Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   lau 27. apríl 2024 19:43
Sverrir Örn Einarsson
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum bara ekki mættar til leiks í fyrri hálfleik og spiluðum ekki okkar bolta. Seinni hálfleikur var miklu betri og þetta var því svolítið kaflaskipt þessi leikur.“ Sagði Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir markvörður Víkinga um leikinn eftir 2-2 jafnteli Víkings og Fylkis í sannkölluðum nýliðaslag í annari umferð Bestu deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Víkingar fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Shaina Ashouri fór á punktinn en Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis gerði sér lítið fyrir og varði frá henni. Víkingar komust þó yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði á 43.mínútu. Sú forysta entist þó ekki fram að hálfleik en MIst Funadóttir jafnaði fyrir Fylki aðeins mínútu síðar. Hálfleikurinn væntanlega verið ansi þungur?

„Við fórum yfir nokkra hluti og skerptum á því sem við erum góðar í sem við vorum alls ekki að sýna í fyrri hálfleik.“

Hvað þyngli varðar jók enn í við upphaf síðari hálfleiks þegar Fylkir komst yfir með marki úr vítaspyrnu. Alvöru kjaftshögg fyrir Kötlu og hennar liðsfélaga.

„Það var frekar leiðinlegt, en það gerist og bara áfram gakk. “
Katla framlengdi á dögunum samning sinn við Víking líkt og tilkynnt var nú fyrir helgi. Var aldrei nein spurning í hennar huga að skrifa undir á ný hjá Víkingum?

„Nei aldrei spurning. Hamingjan er hér, það er hamingja í vatninu.“

Sagði Sigurborg Katla en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner