað segir Ásmundur?
Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.

Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Keflavík.

Um Keflavík:
Keflavíkurliðið hefur að mínu mati spilað einn skemmtilegasta boltann sl 2ár í Landsbankadeildinni og hafa auk þess náð mjög góðum árangri. Mér hefur fundist að þeir hafi aðeins verið í vandræðum á köflum í vetur og tengist það líklega meiðslum hjá þeim.

Þeir hafa mjög sterkt byrjunarlið en spurning hvort hópurinn sé nægilega breiður. Þeir hafa úr mörgum sterkum miðjumönnum að velja s.s. Jónas Guðna Sævarsson og Baldur Sigurðsson og Guðmundur Steinarsson er öflugur hjá þeim í sókninni, en það er aðeins spurning með varnarlínuna. Það virðist vera tæpt að miðvarðapar þeirra nái fyrstu leikjunum og þeir gætu því lent í vandræðum þar.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu liði undanfarin ár og ef þeir verða heppnir með meiðsli og ná að sína sitt rétta andlit verður erfitt að stoppa þá en það má hins vegar ekki mikið út af bregða. Ég hræðist því aðeins að þetta ár verði ekki eins gott hjá Keflvíkingum eins og í fyrra
.

Styrkleikar:
Þeir hafa massífa miðju með skemmtilegum leikmönnum og eru í heildina mjög vinnusamir. Skotfótur Gumma Steinars getur líka klárað leikina hvenær sem er og nánast hvar sem er.

Veikleikar
Hafa heldur litla breidd og þá helst varnarlega.

Gaman að fylgjast með
Það eru margir skemmtilegir leikmenn í þessu liði. Það er alltaf gaman að fylgjast með mínum fyrrum liðsfélaga og lærisveini Baldri Sigurðssyni sem átti mjög gott tímabil í fyrra og það verður krefjandi hjá honum að fylgja því eftir. Eins er Færeyingurinn Simun Samuelsen frábær leikmaður.

Lykilmaður
Lykilmenn eru Guðmundur Steinarsson, Jónas Guðni Sævarsson og Baldur Sigurðsson.



Þjálfarinn:
Kristján Guðmundsson er þjálfari Keflavíkur þriðja árið í röð. Hann tók óvænt við liðinu korteri fyrir mót í 2005 er Guðjón Þórðarson hætti skyndilega. Kristján hafði verið aðstoðarmaður hans og var fenginn til að stjórna liðinu í fyrstu leikjum deildarinnar. Fljótlega var hann svo ráðinn aðalþjálfari liðsins og náði fínum árangri með liðið sem endaði í fjórða sæti deildarinnar árið 2005 og í fyrra gerði hann liðið að bikarmeisturum og liðið endaði aftur í fjórða sæti. Kristján kemur frá Akureyri og þjálfaði lið Þórs þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til ÍR og áður en hann fór til Keflavíkur í fyrra hafði hann þjálfað 2. flokk KR.
.

Líklegt byrjunarlið Keflavíkur í upphafi móts:

 

Völlurinn:
Áhorfendaaðstaða við Keflavíkurvöll hefur verið bætt til muna því búið er að setja 1000 ný sæti við völlinn sem fengin voru af Laugardalsvelli.. Í heildina eru því komin 1100 sæti og hluti þeirra er undir stúku. Í heildina er gert ráð fyrir að 4000 áhorfendur geti verið á leik á vellinum.



Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Keflavíkur eru: Rúnar Júlíusson eilífðarrokkari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Kjartan Másson, Guðni Kjartansson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir úr Kastljósinu, Hjálmar Árnason þingmaður. .
Spáin
nr. Lið Stig
1 ? ?
2 ? ?
3 ? ?
4 Keflavík 79
5 Breiðablik 73
6 Fylkir 62
7 Fram 51
8 ÍA 45
9 Víkingur 36
10 HK 19

Um félagið
Keflavík
Stofnað 1929

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1964, 1969, 1971, 1973
Bikarmeistarar: 1975, 1997,2004, 2006

Búningar:
Puma

Aðalbúningur:
Peysa: Dökkblá / Buxur: Dökkbláar / Sokkar: Dökkbláir

Varabúningur:
Peysa: Rauð / Buxur: Rauðar / Sokkar: Rauðir

Opinber vefsíða:
Keflavík.is/Knattspyrna

Vefsíða stuðningsmanna:
Blog.Central.is/kef-fc


Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Bjarki Freyr Guðmundsson frá ÍA
Ingvi Rafn Guðmundsson snýr aftur eftir meiðsli
Einar Örn Einarsson úr Leikni
Sigurbjörn Hafþórsson frá KS/Leiftri
Hilmar Trausti Arnarsson frá Haukum
Högni Helgason frá Hetti,
Óttar Steinn Magnússon frá Hetti
Marko Kotilainen frá Real Betis B
Nicolai Jörgensen frá FC Midtjylland
Farnir frá síðasta sumri:
Magnus Þormar, í Stjörnuna
Hólmar Örn Rúnarsson fór í Silkeborg
Buddy Farah, óvíst hvert hann fór
Daniel Severino til Svíþjóðar
Geoff Miles til Bandaríkjanna
Ólafur Þór Berry í Þrótt
Koma aftur úr láni:
Davíð Örn Hallgrímsson úr Reyni Sandgerði

Leikmenn Keflavíkur
nr. Nafn Staða
1. Ómar Jóhannsson Markvörður
2. Guðmundur Viðar Mete Varnarmaður
3. Guðjón Árni Antoníusson Varnarmaður
4. Kenneth I. Gustafsson Varnarmaður
5. Jónas Guðni Sævarsson Miðjumaður
6. Nicolai Jörgensen Varnarmaður
7. Magnús Sverrir Þorsteinss Framherji
8. Ingvi Rafn Guðmundsson Framherji
9. Guðmundur Steinarsson Framherji
10. Simun Eiler Samuelsen Framherji
11. Baldur Sigurðsson Miðjumaður
12. Bjarki Freyr Guðmundss Markvörður
13. Einar Orri Einarsson Miðjumaður
14. Þorsteinn Atli Georgsson Varnarmaður
15. Gísli Örn Gíslason Varnarmaður
16. Óttar Steinn Magnússon Varnarmaður
17. Marco Kotilainen Sóknarmaður
18. Ólafur Jón Jónsson Sóknarmaður
19. Einar Örn Einarsson Sóknarmaður
20. Þórarinn B. Kristjánsson Sóknarmaður
21. Hilmar Trausti Arnarsson Miðjumaður
22. Hallgrímur Jónasson Varnarmaður
23. Branislav Milisevic Varnarmaður
24. Garðar Eðvaldsson Varnarmaður
25. Ragnar Magnússon Varnarmaður
26. Bjarki Þór Frímannsson Varnar/miðju
27. Sigurbjörn Hafþórsson Miðjumaður
28. Viktor Guðnason Miðjumaður
29. Stefán Örn Arnarsson Framherji
30. Högni Helgason Miðjumaður
31. Símon Gísli Símonarson Markvörður
32. Davíð Örn Hallgrímsson Sóknarmaður

Leikir Keflavíkur
Dags: Tími Leikur
14. maí 20:00 KR - Keflavík
20. maí 20:00 Keflavík - FH
24. maí 19:15 Breiðablik - Keflavík
28. maí 19:15 Keflavík - HK
7. júní 19:15 Valur - Keflavík
14. júní 19:15 Keflavík - Fram
20. júní 19:15 Víkingur - Keflavík
27. júní 19:15 Keflavík - Fylkir
4. júlí 19:15 ÍA - Keflavík
15. júlí 19:15 Keflavík - KR
28. júlí 14:00 FH - Keflavík
9. ágúst 19:15 Keflavík - Breiðablik
16. ágúst 19:15 HK - Keflavík
26. ágúst 18:00 Keflavík - Valur
30. ágúst 20:00 Fram - Keflavík
16. sept 16:00 Keflavík - Víkingur
23. sept 16:00 Fylkir - Keflavík
29. sept 14:00 Keflavík - ÍA

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner