Sérfræðingarnir sem spáðu eru: Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.
H vað segir Ásmundur? Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.
Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á KR.
Um KR: KR liðið kemur gríðarlega sterkt til leiks þetta árið og það er greinilegt að þeir ætla sér stóra hluti. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum eins og Pétri Marteinssyni, Jóhanni Þórhallssyni og Atla Jóhannssyni og mögueiki er á því að Rúnar Kristinnsson komi einnig og spili með þeim í sumar.
Þetta er annað árið sem Teitur Þórðarson stýrir liðinu og flestar forsendur virðast fyrir því að þetta ár verði betra en það fyrra. Teitur var með mikið æfingaálag fyrsta árið sitt á Íslandi og kom með algjörlega nýja vídd inní það hvernig æfingavikan var skipulögð.
Menn virkuðu á köflum þungir og þreyttir framan af móti í fyrra en komu svo sterkir inn þegar líða tók á sumarið. Teitur hefur aðeins breytt áherslum sínum hvað þetta varðar í vetur en þeir sem voru hjá honum í fyrra búa líklega vel að því núna.
Teitur hefur nú haft tíma til að aðlagast aðeins að Íslenskum aðstæðum og slípað enn frekar til sína taktík og áherslur. Það er mikil ánægja með hans störf í vesturbænum og hópurinn virðist sterkari í ár en í fyrra. KR kemur því sterklega til greina sem meistarakandídat í ár og mönnum í vesturbænum þyrstir líklega í titil .
Styrkleikar: Gríðarlega skipulagðir og agaðir í sínu spili og hafa góða breidd af sterkum leikmönnum.
Veikleikar Vantar kannski helst hraða í vörnina en þeir bæta það nú flestir upp með útsjónarsemi og góðum leikskilning.
Gaman að fylgjast með Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í herbúðum KR-inga en mér finnst kannski mest spennandi að sjá hvernig Atli Jóhannsson kemur út í sumar.
Lykilmaður Lykilmenn í KR-liðinu í sumar verða væntanlega Pétur Marteinsson og Gunnlaugur Jónsson. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu öflugur ef hann er heill og ef Rúnar Kristinnsson kemur til þeirra verður hann mikilvægur.
Þjálfarinn:
Teitur Þórðarson er þjálfari KR en hann samdi við félagið fyrir tímabilið í fyrra og stýrir liðinu því annað árið í röð. Á síðustu leiktíð varð KR í öðru sæti í deild og bikar undir hans stjórn. Teitur er menntaðasti íslenski fótboltaþjálfarinn en hann hefur lokið UEFA-Pro þjálfaranámskeiði í Noregi sem veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).
Er hann gekk í raðir KR hafði hann verið í 29 ár í útlöndum sem leikmaður og þjálfari. Hann þjálfaði landslið Eistlands og nokkur lið í norsku deildinni og Svíþjóð.
Líklegt byrjunarlið KR í upphafi móts:
Völlurinn: Aðstæða áhorfenda á KR velli hefur verið bætt til muna og nú er öll stúkan búin sætum. Auk þess aðstaða fyrir áhorfendur á trétröppum við hlið stúkunnar beggja vegna og bakvið auglýsingaskilti þeim megin sem leikmannaskýlin eru. Oft er umgjörðin í kringum leiki liðsins hvað flottust í deildinni á KR-velli. Alls komast 3500 áhorfendur á KR völlinn en þar af eru um 1600 sæti. .
Stuðningsmenn: Meðal þekktra stuðningsmanna KR eru: Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Bubbi Morthens poppstjarna, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona, Bogi Ágústsson fréttamaður, Þröstur Emilsson fréttamaður, Mörður Árnason þingmaður, Egill Helgason, Haukur Hólm, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Óli Björn Kárason, Gunnar Smári Egilsson, Bjarni Felixson íþróttafréttamaður. . | |
Um félagið |
Knattspyrnufélag Reykjavíkur Stofnað 1899
Titlar: Íslandsmeistarar: 1912, 1919, 1926, 1927, 1928, 1929, 1931, 1932, 1934, 1941, 1948, 1949, 1950, 1952, 1955, 1959, 1961, 1963, 1965, 1968, 1999, 2000, 2002, 2003 Bikarmeistarar: 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999 Deildabikarmeistarar 1998, 2001
Búningar: Nike
Aðalbúningur: Peysa: Svört og hvít / Buxur: Svartar / Sokkar: Hvítir
Varabúningur: Svört treyja, svartar buxur, svartir sokkar
Varabúningur 2: P: Hvít / B: Hvítar / S: Hvítir
Opinber vefsíða: KR.is
Stuðningsmannasíða KRReykjavik.is
|
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Atli Jóhannsson úr ÍBV Óskar Örn Hauksson úr Grindavík Stefán Logi Magnússon úr KS/Leiftri Jóhann Þórhallsson úr Grindavík Pétur Hafliði Marteinsson frá Hammarby Ingimundur Níels Óskarsson frá Fjölni Henning Jónasson frá Þrótti |
Farnir frá síðasta sumri: |
Gunnar Kristjánsson í Víking Gunnar Einarsson, í Val Sölvi Davíðsson, óvíst hvert hann fer Sölvi Sturluson, fer í Fjölni á láni Mario Cizmek til Króatíu Bjarni Þorsteinsson í nám í Danmörku Skúli Jónsson í Þrótt á láni |
Leikmenn KR |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Kristján Finnbogason |
Markvörður |
2. |
Sigþór Júlíusson |
Varnarmaður |
3. |
Tryggvi Bjarnason |
Varnarmaður |
4. |
Gunnlaugur Jónsson |
Varnarmaður |
5. |
Kristinn J. Magnússon |
Miðjuamaður |
6. |
Bjarnólfur Lárusson |
Miðjumaður |
7. |
Ágúst Þór Gylfason |
Varnarmaður |
8. |
Atli Jóhannsson |
Miðjumaður |
9. |
Jóhann Þórhallsson |
Framherji |
10. |
Björgólfur Takefusa |
Framherji |
11. |
Grétar Ólafur Hjartarson |
Framherji |
13. |
Pétur Hafliði Marteinsson |
Varnar/miðju |
14. |
Sigmundur Kristjánsson |
Miðjumaður |
15. |
Skúli Jón Friðgeirsson |
Miðjumaður |
17. |
Dalibor Pauletic |
Varnarmaður |
18. |
Óskar Örn Hauksson |
Miðjumaður |
19. |
Brynjar Orri Bjarnason |
Framherji |
20. |
Tómas Agnarsson |
Varnarmaður |
21. |
Vigfús Arnar Jósepsson |
Varnarmaður |
22. |
Stefán Logi Magnússon |
Markvörður |
23. |
Guðmundur R. Gunnarss |
Miðjumaður |
24. |
Guðmundur Pétursson |
Miðjumaður |
25. |
Eggert Rafn Einarsson |
Varnarmaður |
27. |
Ingimundur Níels Óskarss |
Miðjumaður |
28. |
Henning Eyþór Jónasson |
Vörn/framherji |
Leikir KR |
Dags: |
Tími |
Leikur |
14. maí |
20:00 |
KR - Keflavík |
20. maí |
19:15 |
KR - Breiðablik |
24. maí |
20:00 |
Valur - KR |
28. maí |
19:15 |
KR - Víkingur |
10. júní |
20:00 |
ÍA - KR |
14. júní |
20:00 |
KR - FH |
20. júní |
19:15 |
HK - KR |
28. júní |
19:15 |
KR - Fram |
4. júlí |
19:15 |
Fylkir - KR |
15. júlí |
19:15 |
Keflavík - KR |
25. júlí |
19:15 |
Breiðablik - KR |
8. ágúst |
19:15 |
KR - Valur |
16. ágúst |
19:15 |
Víkingur - KR |
26. ágúst |
18:00 |
KR - ÍA |
30. ágúst |
18:00 |
FH - KR |
16. sept |
16:00 |
KR - HK |
23. sept |
16:00 |
Fram - KR |
29. sept |
14:00 |
KR - Fylkir | |