Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mán 29. apríl 2024 10:11
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui tilkynnir West Ham að hann muni taka við AC Milan
Spánverjinn Julen Lopetegui.
Spánverjinn Julen Lopetegui.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport segir Julen Lopetegui hafa tilkynnt West Ham að hann hafi ákveðið að taka við AC Milan.

Það eru ekki allir stuðningsmenn Milan hrifnir af fyrirhugaðri ráðningu á Lopetegui í stað Stefano Pioli en allir ítalskir fjölmiðlar segja að félagið hafi gert upp hug sinn.

Gazzettan segir að Milan sé ekki að spá í öðrum stjórum sem stendur og allt stefni í að Lopetegui verði ráðinn.

Lopetegui hefur verið án starfs síðan hann hætti með Wolves síðasta sumar. Á ferli sínum hefur hinn 57 ára gamli Lopetegui stýrt spænska landsliðinu, Porto, Sevilla og Wolves. Þá var hann um stutt skeið stjóri Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner