Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   fim 25. apríl 2024 18:01
Daníel Darri Arnarsson
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Sko mér fannst við frekar lélegir í byrjun svona allavega ekki að gera það sem við lögðum upp með við ætluðum að pressa þá mun betur en við gerðum, þeir voru að komast of auðveldlega upp aðallega hægra megin og skora mark uppúr því en stigum upp og enduðum hálfleikinn mjög vel og fórum vel yfir stöðuna í hálfleik og fannst við koma mjög vel út í seinni hálfleikinn og fáum síðan rautt þarna fannst það pínu fara með leikinn annars fannst mér þetta bara hörku hörku leikur" Sagði Baldvín Már Borgarsson þjálfari FC Árbæ eftir 3-0 tap gegn Fram Reykjavík í blíðunni á Avis vellinum.


Lestu um leikinn: Árbær 0 -  3 Fram

„Það gerir þetta erfiðara að fá rautt spjald þannig við þurftum aðeins að droppa og minnka pressuna sem við ætluðum að sitja á þá ef við ætlum að horfa á þetta taktískt en heilt yfir tökum kannski frá 30.mín virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum".

Hvað fannst þér um rauða spjaldið sem var dæmt á Ástþór?

„Mér fannst það rangur dómur, ég er lengst frá þessu þetta gerist hinum megin við stúkuna og hérna mér fannst minn maður lifta löppinni og sparka í boltan og Frammarinn sparkar undir fótinn á mínum manni þannig að mínu mati er sparkað í minn mann og með því á Árbær að fá aukaspyrnu og ekki seinna gula á Ástþór en Gunnar Oddur metur þetta svona og ég er ósammála því  en við þurfum bara lifa með því".

Fyrsti leikur í 3.deild er gegn Víði, hvernig leggst bara 3.deildin í þig?

„Mjög vel sko Víðir er hörkulið eins og eiginlega öll liðin í deildinni mörg lið farinn að sitja mikið meira púður í þetta og hérna mér finnst eins og liðin sem voru að ströggla síðustu 2-3 árin eins og ÍH, Hvíti Riddarinn þau eru kominn með virkilega góða leikmenn og ég held að þetta verði bara virkilega erfið deild en hún leggst mjög vel í mig".

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner